V.

Nú sem heiðingjar allt um kring heyrðu þetta að altarið var upp aftur reist að nýju og helgidómurinn hreinsaður var það gramdist þeim mjög og tóku sér fyrir hendur að afmá alla Jakobs kynslóð og tóku til að lífláta Gyðinga í öllum þeirra landamerkjum.

En Júdas reisti inn í Idumeam í móti Esaúsonum og yfirféll þá í Arabat þar sem þeir höfðu umkringt Ísraelsbörn og hann sló í hel marga Idumeos og rænti þá. [ Og með því að Beanssynir höfðu bæði verið ótrúir og myrt Ísrael á veginum þá minntist Júda og einnin þeirra og settist um þeirra borg og brenndi hana upp með öllu því sem þar var inni. [ Eftir þetta reisti hann á móti Ammónssonum. [ Þeir voru vel viðbúnir og höfðu fjölda liðs og einn höfuðsmann Timotheum. [ Þar fyrir átti Júdas margar orrostur við þá og fékk sigur og vann borgina Jaser með öðrum umliggjandi þorpum. Því næst reisti hann heim aftur í Jerúsalem.

Þeir heiðingjar sem bjuggu í Galaat voru og einnin upp í móti Ísrael í þeirra landamerkjum að afmá þá. [ En fólkið flýði í þann kastala sem nefndist Datemann og sendi skrif til Júdas og hans bræðra, so látandi: „Allir heiðingjar umhverfis oss eru til samans komnir oss í móti og vilja eyðileggja oss alla. Timotheus er þeirra höfuðsmann og þeir atla sér að stríða og storma upp á kastalann þangað sem vér flýðum. Þar fyrir biðjum vér að þú komir oss til hjálpar og frelsir oss það vér höfum lítinn liðsafla. Því að óvinir hafa marga í hel slegið og í Túbin hafa þeir drepið þúsund manns og rænt þeirra kvinnum og börnum og góssi.“ [ Þá þeir lásu þetta bréf þá komu enn fleiri sendimenn úr Galilea með sundurrifnum klæðum og sögðu þau harmatíðindi að heðiingjar úr öllum borgum umhverfis færi með herskildi í gegnum Galileam, úr Tolemais, Tyrus og Sídon og að allt Galileahérað væri fullt óvina sem vildu eyðileggja Ísrael. [

Sem Júdas og fólkið heyrði nú þetta tóku þeir ráð hvernin að þeir gæti hjálpað sínum bræðrum í þessari neyð. Og Júdas bífalaði sínum bróður Símon að hann skyldi útvelja sér sérlegan flokk og fara í Galileam bræðurnar þar að frelsa en hann og hans bróðir Jónatas skyldu fara í Galaad. Og hann setti Jósef Sakaríasson og Asarja höfuðsmenn yfir það fólk sem heima var eftir að varðveita Judeam. Og hann skipaði þeim að þeir skyldu stjórna fólkinu og fara ekki út og gefa sig ekki í móti óvinum fyrr en hann kæmi aftur.

Og Símon fór í Galileam með þrjú þúsund manns en Júas og átta þúshund manna með honum fóru í Galaad. [ Þá Símon kom nú í Galileam átti hann margar orrostur við heiðingja og fékk jafnan sigur og hann elti þá allt til porta Ptolemais staðar so að þar féllu þrjár þúshundir heiðingja og Símon rænti þá. [ Því nærst kom hann aftur til sinna bræðra í Galileam og til Arabat og bauð þeim að reisa með sér til Judeam með kvinnum og börnum og hann flutti þá þangað með stórri gleði.

En Júdas Machabeus og Jónatas bróðir hans reistu yfir um Jórdan í eyðimörku þriggja daga reisu. [ Þá komu til þeirra Nabathei og tóku blíðlega við þeim og sögðu þeim frá hvernin að það gengi þeirra bræðrum í Galaad og að margir væri fjötraðir burtfluttir til Barasa, Bósor, Alma, Kasbón, Maget og Karnaím, hvað allt að væri stórar og sterkar borgir, so og þá væri margir herteknir í öðrum borgum í Galaad. [ Þar fyrir kom þeim það saman að þeir strax að morni skyldu reisa til þessara sterku staða og storma upp á þá. Og Júdas sneri aftur eina dagferð og stríddi upp á staðinn Bósor og kom þeim á óvart og hann vann hann og lét í hel stinga allt það sem þar var kallkyns inni. [

Eftir það reisti hann um náttartíma til þess kastala þar inni hans bræður voru umkringdir. Og í því sama sem hann kom þangað um morguninn þá leit hann þar einn mikinn megtugan, óteljandi mannfjölda sem báru stiga og vagna og tóku til að storma og þar var eitt hryggilegt óp og kall í kastalanum sem heyrðist allt í himininn. Þá bað Júdas sitt fólk að berjast fyrir þeirra bræður so að þeir gæti hjálpað þeim. Og hann gjörði þrjár fylkingar og kom á bak til við þá í bardaganum og lét blása í trametur. Og fólkið kallaði hárri röddu og bað til Guðs. En þegar Timothei herlið sá að Júdas var á bak til við þá þá flýði það og varð harðlega slegið so að þar féll á þeim degi átta þúsundir manns. [ Eftir þetta fór Júdas til Maspa og stríddi á þá borg og vann hana og lét í hel slá allt kallkyns þar inni og rænti og brenndi staðinn. Því nærst vann hann Kasbón, Maget, Bósor og aðrar borgir í Galaad.

