Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú við allan almúgann af Ísraelissonum og seg til þeirra: Þér skuluð vera heilagir, því ég er heilagur, Drottinn yðar Guð. [ Hvör skal óttast sinn föður og sína móður. Haldið mínar hátíðir. Því ég er Drottinn yðar Guð. Þér skuluð ekki snúa yður til afguða og eigi skulu þér gjöra yður steypta afguði. Því ég er Drottinn yðar Guð.

Og nær þér viljið færa Drottni þakklætisfórnir þá skulu þér offra því sem honum má þóknast. En þér skuluð eta það þann sama dag sem þér offrið og næsta dag þar eftir. En hvað sem leyfist til þess þriðja dags, það skal brennast með eldi. En ef nokkur etur af því á þeim þriðja degi, þá er hann ein svívirðing og er ekki þakknæmur. Og sá sem það etur, hann skal bera sinn misgjörning, því hann saurgaði Herrans helgidóm og soddan sálir skulu upprætast frá sínu fólki.

Nær þú uppsker þitt korn á þínum akri þá skaltu ekki alltsaman uppskera af enda þíns akurs og ei so naumlega safna öllu saman þínu korni. [ So og skaltu eigi heldur grandvarlega samanlesa þín vínber af þínum víngarði og eigi skaltu safna upp þeim vínberjum sem niður eru fallin, heldur skaltu unna þess fátækum og framandi mönnum. Því ég er Drottinn yðar Guð.

Þér skuluð ekki stela, ekki heldur ljúga og eigi heldur svíkja hvör annan. Þér skuluð ekki falsklega sverja við mitt nafn og vanhelgið ekki yðar Guðs nafn. Því ég er Drottinn. [

Þú skalt ekki gjöra órétt þínum náunga, eigi heldur ræna hann. Lát þú ekki daglaunamannsins verkkaup vera hjá þér allt til morguns.

Þú skalt ekki bölva þeim daufa. Þú skalt ekkert leggja í veginn fyrir þann hinn blinda so hann megi detta um. Þú skalt óttast þinn Guð. Því ég er Drottinn.

Þér skuluð ekki höndla óréttilega í dómum og þú skalt ekki álíta þann lítilmagna og eigi heldur heiðra þann volduga, heldur skaltu réttilega dæma yfir þínum náunga.

Vertu enginn baktalari á meðal þíns fólks. Þú skalt eigi heldur sækja eftir þíns náungs blóði. Því ég er Drottinn.

Þú skalt ekki hata þinn bróðir í þínu hjarta en þó skaltu straffa þinn náunga so þú berir ei skuld hans vegna. [

Vert þú ekki hefnigjarn og eigi heldur langrækinn við börn þíns fólks.

Þú skalt og elska þinn náunga so sem þig sjálfan. Því ég er Drottinn.

Þér skuluð halda mína setninga svo að þér látið ekki yðarn fénað samblanda sig við nokkur annarleg kvikindi. Og sá þú ekki þinn akur með blenduðu korni. Og ber ei þau klæði á þér sem ofin eru bæði með ullu og líni.

Ef nokkur maður liggur hjá eirni kvinnu og samræðist henni sem er ein ambátt og er krenkt af manni, þó eigi gefin frí eða frjáls látin, það skal vera straffað, en þó skulu þau ekki deyja, því hún var ekki frí. En hann skal bera fram fyrir Drottin fyrir sína synd eirn hrút til skuldoffurs fyrir vitnisburðarins tjaldbúðardyr. Og presturinn skal gjöra eina forlíkun fyrir Drottni með sama skuldoffri fyrir þá synd sem hann hefur gjört. So skal Guð vera honum náðugur yfir hans syndum sem hann hefur gjört.

Nær þér komið inn í landið og þér plantið allrahanda tré til að eta af, þá skulu þér umskera þeirra [ yfirhúð og þeirra ávaxta. Í þrjú ár skulu þér halda þau fyrir óumskorin að þér etið ekki af þeim. En á fjórða árinu skal allur þeirra ávöxtur vera Drottni helgaður og loflegur. En á því fimmta ári skulu þér eta af ávextinum og safna honum til samans. Því ég er Drottinn yðar Guð.

Þér skuluð ekkert með blóði eta. Þér skuluð öngvan gaum gefa að fuglamáli, eigi heldur útvelja yður daga. Þér skuluð ekki kringum skera yðart hár og ekki með öllu afraka yðart skegg.

Þér skuluð ekki skera nokkuð teikn fyrir skuld þess dauða á yðarn líkama, eða skera nokkra bókstafi á yður. Því ég er Drottinn. Þú skalt ekki halda þinni dóttur til saurlifnaðar so að landið fremji ekki hóranir og verði glæpafullt.

Haldið mína hvíldardaga og hræðist fyrir mínum helgidómi. Því ég er Drottinn.

Snúið yður ekki til spásagnarmanna og þér skuluð einskis spyrja af þeim sem fara með teiknaþýðingar, so að þér saurgist ekki af þeim. Því ég er Drottinn yðar Guð. [

Þú skalt standa upp fyrir þeim gráhærða og heiðra hinn gamla. Því að þú skalt óttast þinn Guð. Því ég er Drottinn. [

Ef að einhvör útlenskur býr hjá þér í yðar landi, þá skuluð þér ekki féfletta hann, heldur skal hann búa hjá yður sem annar innlenskur. Og þú skalt elska hann sem sjálfan þig, því þér hafið og verið útlenskir í Egyptalandi. Ég er Drottinn yðar Guð.

Þér skuluð ekki ójafnt höndla í lagadómum með alin, með vigt og með mælir. Réttar vogir, rétt pund og rétt mælikeröld og réttir askar skulu vera hjá yður. [ Því að ég er Drttinn yðar Guð sem leiddi yður af Egyptalandi, að þér haldið og gjörið alla mína lagasetninga og alla mína dóma. Því ég er Drottinn.“