XI.

Sem Jabín kóngur af Hasór spurði öll þessi tíðindi þá sendi hann boð til Jóbab kóngsins af Madón og til kóngsins af Simron og til kóngsins af Aksaf og til kónganna í norður sem þar bjuggu á fjallbyggðum og á sléttlendinu fyrir sunnan Kinneret og so til þeirra sem bjuggu í dölunum í Nafót Dór út með sjónum, til Kanaanítanna bæði astur og vestur, til þeirra Amoríta, Hetíta, Peresíta og Jebúsíta á fjallbygðunum og til Hevítanna undir Hermonfjalli í Mispalandi. [ Þessir allir drógu út með allan sinn her, so margur lýður sem sjávarsandur, mjög margir hestar og vagnar. Allir þessir kóngar samansöfnuðust, komu og settu sínar herbúðir í einn stað hjá því vatni Meróm að halda bardaga við Ísrael. [

Og Drottinn sagði til Jósúa: „Eigi skalt þú hræðast þá því að á morgun í þetta mund vil eg gefa þá alla fallna fyrir Ísraelssonum. [ Þú skalt meiða hesta þeirra og uppbrenna þeirra vagna í eldi.“ Og Jósúa hljóp á þá með bráðum bardaga með öllu sínu stríðsfólki hjá vatninu Meróm og féll yfir þá. Og Drottinn gaf þá alla í Israelis hendur og þeir felldu þá og ráku flóttann allt til þeirrar miklu borgar Sídon og til þess varma vats, allt til þeirrar stóru merkur sem liggur í austur frá Mispa, og þeir slógu þá svo gjörvalllega að þar var ekki einn eftir lífs af öllum þeim her.

Og Jósúa gjörði so sem Drottinn hafði boðið honum, meiddi hesta þeirra en brenndi vagna. [ Hann sneri sér á þeim sama tíma og yfirvann Hasór og drap hennar kóng með sverði (því Hasór hafði áður verið höfuðstaður fyrir öllum þessum kóngaríkjum) og allar þær sálir sem voru í þeirri borg slógu þeir í hel með sverðseggjum og foreyddu þeim og létu ekkert eftir lifa það sem lífsanda hafði og uppbrenndi borgina Hasór með eldi. Þessa alla konunglega staði vann Jósúa og sló þá og þeirra kónga með sverðseggjum og foreyddi þeim so sem Móses Guðs þénari hafði boðið. [

En á fjöllum brenndu Ísraelssynir öngvar borgir, utan Jósúa brenndi Hasór alleina. Síðan skiptu Ísraelssynir öllu fé og herfangi með sér af þessum stöðum en drápu allt fólkið þar til þeir höfðu afmáð það allt og ekki létu þeir neitt eftirlifa það sem lífsanda hafði. So sem Drottinn hafði boðið Móse sínum þénara og Móses bauð Jósúa, svo gjörði Jósúa svo að þar brast ekki neitt upp á allt það sem Drottinn hafði bífalað Móse.

So eignaðist Jósúa öll þau löndin sem lágu á fjallbyggðunum og allt suðurlandið, hér með allt Gósenland og þær merkurnar og dalina og Ísraels fjallbyggðir með sínum dölum og láglendið, frá því fjalli sem löndin sundurdeilir, frá Seír allt til Baal Gað og til breiðinnar fjallsins Líbanon neðan að fjallinu Hermon. Og hann yfirvann alla þeirra kónga og sló sérhvern til dauðs. [ En langa tíma átti hann oröstur við þessa kónga.

Og þar var engin sú borg sem með friði vildi gefa sig undir Ísrael (utan alleina þeir Heviter sem bjuggu í Gíbeon) heldur unnu þeir þær allar með stríði. Og það skeði af Drottni að þeir hörðnuðu í sínum hjörtum til að mæta Israelissonum í stríði svo að þeir skyldu foreyðast og öngva náð finna heldur að þeir skyldu eyðileggjast so sem Drottinn bauð Móse.

Á þeim sama tíma kom Jósúa og upprætti Enakím af fjallbyggðum Hebron, af Debír, af Anab, af öllum fjallbyggðum Júda og af öllum Ísraels fjallbyggðum og foreyddu þeim með þeirra stöðum og lét öngvan blífa eftir af Enakím í landi Ísraelssona utan í Gasa, Gat og í Asdót, þar urðu þeir eftir. [

So eignaðist nú Jósúa allt landið í allan máta svo sem Drottinn hafði sagt til Mosen og gaf Israelissonum það til arftöku, hverri ættkvísl sinn part. Og þar varð friður í landinu.