En Timotheus safnaði enn að nýju miklu liði og setti sínar herbúðir gegnt Rafón hinumegin lækjarins. Þá útsendi Júdas njósnarmenn og lét njósna hversu mikinn her að óvinir hefðu og hvernin þeir lægi. Njósnarmennirnir sögðu honum aftur að það væri einn stórmikill her af öllum heiðingjum umhverfis, þeir hefði og með sér stríðsmenn úr Arabia hverjum þeir áttu fé að gefa og að þetta lið hefði sett sínar herbúðir hinumegin lækjarins og væri búnir til bardaga. Þar fyrir reisti Júdas út í móti þeim. Og Timotheus sagði til sinna höfuðsmanna: „Þegar Júdas kemur að læknum og sé hann so djarfur að hann þorir að fara yfir um hann þá getum vér honum ekki í móti staðið heldur mun hann slá oss. En ef hann óttast og þorir ei yfir um þennan læk þá viljum vér fara yfir um vatnið og yfirfalla og slá hann.“

Þá Júdas kom nú að læknum skikkaði hann kennimennina við vatnið og bauð þeim að þeir skyldu drífa fólkið allt yfir um so að þeir hjálpuðu til að slá óvinina og að enginn skyldi eftir verða. Þá Júdas og hans her var nú fyrst kominn yfir um vatnið þá flýðu óvinirnir og létu sínar verjur falla og þeir komust í eitt musteri í þeim stað Karnaím. En Júdas vann staðinn og brenndi upp musterið og alla þá þar inni voru og Karnaím var foreydd og kunni ekki að verjast fyrir Júda.

Því nærst lét Júdas koma til samans allt það Ísraelsfólk sem var í Galaad, smá og stóra, kvinnur og börn, so að þeir færi með honum í Judeam. Og á veginum komu þeir til Efron sem var stór og sterkur staður og hann lá í þjóðbraut í gegnum hvern menn urðu að ferðast og kunnu ei að komast í kringum hann. [ Nú vildi fólkið í Efron ei gefa Júdas fararleyfi þar í gegnum heldur höfðu þeir sig í borgina og luktu aftur portin. En Júdas sendi til þeirra friðarboðskap og bað vingjarnlega að þeir mætti þar í gegnum reisa því að þeir skyldu öngvan skaða fá af hans fólki. Hann girntist eigi annað en ferðast aðeins þar í gegnum. En þeir af Efron vildu ei leyfa þeim það.

Þá lét Júdas boð útganga um allan herinn að stríðsfólkið skyldi skipast í fylkingar og stríða og storma til staðarins, sérhver fylking í sínum stað. [ So stormuðu þeir til staðarins allan þann dag og alla þá nótt og unnu hann. Og Júdas lét drepa allt karlkyns þar inni, rænti og niðurbraut staðinn og fór þar í gegnum á líkum dauðra manna. Og þeir komu yfir um Jórdan á sléttlendið. Og Júdas dreif fólkið fram sem tafði eftir og huggaði það á þessari allri reisu þar til hann kom þeim í landið Júda. Þá fóru þeir upp á fjallið Síon með miklum fagnaði og fórnfærðu brennifórnum að Guð hafði gefið þeim sigur og leitt þá heim aftur með gleði.

En á meðan Júdas og Jónatas voru í Galaad og Símon þeirra bróðir í Galiea fyrir staðnum Ptolemais og Jósef Zacharieson og Asarja höfuðsmenn heyrðu þeirra sigur og manndómlega gjörninga þá sögðu þeir: [ „Vér viljum og einnin vinna frægðarverk og yfirfalla heiðingja þá sem eru í kringum oss.“ Og þeir buðu sínu stríðsfólki að vera til reiðu og þeir fóru til Jamnia. Þá reisti út í móti þeim Gorgias með sínu herliði og sló Jósef og Asarja á flótta og elti þá allt inn í landið Júda. Og Ísrael missti margt fólk á þeim degi, nær tvær þúshundir manns, af því að þeir hlýddi ekki bífalning Júdas og hans bræðra og tóku sér fyrir út af sinni eigin ofdirfð frægðar að leita þar þeir þó ei voru þeir sömu menn hverjum Guð hafði gefið að hjálpa skyldu Ísrael. [ En Júdas og hans bræður voru stórlega virðir hjá öllu Ísraelsfólki og hjá öllum heiðingjum og hvar sem þeirra var getið þá voru þeir prísaðir.

Og Júdas og hans bræður reistu í suðurátt í móti Esaúsonum og hann vann Hebron og þá staði þar í kring og uppbrenndu þeirra múrveggi og turna. [ En hann sneri aftur inn í heiðingjanna land til Samaria. Þar féll fjöldi kennimanna hverjir og so voru ofdjarfir og gáfu sig út í móti óvinunum ráðlauslega og án bífalningar. Eftir þetta reisti Júdas í móti Asdód í landi heiðingjanna og niðurbraut skúrgoðaöltörin og uppbrenndi afguðina og rænti staðina og kom heim aftur í landið Júda.