X.

Það var ein ólukka sem eg sá undir sólunni sem er sú fáviska sem að er á meðal voldugra, að einn afglapi situr í stórri virðingu en hinn ríki situr lágt. [ Eg sá þræla á hestum ríða en höfðingjana ganga sem þrælana. Hver eð gröfina grefur fellur í hana sjálfur og hver nokkurn garð niðurbrýtur, þann munu höggormar stinga. Hver steini úr stað veltir gjörir sér sjálfum ómak. Hver eð tréð í sundurklýfur fær skaða þar af. Nær eð járnið þykknar og sljóvgast í eggina so hlýtur maðurinn að brýna það aftur með erfiði. Svo fylgir og vísdómur eftir iðkanina.

Einn málskapsmaður er ekki betri en höggormur sá eð stingur og ekki er með særingum særður. [ Orð hyggins manns er unaðsemd en fávísra varir svelgja þau. Hans orða upphaf er fíflslegt og endinn er sköðsöm heimska. Einn afglapi hefur mörg orð því maður veit ekki hvað verið hefur og hver kann segja honum hvað ske skal eftir hann? Arfiði heimskra kvelur þá því þeir kunna ekki að ganga í borginni.

Vei því landi hvers kóngur að er eitt barn og hvers höfðingjar að snemma matast! Heppið er það land hvar kóngurinn er göfugur og höfðingjarnir neyta síns matar í hæfilegan tíma, til styrkingar en ekki til bílífis! Fyrir leti sakir falla niður bjálkarnir og fyrir forsóman handanna drýpur húsið. Og því sker soddan að þeir gjöra brauðið til hláturs og vínið á að gleðja þá liföndu en peningurinn kemur öllu af stað.

Formæltu ekki kónginum í þínu hjarta og bölva ekki ríkum í þínu svefnhúsi því fuglar himinsins bera raustina og þeir sem hafa vængina segja það eftir.