XXIX.

Þessi eru þau orð í því bréfinu sem Jeremias propheti sendi frá Jerúsalem til þeirra eftirblífnu öldunganna sem í burt voru fluttir og til prestanna og prophetanna og til alls fólksins sem Nabúgodonosor hafði í burt flutt til Babýlon (eftir það eð kóngurinn Jechonias og drottningin með hirðsveinum og höfðingjum Júda og þeim af Jerúsalem, með þeim trésmiðum og hagleiksmönnum af Jerúsalem voru nú í burtu) meður Eleasa syni Safans og Gemaría syni Hilkía, hverja Zedechias konungurinn Júda sendi í Babýlon til Nabúgodonosor konungsins af Babýlon og sagði: So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels, til allra þeirra hinna herteknu sem eg hefi í burt flytja látið frá Jerúsalem til Babýlon: [

Byggið upp húsin í hverjum þér kunnið að búa, plantið aldingarða af þeim sem þér kunnið ávaxtarins að neyta, takið yður eiginkonur og getið syni og dætur, takið sonum yðar eiginkonur og gefið menn dætrum yðar so að þær geti syni og dætur, fjölgið yður þar so að þér séuð ekki allfáir. Leitið þess staðarins ið besta til hvers að eg læt í burt flytja yður og biðjið fyrir honum til Drottins því nær eð það vegnar honum vel so vegnar það og yður vel. Því so segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Látið ekki þá prophetana og vísindamenn sem þar hjá yður eru mega svíkja yður og hlýðið ekki yðar draumum sjálfs sem yður dreymir það þeir spá yður lygar undir mínu nafni. Eg hefi ekki útsent þá, segir Drottinn.

Því að so segir Drottinn: [ Nær eð sjötígi ár eru fullkomnuð í Babýlon þá vil eg vitja yðar og eg vil mitt hið náðarsamlega orð uppvekja yfir yður að eg flytji yður aftur til þessa staðar. Því að eg veit vel hvern þanka eg hefi til yðar, segir Drottinn, sem er þanka friðarins en eigi pínunnar, so að eg vil gefa yður þá ending sem þér væntið eftir. Og þér skuluð ákalla mig og ganga í burt og biðja mig og eg vil bænheyra yður. Þér munuð mín leita og mig finna því ef þér leitið mín af öllu hjarta þá vil eg láta yður finna mig, segir Drottinn, og eg vil umsnúa yðvari herleiðingu og samansafna yður frá allsháttuðu fólki og frá öllum þeim stöðum til hverra að eg hefi í burtskúfað yður, segir Drottinn, og eg vil flytja yður aftur til þessa staðar hvaðan eg lét í burt flytja yður. Því þér meinið það að Drotitnn hafi uppvakið yður propheta í [ Babýlon.

Því að so talar Drottinn um þann konunginn sem situr á Davíðs stóli og um allt það fólk sem að byggir í þessum stað, sem er um þá yðar bræður sem ekki ero í burtu fluttir með yður í herleiðingina. Já, so segir Drottinn Sebaót: Sjá þú, eg vil koma láta sverð, hungur og drepsótt á meðal þeirra og eg vil breyta við þá sem við vondar fíkjur þær eð manni er viðbjóður við að eta. Og á bak til við þá vil eg vera með sverði, hungri og drepsótt og eg vil þá ekki vera láta í neinu kóngaríki á jörðu so að þeir skulu verða að bölvan og undrum, að háðung og forsmán á meðal allra þjóða til hverra að eg mun í burt kasta þeim af því að þeir hlýddu ekki mínum orðum, segir Drottinn, eg hver að sendi alla tíma mína þénara prophetana til yðar en þér vilduð ekki heyra, segir Drottinn.

En þér allir sem herteknir eruð í burt fluttir, þá sem eg hefi látið burt fara frá Jerúsalem til Babýlon, heyrið þér orð Drottins. [ So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels í gegn Akab syni Kólaja og í gegn Sedekía syni Maeseja sem spá yður lygar undir mínu nafni: Sjá þú, eg vil gefa þá í hendur Nabúgodonosor konungsins af Babýlon. Hann skal láta slá þá fyrir yðar augum so að af þeim sömum skal gjörast ein bölvan á meðal allra fanganna úr Júda sem eru í Babýlon, segjandi: „Drottinn gjöri þér líka sem Sedekía og Akab hverja eð konungurinn í Babýlon lét steikja á eldi“ fyrir það þeir höfðu framið eina heimsku í Ísrael og drýgt hóranir með öðrum konum og prédikað lygar í mínu nafni hvað eg hafða ekki boðið þeim. Þetta veit eg og votta, segir Drottinn.

Og á móti Semaja af Nehalam skaltu segja: [ Svo segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Af því að þú útsendir bréfið undir þínu nafni til alls fólksins þess sem er í Jerúsalem og til kennimannsins Efanía sonar Maeseja og til allra prestanna og sagðir að Drottinn hefur sett þig til prests í staðinn Jójada kennimanns so að þér skuluð yfirsjónarmenn í húsi Drottins yfir öllum sinnulausum og spásagnarmönnum so að þú legðir þá í fjötur og fangelsi. En hvar fyrir straffar þú ekki Jeremiam af Anatót sem spáir fyrir yður? Af því að hann hefur sent boð til vor í Babýlon og látið segja oss að það skuli enn lengi vara: „Byggið upp hús sem þér kunnið í að búa og plantið aldingarða so þér etið ávöxtinn þar út af.“ Því að Sefanía las það sama bréf og lét Jeremiam propheta heyra það.

Þar fyrir þá skeði orð Drottins til Jeremia og sagði: Sendið héðan til allra þeirra sem herteknir eru og látið segja þeim: So segir Drottinn í móti Semaja af Nehalam: Þar fyrir að Semaja spáir fyrir yður og eg hefi þó ekki sent hann og hann gjörir það að þér setjið yðar traust upp á lygar, þar fyrir segir Drottinn so: Sjá þú, eg vil heimsækja Semaja af Nehalam og hans sæði so að enginn út af hans skal vera á meðal fólks þessa og hann skal ekki sjá það hið góða sem eg vil gjöra mínu fólki, segir Drottinn, því að hann hefur snúið þeim frá Drottni með sínum orðum.