X.

Því að lögmálið hefur skuggann eftirkomandi auðæfa, ekki líkneskjuna sjálfra auðæfanna. Því að hvert ár hlaut að offrast hinar sömu offranir og kunni þó eigi þá sem offruðu fullkomna að gjöra. Annars hefði offrið aflagst hefðu þeir öngva samvisku meir haft syndarinnar sem guðsdýrkunarmenn voru eitt sinn hreinsaðir. Heldur sker fyrir það hugleiðing syndanna hvert ár. Því að það er ómögulegt að fyrir uxa og hafra blóð syndir í burt að taka.

Fyrir því sem hann kemur í veröldina segir hann: [ „Offran og fórnir vildir þú eigi en líkamann tilreiddir þú mér. Brennifórnir og syndoffur þóknast þér ekki. Þá sagða eg: Sjá, í ? Ad keg kem fyrst í bókinni er skrifað af mér það eg skuli gjöra, Guð, þinn vilja.“ En þar fyrir sem hann sagði: „Offranir, fórnan, brennifórnir og syndoffur vildir þú eigi, þær þóknuðust þér ekki“ hverjar eftir lögmálinu offraðar verða, þá sagði hann: „Sjá, eg kem að gjöra, Guð, þinn vilja.“ Þar af tekur hann hið fyrra so að hann innsetti hið annað. Í hverjum vilja það vér erum helgaðir einu sinni skeðnum fyrir offran líkama Jesú Christi.

Og hver einn kennimaður er tilsettur það hann alal daga guðsdýrkan ræki og oftlega samháttaðar offranir gjöri, hverjar aldrei kunna syndirnar af að taka. En þessi fórnaði eina fórn fyrir syndirnar þá æfinlega dugir, situr nú til hægri handar Guðs og eftirbíður héðan í frá þar til hans óvinir verða lagðir til skarar hans fóta. [ Því að með einnri offran hefur hann að eilífu fullkomna gjört þá sem helgaðir verða.

En það vitnar oss einnin heilagur andi eftir því hann áður fyrri sagði: [ „Þetta er það testament sem eg mun þeim setja eftir þá daga, segir Drottinn: Mín lög mun eg gefa í þeirra hjörtu og í þeirra hugskotum mun eg þau skrifa og þeirra syndir og ranglætingar vil eg ekki meir í minni leggja.“ Hvar þessi hin sama fyrirgefning er, þar er engin offran meiri fyrir syndirnar.

Fyrst vér höfum nú, kærir bræður, þann tryggleik til inngöngu í hið heilaga fyrir blóðið Jesú, í hverju hann tilreiddi oss nýjan og lifandi veg fyrir fortjaldið, það er fyrir sitt hold, hafandi so magtan kennimann yfir Guðs húsi, því látum oss þar að ganga með sannarlegu hjarta, algjörsigleik trúarinnar, yfirdreifðir í vorum hjörtum og viðskildir vondri samvisku og þvegins líkama með hreinu vatni, og látum oss fastlega halda viðurkenning vonarinnar og örvænta eigi því að hann er tryggur sá henni hefur fyrirheitið. Og það vér stundum oss sjálfa innbyrðis með tíðkan kærleiksins og góðra verka og ekki forláta vorn söfnuð so sem sumra er siður heldur að áminna hver annan. Og því miklu framar, so miklu sem þér sjáið daginn taka að nálægjast.

Því ef vér mótþróanlega syndir drýgum eftir það vér höfum meðtekið kynning sannleiksins þá höfum vér öngva offran þaðan í frá fyrir syndirnar heldur hræðilegt eftirbíð dómsins og eldsins aga sem mótstandara svelgja mun. Því hver hann brýtur Moyes lögmál sá hlýtur að deyja utan nokkra miskunnsemd fyrir tveggja eður þriggja vitnan. [ Hversu miklu meiri píslir meini þér sá muni verðskulda sem son Guðs með fótum treður og testamentisblóðið saurugt reiknar fyrir hvert að hann er helgaður og svívirðir so náðarinnar anda? Því að vér vitum þann sem segir: „Mín er hefndin, eg mun aftur gjalda, segir Drottinn.“ Og enn annað sinn: „Drottinn mun dæma sitt fólk.“ Hryggilegt er að falla í hendur lifanda Guðs.

Leggið í minni þá hinu fyrri daga á hverjum þér uppbirtust þolandi einnin nokkurn deild sjálfir mikið áhlaup píslanna fyrir svívirðan og hörmungar og að býsnum gjörðir og í sumri deild lagsmenn verið þeirra sem so hefur gengið. [ Því að þér hafið sampínst mínum böndum og ræning yðvara auðæfa með fagnaði umliðið, vitandi yður að hafa með sjálfum yður aðra betri og blífanlegri fasta eign á himnum. Látið ekki yðvart traust í burt sleppa, hvert að mikið verðkaup hefur. En þolinmæði er yður nauðsynleg so að þér gjörið Guðs vilja og meðtakið fyrirheitið. „Því að innan skamms mun koma sá eð koma skal og mun eigi seinka. [ En réttlátur mun af trúnni lifa. En sá sig í hlé dregur á þeim mun sála mín hafa öngvan þóknan.“ En vér erum ekki af þeim sem sig í hlé draga og fyrirdæmdir verða heldur þeir sem trúa og sálunni bjarga.