Þú skalt gjöra eitt reykelsisaltari til að brenna reykelsi uppá, af trjám setím, eirnrar álna langt og breitt, rétt ferskeytt, og tveggja álna hátt, með sínum hornum. [ Og það skaltu búa utan með klárt gull ofan til og á síðunum allt um kring og hornin með. Þú skalt og gjöra eina kórónu af gulli í kring um það og tvo gullhringa á báðar síður undir kórónunni svo menn megi setja stengurnar þar í að bera það með. Þú skalt og gjöra stengurnar af trjám setím og búa þær með gull. Og það skaltu setja fyrir framan fortjaldið sem hangir fyrir vitnisburðarörkinni og fyrir þeim náðarstól sem er á vitnisburðinum, hvaðan ég vil vitna fyrir þér.

Og á þessu altari skal Aron hvörn morgun tendra ilmandi reykelsi þá hann tilreiðir lampana. [ Sömuleiðis á kveldin þá hann tendrar lampana. Þetta skal vera daglegt reykelsi fyrir Drottni hjá yðar eftirkomendum. [ Þér skuluð ekkert annarlegt reykelsi gjöra þar uppá og ei heldur offra þar uppá brennioffri, matoffri eða drykkjaroffri. Og Aron skal eitt sinn um árið gjöra eina forlíkun á horni altarisins, með syndaoffursblóði til forlíkunar. Þessi forlíkun skal ske eitt sinn hvört ár hjá yðar eftirkomendum. Því það er Drottni það allra helgasta.“

Og Drottinn talaði til Mósen og sagði: „Þá þú telur Ísraelissona höfuð þá skal hvör gefa Drottni sínar sálar forlíkun so að þar skuli enginn plága koma á þá þegar þeir eru taldir. Og hvör sem í tölunni er hann skal gefa eirn hálfan sikil eftir eftir helgidómsins sikli. [ Eirn sikill gildir tuttugu gera, soddan hálfur sikil skal vera herrans upplyftingaroffur. En hvör sem er í tölunni, tvítugur og þaðan af eldri, hann skal gefa Drottni soddan upplyftingaroffur. Sá hinn ríki skal ekki gefa meira og sá fátæki ekki minna en hálfan sikil sem hann gefur Drottni til upplyftingar, fyrir þeirra sálna forlíkan. Og þú skalt taka soddan forlíkunarpeninga af Ísraelissonum og leggja til Guðs þjónustu í vitnisburðarbúðina, að það sé Ísraelissonum ein minning fyrir Drottni, að hann láti sig forlíka yfir þeirra sálum.“

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Þú skalt og gjöra eitt vatnker af kopar með einum koparfæti til að þvo sig úr. [ Og það skaltu setja millum vitnisburðartjaldbúðarinnar og altarisins og láta vatn þar útí so að Aron og hans synir megi þvo sínar hendur fætur þar af þá þeir ganga inn í vitnisburðarbúðina eða til altaris að þjóna með reykelsi, sem er eldur fyrir Drottni. Þeir skulu þvo hendur og fætur so að þeir deyi ekki. Það skal vera ein eilíf skikkan honum og hans sæði hjá þeirra eftirkomendum.“

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tak til þín þær bestu jurtir, þá skæra myrru fimm hundruð siclos (að vigt) og hálf part so mikið af sinnamomum, tvö hundruð og fimmtygi (siclos) og calmus, tvö hundruð og fimmtygu, og fimm hundruð casíen, eftir vigt helgidómsins siclus, og eitt hín viðsmjörs af viðsmjörstré og gjör eitt heilagt smurningaroleum, eftir smyrslamakarans kunnáttu. [

Þar með skaltu smyrja vitnisburðarbúðina og vitnisburðarörkina, borðið og öll þess ker, kertistikuna með því sem henni tilheyrir, reykelsisaltarið, brennioffursaltarið með öllum sínum umbúnaði, og vatnkerið með sínum fæti. Og þú skalt vígja það so að það sé allra helgasta. Því sá sem vill snerta þetta hann skal vera vígður. Þú skalt og smyrja Aron og hans sonu og vígja mér þá til kennimanna. Og þú skalt tala við Ísraelssonu og segja: Þetta oleum skal mér vera eitt heilagt smyrsl hjá yðar eftirkomendum. Því skal ekki vera úthellt á mannsins líkama. Eigi skulu þér heldur gjöra soddan því það er heilagt. Þar fyrir skal það og vera yður heilagt. Hver helst sem gjörir soddan eður gefur öðrum nokkuð þar af hann skal verða afmáður frá sínu fólki.“

Og Drottinn sagði til Mósen: „Tak til þín jurtir, balsamum, stacten, calben og klára myrru, jafnmikið af hverju, og gjör reykelsi þar af eftir smyrslamakarans kunnáttu blandað, að það blífi hreint og heilagt. [ Og þú skalt melja það í smátt og leggja það fyrir vitnisburðinn í vitnisburðarbúðinni, hvaðan ég mun vitna fyrir þér. Það skal vera yður það allra helgasta. Þér skuluð ekki gjöra yður soddan reykelsi, heldur skal þetta vera þér heilagt fyrir Drottni. Hvör sem gjörir soddan til að hafa hjá sér slíkan ilm hann skal afmást frá sínu fólki.“