XLI.

Allt það sem af jörðunni kemur það hlýtur aftur í jörðina að snúast líka sem öll vötn aftur í sjóinn falla.

Allar gáfur og rangfengið fé hlýtur forganga en sannleikurinn varir eilíflega.

Óguðlegra manna auðæfi þorna upp sem lækir og so sem reiðarþruman eyðist í regninu.

Þeir eru kátir so lengi sem þeir taka við gjöfunum en með síðsta ganga þeir þó til grunns.

Afkvæmi óguðlegra mun ekki fá nokkra kvistu og rót óréttferðugra manna stendur á berum steini. Og þótt þeir allareiðu vökvist og við vatn stæðu verða þeir þó upprættir áður en þeir eru fullvaxnir.

Guðlegt líferni er so sem blessaður grasgarður og miskunnsemi blífur eilíflega.

Hver sig með sínu arfiði nærir og lætur sér þar með nægja, sá hefur fínan, náðugan lifnað. Það kallast að finna fésjóð öllum fésjóðum fremra.

Börn að geta og borgir að byggja gjörir ævinlega minning en ein ærleg kvinna framar en það hverttveggja.

Vín og strengleikur gleður hjartað en viskan er ástsamlegri en það hverttveggja.

Pípur og hörpur hljóða vel en vinsamleg ræða betur en það hverttveggja.

Þitt auga sér gjarna það sem frítt og fagurt er en það græna sáð heldur en það hverttveggja.

Einn vinur vitjar annars í neyð en maður og kona miklu meir.

Einn bróðir hjálpar öðrum í neyð en miskunn hjálpar miklu meir.

Gull og silfur veita manni uppheldi en hálfu meir gott ráð. Góss og peningar gjöra mann djarfan en miklu meir ótti Drottins. Ótta Drottins er einkis vant og hann þarf öngva hjálp.

Ótti Drottins er einn blessaður grasgarður og þar er ekki neitt so fagurt sem hann er.

Son minn, gef þig ekki til [ þurfamannsstéttar. Það er betra að deyja en á vonarvöl að fara.

Hver hann treystir upp á ananrs matborð, sá hugsar sig ekki með heiðri að næra. Hann hlýtur að [ syndga sig fyrir annarlegrar fæðslu skuld. En einn skynsamur og hygginn maður varar sig þar við.

Bón smakkast óbljúgum manni sæt en með seinasta mun hann fá þar af illa kör.

Ó þú dauði, hvað beiskur þú ert þegar nokkur maður á þig minnist, sá sem góða daga og nóg hefur og fyrir utan áhyggju lifir og þeim sem vel vegnar um alla hluti og enn er vel mathress! [

Ó þú dauði, hvað vel þú gjörir við nauðstaddan, þann sem að er veikur og gamall, sem vefst í allri sorg og ekki hefur neitt betra til að vona né eftir að bíða!

Óttast þú eigi dauðann. [ Hugsa: Það er so af Drottni tilskikkað yfir öllu holdi, bæði þeirra sem fyrir þig hafa verið og eftir þig munu koma. Og hvað mælir þú í móti Guðs vilja? Lifir þú tíu, hundrað eða þúsund ár? Því að eftir dauðann spyrja menn ekki að hversu lengi nokkur hefur lifað.