LXXXI.

Sálmur Assaf. Upp á gitít fyrir að syngja.

Syngið glaðlega Guði hjálpara vorum, syngið hátt lof Guði Jakob!

Takið sálmana og fáið hingað bumbuna, listilega hörpu með symfóni.

Blásið í lúðrana með nýinu tunglsins, á hátíðardegi vorrar tjaldbúðar.

Því að svoddan er siðvenja í Ísrael og einn réttur Guðs Jakob.

Soddan hefur hann til vitnisburðar sett meðal Jósefs þá eð þeir útfóru af Egyptalandi og heyrt höfðu annarlegt tungumál. [

Og þá eg hafða þunga burtsvipt af þeirra herðum og þá þeirra hendur frjálsar urðu af [ leirveltunni.

Þá eð þú ákallaðir mig í neyðinni hjálpaði eg þér út þaðan og bænheyrða þig þá eð stormviðrið dundi yfir þér og eg reynda þig við Mótmælisvatnið. [ Sela.

Heyr þú, mitt fólk, eg vil vitna meðal þín, Ísrael, þú skalt mér hlýða,

svo það meðal þín sé enginn annar guð og þú eigi neinn annarlegan guð tilbiðjir.

Eg em Drottinn Guð þinn sá eð þig hefur útleitt af Egyptalandi, lúk þínum munni vel í sundur og lát mig hann fylla. [

En mitt fólk heyrði ei mína raust og Ísrael skeytir mér ekki.

Og því hef eg þá yfirgefið í síns hjartans vellystingar að þeir gangi í sínu sjálfræði. [

Ef að mitt fólk vildi mér hlýðið vera og Ísrael ganga á mínum vegi

þá munda eg snarlega niðurkefja þeirra óvini og mína hönd koma láta yfir þeirra mótstöðumenn [

og þeir eð Drottin hata þeim skyldi það bregðast en þeirra tími mundi vara ævinlega

og með því hinu feitasta korni mundi eg þá metta og þá með því hunanginu út af hellunni seðja.