XVII.

Syndin Júda er með járnstíli og með hvössum adamas skrifuð og útgrafin á þeirra hjartans spjöldum og upp á þeirra altarishornum so að þeirra börnum skuli til hugar koma þau öltruin og runnarnir í hjá þeim blómguðu trjánum upp á hábjörgunum. En eg vil gefa þínar hæðir, bæði á fjöllum og á sléttlendino, með öllu þínu góssi og fjársjóðum til herfangs fyrir þinna synda sakir sem þú hefur gjört innan allra þinna landamerkja. Og þú skalt útrekin verða af þinni arfleifð sem eg gaf þér og eg mun gjöra þig að þræli óvina þinna í því landinu sem þú þekkir ekki. Því að þér hafið upptendrað einn eld minnar reiði sem brenna mun eilíflegana.

So segir Drottinn: Bölvaður sé sá maður sem hefur sitt traust á manninum og heldur holdið fyrir sinn styrktararm og í burt víkur frá Drottni með sínu hjarta. Hann mun vera so sem annað lyng á eyðimörku og mun eigi sjá þá tilkomandi huggan heldur mun hann blífa út í þeim þurrknum í eyðimörkinni, í einu hrjóstugu landi þar eð enginn byggir. En blessaður er sá maður sem treystir á Drottin og hann sem að Drottin er hans athvarf. [ Hann er líka sem það tré sem að gróðursett er í hjá vatninu og við lækinn er rótfest. Því þó að hitinn komi þá er hann þó ekki hræddur um sig heldur blífa hans laufblöð græn og kvíðir ekki við þó að þerriárin komi heldur færir hann ávöxt óaflátanlega.

Mannsins hjarta er [ metnaðarfullt og örvinlunarsamt, hver kann að rannsaka það? Eg Drottinn kann hjartað að rannsaka og nýrun að prófa og eg gef einum sérhverjum eftir sínum gjörningi og eftir ávextinum sinna verka. Því að líka sem sá fugl er liggur á eggjum og klekur þeim eigi út, eins líka so er maðurinn sem rangfengið fé til samans dregur því að hann hlýtur þar í frá nær eð hann minnst varir og hlýtur þó að síðustunni dáruskap þar til að hafa. En sá staðurinn vors helgidóms, sem er tignarsætið Guðs dýrðar, það hefur alla tíma staðfast verið.

Því að þú, Drottinn, ert Ísraels fullnaðartraust. [ Allir þeir sem þig yfirgefa þeir hljóta til skammar að verða og þeir hinir fráhorfnu skulu í jörðina skrifast. Því að þeir yfirgefa Drottin sem er uppspretta hins lifanda vatsins. Drottinn, lækna þú mig, þá verð eg heilbrigður, hjálpa þú mér, þá em eg hólpinn, því þú ert minn lofstír.

Sjá þú, þeir segja til mín: „Hvar er þá það orð Drottins? Kæri, láttu það koma hingað!“ En þar fyrir flýði eg ekki frá þér, þú mín hjörð. Eg hefi og ekki girnst á [ daga mannsins, það veitstu, hvað eg hefi prédikað það er réttferðugt fyrir þér. Vertu aðeins ekki harðúðlegur við mig, þú sem ert mitt athvarf í nauðinni. Láttu þá til skammar verða sem mig ofsækja en eigi mig, láttu þá skelfast en eigi mig, láttu ólukkudaginn koma yfir þá og í sundur slá þá tvefaldlega.

So segir Drottinn til mín: Far burt og stattu í borgarhliðinu fólksins um hvert það kóngurinn Júda gengur út og inn og í öllum borgarhliðum Jerúsalem og seg þú til þeirra: Heyrið orð Drottins, þér kóngar Júda og þér allir út í Júda og allir innbyggjararnir í Jerúsalem sem inngangið um þessi borgarhlið! [ Svo segir Drottinn: Varið yður og berið öngva byrði á þvottdeginum og fremjið ekki neitt erfiði heldur haldið þvottdaginn heilagan so sem það eg hefi boðið yðar forfeðrum. [ En þeir heyra það eigi og hneigja ekki sín eyru hér til heldur blífa þeir harðsvíraðir svo að þeir skuli ekki mér heyra né láta sig leiðrétta.

Ef að þér heyrið mér, segir Drottinn, so að þér berið öngvan byrðarþunga á þvottdeginum í gegnum þessi borgarhliðin heldur heilagan haldið þann hinn sama so að þér gjörið ekki neitt verk á þeim sama degi, þá skulu og einnin um þessi staðarportin ganga út og inn konungar og höfðingjar þeir sem sitja á Davíðs stóli, ríðandi og rennandi bæði á vögnum og hestum, þeir sjálfir og so þeirra höfðingjar, með öllum þeim sem búa í Júda og Jerúsalem. [ Og þessi borg skal þá byggjast ævinlegana og þeir munu koma út af stöðunum Júda og þeim öðrum sem hér liggja í kringum Jerúsalem og úr Benjamínslandi, úr dölunum og af fjallbyggðunum og af suðrinu, sem færa brennifórnir, offranir, matoffur og reykelsi til þess hússins Drottins.

En ef þér heyrið mér ekki so það þér helgan haldið þvottdaginn og berið eigi neinn byrðarþunga inn um þau borgarhliðin í Jerúsalem á þvottdeginum, þá vil eg uppkveikja einn eld út í hennar borgarhliðum sá eð foreyða skal þeim húsunum í Jerúsalem og hann skal ekki útslökktur verða. [