XXII.

Jósías var átta vetra gamall þá hann tók kóngdóm og hann ríkti ellefu og tuttugu ár í Jerúsalem. [ Hans móðir hét Jedída, dóttir Adía af Baskat. Og hann gjörði það sem Drottni vel þóknaðist og gekk í öllum Davíðs síns föðurs vegum og veik hvorki til hægri né vinstri handar.

En á því átjánda ári Josie kóngs þá sendi kóngurinn Safan son Asalías, sonar Mesúlam, skrifara, burt í Drottins hús og sagði: [ „Far upp til þess æðsta kennimanns Hilkía so að menn gefi það fé sem inn er komið í hús Drottins hverju dyravarðhaldsmenn musterisins hafa samansafnað af fólkinu að þeir gefi það arfiðurunum, þeir sem smíða í húsi Drottins að endurbæta það sem brotið er að því sem eru timburmenn, byggingsmenn og múrmeistarar og þeir sem að kaupa skulu tré og úthöggna steina til að bæta húsið með. Þó skulu menn ei taka reikningsskap af þeim fyrir þá peninga sem þeim gefast í þeirra hendur heldur skulu þeir höndla með þá með dyggð og trú.“

En sá æðsti kennimann Hilkía sagði til Safan skrifara: [ „Eg hefi fundið lögbókina í húsi Drottins.“ Og Hilkía fékk Safan bókina að hann skyldi lesa í henni. Og Safan skrifari bar hana til kóngsins og talaði við hann og sagði: „Þínir þénarar samansöfnuðu þeim peningum sem fundust í húsinu og gáfu þá arfiðismönnunum, þeim sem skikkaðir eru til að erfiða í húsi Drottins.“ Og Safan skrifari talaði til kóngsins og sagði: „Hilkía kennimaður fékk mér eina bók.“ Og Safan las hana fyrir kónginum.

En sem kóngurinn heyrði orð lögmálsbókarinnar þá reif hann sín klæði. Og kóngurinn bauð Hilkía kennimanni og Ahíkam syni Safan og Akbór syni Míkía og Safan skrifara og Ahasía kóngsins þénara og sagði: „Farið og aðspyrjið Drottin um mig og fólkið og um allan Júda vegna orða þessarar bókar sem fundin er. Því að þar er ein mikil Guðs reiði upptendruð yfir oss sökum þess að vorir forfeður hafa ekki hlýtt orðum þessarar bókar so að þeir gjörðu allt það sem skrifað er í henni.“

Þá gekk Hilkía kennimaður, Ahíkam, Akbór, Safan og Asaja til Huldu spákonu sem var hústrú Sallúm sonar Tíkúa, sonar Haram, sem klæðin geymdi og hún bjó í Jerúsalem í þeim öðrum parti og þeir töluðu við hana. [ Hún sagði til þeirra: „Svo segir Drottinn Guð Ísraels: Segið þeim manni sem yður sendi hingað: So segir Drottinnn: Sjá, eg vil leiða ólukku yfir þennan stað og hans innbyggjara, öll þau lögmálsins orð sem Júdakóngur hefur látið lesa. Fyrir því að þeir hafa fyrirlitið mig en fært fórnir annarlegum guðum, reitandi mig til reiði með öllum þeirra handaverkum. Þar fyrir skal mín reiði upptendrast í móti þessum stað og ekki útslokkna.

En þér skuluð svo segja Júdakóngi sem að sendi yður hingað að ganga til frétta við Drottin: Svo segir Drottinn Guð Israelis: Fyrir því að þitt hjarta klökknaði fyrir þau orð sem þú heyrðir og þú auðmýktir þig fyrir Drottni þá þú heyrðir hvað eg hafði talað mót þeim stað og hans innbyggjurum að þeir skyldu verða eyðilagðir og bölvaðir og þú reifst þín klæði í sundur og grést fyrir mér, so hefi eg og heyrt það, segir Drottinn. Því vil eg safna þér til þinna feðra að þú skalt berast til þinnar grafar með friði svo að þín augu skulu ekki sjá alla þá ólukku sem eg vil leiða yfir þennan stað.“ Og þeir sögðu þetta kónginum aftur.