Svo skalt þú nú elska Drottin Guð þinn og halda hans lögmál, setninga, réttindi og boðorð alla þína lífdaga. Og meðkennið í dag það sem yðar börn vita ekki né hafa séð, [ einkum sem er tyttan Drottins Guðs yðvars, hans dýrð, þar til hans volduga hönd og útréttan armlegg og hans stór undur og dásemdarverk sem hann gjörði meðal egypskra manna á faraóne Egyptakóngi og á öllu hans landi og hvað hann hefur gjört við þá magtina egypskra manna, við þeirra vagna og víghesta þá eð hann leiddi vatnið í því rauða hafinu yfir þá, þann tíð þeir drógu eftir yður og Drottinn foreyddi þeim allt til þessa dags, og hvað hann hefur gjört við yður í eyðimörkinni allt til þess að þér komuð í þennan stað, hvað hann gjörði við Datan og Abíram þá sonu Elíab, [ sonar Rúben, hvernin það jörðin opnaði sinn munn og svelgdi þá í sig með þeirra heimkynni og tjaldbúðum og öllu þeirra góssi sem þeir höfðu aflað, mitt á meðal alls Ísrael.

Því að yðar augu hafa séð þau miklu dásemdarverk Drottins sem hann hefur gjört. Þar fyrir skulu þér halda öll þau boðorð sem ég býð yður í dag svo að þér mættuð styrkir verða inn að koma og að eignast það landið sem nú fari þér til inn að taka, og að þú megir lengi lifa í því sama landi sem Drottinn hefur svarið þínum forfeðrum að gefa þeim og þeirra sæði, eitt land þar mjólk og hunang inniflýtur.

Því það land sem þú fer nú til að eignast er ekki líka sem Egyptaland af hverju þér eruð útfarnir, [ þar er þú sjálfur sáðir þínu sæði og hlaust sjálfur að bera vatn á það sem á annan kálgarð, heldur hefur það fjöll og dali sem döggin af himninum vökvar, á hvörju landi að Drottinn Guð þinn hefur gætur á og augun Drottins Guðs þíns álíta það með jafnaði, í frá upphafinu ársins og allt til enda.

Ef að þér hlýðið nú mínum boðorðum sem ég býð yður í dag so að þér elskið Drottin Guð yðarn og þjónið honum af öllu hjarta og af allri sálu, [ þá vil ég gefa yðar landi regn í tilheyrilegan tíma, bæði síð og snemma, so að þú innsafnir þínu korni, þínu víni og viðsmjöri. Og ég vil gefa þínum fénaði gras af túnvöllum so að þér skuluð eta og verða saddir.

En þér varið yður við því að þér látið ekki villa yðar hjörtu svo að þér afvíkið og þjónið framandi guðum og tilbiðjið þá og það reiði Drottins gremjist yður og láti aftur himininn svo að þar komi ekki regn og jörðin gefi ekki sinn ávöxt og að þér foreyðist þá snarlega burt af því góða landinu sem Drottinn hefur gefið yður.

So rótfestið nú þessi orð í hjartanu og í yðar sálum og bindið þau til merkis á yðar hendur að þau séu eitt minnisband fyrir yðar augum. Og kennið þau börnum yðar svo að þú talir um þau nær eð þú situr í þínu húsi eður gengur farinn veg, nær þú leggur þig niður og nær eð þú stendur upp. Og skrifa þau á dyrugætti þíns heimilis og yfir þínum andyrum so að þú og þín börn megi lengi lifa í því landinu sem Drottinn hefur svarið forfeðrum þínum að gefa þeim, svo lengi sem dagar himins vara á jörðunni.

Því ef að þér haldið öll þessi boðorð sem ég býð yður og gjörið þar eftir, [ að þér elskið Drottin Guð yðarn og gangið á öllum hans vegum og hyllist hann að, þá mun Drottinn útdrífa allt þetta fólk fyrir yður so að þér skuluð undir yður leggja stærra og sterkara fólk en þér eruð. Og hvör sá staður sem þér setjið yðar fætur á þá skal hann vera yðar eign, í frá eyðimörkinni og í frá fjallinu Líbanon og í frá því vatninu Euphrates allt út til þess ysta hafsins, þa skal vera yðar landamerki. Þar skal enginn þora at standa í móti yður. Hræðslu og skelfing af yður mun Drottinn koma láta yfir öll þau lönd um hver þér reisið, so sem það hann hefur sagt yður.

Sjá þú, ég framset fyri yður í dag blessanina og bölvanina, blessanina ef að þér hlýðið þeim boðorðum Drottins guðs yðvars sem ég býð yður í dag, en bölvanina ef þér hlýðið ekki boðorðum Drottins Guðs yðars og víkið af þeim veginum sem ég býð yður í dag, það þér eftirfylgið annarlegum guðum sem þér þekkið ekki. [

Nær eð Drottinn Guð þinn innleiðir þig í það landið þar þú kemur inn til að eignast það þá skalt þú úthrópa blessunina uppá fjallinu Grísím og bölvanina uppá fjallinu Ebal, hvör að eru hinumegin Jórdanar, á þeim veginum mót vestrinu í Kanaanslandi þeirra sem búa á því sléttlendinu gegnt Gilgal móti þeim lundi Móre. [ Því að þú skalt ganga yfir um Jórdan so að þú komir inn þangað til að eignast það landið sem Drottinn Guð yðar hefur gefið yður og þér skuluð eignast það og búa þar inni. Þar fyrir gætið að því að þér gjörið eftir öllum þeim boðorðum og réttindum sem ég legg fyrir yður í dag.