XXI.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, set þú þitt auglit á móti suðuráttinni og lát drjúpa móti suðrinu og spáðu á móti þeim skóginum í mörkinni á móti suðrinu. Og seg þú til skógarins mót [ suðrinu: Heyr þú orð Drottins. Svo segir Drottinn Drottinn: Sjá þú, eg vil uppkveikja einn eld í þér, hann skal bæði foreyða blómguðum trjám og þurrum viðum svo mann skal ekki kunna að útslökkva hans loga heldur allt það sem stendur frá suðrinu inn til norðursins það skal uppbrennt verða. Og allt hold skal það sjá að eg, Drottinn, hafi kveikt þann eld og enginn skal kunna að útslökkva hann. Og eg sagði: Aha Drottinn Drottinn! Þeir segja um mig: „Þesi talar ekki utan myrkyrði.“

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, set þitt auglit á móti Jerúsalem og lát drjúpa á móti helgidóminum og spá þú á móti Ísraelslandi og seg þú til Ísraelsjarðar: Svo segir Drottinn Drottinn: Sjá þú, eg vil til við þig. Eg vil draga mitt sverð úr slíðrum og eg vil afmá í þér bæði réttlátan og ranglátan. En með því að eg vil uppræta í þér bæði réttlátan og ranglátan svo skal mitt sverð út fara af slíðrunum yfir allt hold í frá suðrinu allt til norðursins og allt hold skal vita að eg, Drottinn, hafi útdregið mitt sverð úr sínum slíðrum og það skal ekki slíðrast aftur.

Og þú, mannsins son, skalt stynja þangað til að þínar lendar taka að sárna, já þú skalt stynja beisklegana svo að þeir sjái það. Og nær eð þeir segja til þín: „Hvar fyrir stynur þú svo?“ þá skaltu segja: Fyrir þess óps sakir sem þar kemur, fyrir hverju að öll hjörtu munu duglaus verða og allar hendur fallast, allra hughreysti niður falla og öll kné munu renna sem vatn. Sjá þú, það kemur og það skal ske, segir Drottinn Drottinn.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, spáðu og segðu: Svo segir Drottinn Drottinn: Seg þú: Sverðið, já sverðið er hvesst og fægt. Það er hvasst gjört svo að það skuli drepa, það er fægt svo að leiftra skal af því. Ó hversu glaðir vildu vær vera þó að hann gjörði öll trén að hrísvöndum handa þeim hinum vondum börnum! En hann hefur látið fægja eitt sverð að fá honum það í hönd sem í hel skal slá. Æptu og kalla hátt, þú mannsins son, það það gengur yfir mitt fólk og yfir alla stjórnendur í Ísrael sem samansafnaðir eru undir sverðið ásamt með mínu fólki. Þar fyrir slá þú á þínar lendar því að hann hefur oftlega refsað þeim en hvað hefur það hjálpað? Sá vöndurinn hinna vondu barnanna vill ekki stoða lengur, segir Drottinn.

Og þú mannsins son, spáðu og slá þínum höndum til samans. Því að sverðið skal koma tvefallt, já þrefalt, eitt drápssverð, eitt stórt manndrápssverð hvert að einnin það hitta skal á þá í herbergjunum þangað sem þeir flýja. Eg vil láta sverðið söngla svo að hjörtun skuli duglaus vera og margir skulu falla í allra þeirra borgarhliðum. Aví hversu leiftrar það og veður áfram til höggsins og segja: „Veg þú bæði til hægri og vinstri hliðar, hvað sem fyrir er“! Þá vil eg þar yfir glaður vera og mínum lófum til samans klappa og láta mína reiði geisa. Eg, Drottinn, sagði þetta.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, gjör tvo vegu um hverja að koma skal konungsins sverð af Babýlon. En þeir báðir skulu ganga frá einu landi og set eitt leiðarmerki fram fyrir á veginn gegnt staðnum sem vísar að honum. Og gjör svo veginn að sverðið kunni að koma til Rabbat Ammónsona og í Júda til þeirrar sterku borgarinnar Jerúsalem. Því að konungurinn af Babýlon mun setja sig á þau vegamótin, það fremsta á þeim tveimur vegunum, að láta spá þar fyrir sér og skjóta þar með örvarskeytum um hlutfallið, aðspyrjandi svo sína afguði og skoðandi lifrina.

Og spásögnin skal vísa á þá hægri hliðina í móti Jerúsalem og hann skal láta flytja þar að vígvélar og gjöra grafir og yfirfalla þá og niðurdrepa með miklu herópi og hann skal flytja vígturna í móti borgarhliðunum og byggja þar girðingar og hervirki. En sá spádómurinn skal þeim þykja falsklegur vera: „Hann má sverja svo stórt sem hann vill.“ En þó mun hann þenkja upp á misgjörninginn að hann skuli vinna hana. Þar fyrir segir Drottinn Drottinn so: Fyrir það að á yður verður minnst fyrir sakir yðvara misgjörninga og yðar óhlýðni er opinber svo að mann kann að sjá yðar synd í öllum yðar gjörningum, já þar fyrir að yðar verður minnst þá skulu þér með valdi herteknir verða.

Og þú, Ísraels höfðingi, þú sem ert dæmdur og úrskurðaður, hvers dagur eð koma skal nær eð misgjörningurinn er til enda kominn, svo segir Drottinn Drottinn: Leggðu af höfuðklæði og tak ofan kórónuna því að þar mun hvorki höfuðklæði né kóróna til vera heldur sá sem upphóf sig hann skal niðurlægður verða og hinn sem niðurþrykkti sér skal upphafinn vera. Eg vil gjöra kórónuna til einskis, til einskis, til einskis, þangað til að hann kemur sem hana skal hafa, honum vil eg gefa hana.

Og þú mannsins son, spáðu og segðu: [ Svo segir Drottinn Drottinn af þeim Ammónsonum og þeirra skammfyllingum. Og seg þú: Sverðið, sverðið er útdregið til að slá í hel. Það er uppfægt að það skuli niðurdrepa og það skal leiftra af því, þar fyrir að þú lést segja þér falslegar sjónir og spá þér lygar hvar með þú skalt ofurseljast á meðal þeirra hinna óguðlegu sem niðurdrepnir verða, hverra dagur að kemur þá eð misgjörningurinn var kominn að enda. Og þó að sverðið slíðrist enn aftur þá vil eg þó samt dæma þig í þeim stað sem þú ert skapaður og í því landi sem þú ert fæddur. Og eg vil úthella minni reiði yfir þig, eg vil uppkveikja minn heiftareld yfir þér og eg vil ofurselja þig því fólki í hendur sem kann að brenna og fordjarfa. Þú skalt vera eldsmatur og þitt blóð skal úthellast í landinu og þín skal ekki meir minnst verða því að eg, Drottinn, hefi talað það.