XV.

Á því ári þá kóng Akas andaðist var þessi byrðarþungi. [ Gleð þig ekki, þú gjörvallt Philisteiland, það sá vöndurinn sem þig sló sé í sundurbrotinn. [ Því að út af rót höggormsins mun koma einn basilicus og hans sæði mun einn glóandi flugdreki vera. Því að hinir frumgetnu þeirra volaðra munu fæða sig og hinir fátæku óttalausir hvílast. En þína rót vil eg með hungri deyða og þína eftirlátnu skal hann í hel slá. Ýlfra, þú staðarins port, kveina, þú borgin sjálf! Allt Philisteisland er huglaust því að úr norðrino kemur [ reykur og þar er enginn einn saman í hans flokki. Og hvað munu sendiboðar heiðinna þjóða hér og þar segja? Þetta, það Síon hafi Drottinn grundvallað og hinir fátæku hans fólks munu þangað sér skjóls leita.