VI.

Job svaraði og sagði: „Þar sem maður vildi vega eymd mína og leggja mína pínu til samans í eina metaskál þá væri það þyngra en sandurinn í sjónum. Þar fyrir er það til ónýtis hvað eg tala. Því að skeytin Hins almáttuga standa í mér og þeirra grimmd útsýgur minn anda og Guðs hrellingar stríða á mig. Skógdýrin [ rymja ekki nær þau hafa grasið og nautið beljar ekki nær það hefur sitt fóður. Kann maðurinn að eta það sem vansaltað er? Eða hver getur smakkað það hvíta sem utan um blómstrið er? Hvað mín sál vildi áður ekki hræra það sama er nú út af angist mín fæða. Óhó, það mín bæn mætti ske og Guð hann gæfi mér það eg vona eftir! Það Guð hann tæki til að berja mér niður og léti sína hönd ganga til að sundurskipta mér! Þá hefða eg enn hugsvalan og eg vilda þar um biðja í mínu krankdæmi að hann vægði ei. Eg hefi þó ekki [ á móti talað orðræðu Hins heilaga.

Hver er minn kraftur so það eg kunni staðfastur að blífa og hver er mín endatekt það mín sál muni þolinmóð vera? Minn kraftur er ekki af steinum og mitt hold er ekki kopar. Eg hefi og hvergi neina hjálp og mín kallmennska er í burtu. Hver sem afsegir miskunnsemina sínum náunga hann yfirgefur óttann Hins almáttuga. [ Mínir bræður ganga fyrirlitlega framhjá mér sem annar rennandi lækur, líka sem aðrar vatsgrafir þær eð framhjá fljóta. Þeir sem forðast hrímfrostið, yfir þá mun snjórinn falla. Á þeim tíma þegar þrengir að þeim hitinn mun þá ómætta upp og nær þeira taka að hitna munu þeir forganga út af sínum stöðum. Þeirra vegur liggur afsíðis út af, þeir ganga í þá óveguna og fyrirfarast.

Þeir horfa á þann veginn til [ Tema og hyggja að þeim veginum til Arabia. En þeir munu til skammar verða nær það er sem allra öruggast og skammast sín nær eð þeir koma þangað. Því að þér eruð nú komnir til mín og með því þér sjáið vesöldina þá uggið þér um yður. Hefi eg nokkuð sagt: Færið hingað og skenkið mér nokkuð af yðrum eignum og leysið mig af hendi óvinarins og frelsið mig af valdi víkingsins? Kennið mér, eg vil þegja og leiðréttið um það eg veit ekki. Því finni þér að réttu máli? Hver er sá yðar á milli að að því kunni að finna? Þér uppdiktið orð ekki til annars en að straffa mig og mitt hugskot með afarorðum að skelfa. Þér yfirgang veitið fátækum föðurleysingja og grafið gröf yðrum vin. Þó fyrst þér hafið þetta svo upptekið þá hyggið að mér hvert eg kann með lygimæli að standast fyrir yður. Svarið því til hvað rétt er, mitt andsvar skal enn vera rétt. Hvað gildir að mín tunga hefur ekki ósatt og minn munnur hann segir engin rangindi.