LXXIIII.

Eitt menntanarfræði Assaf

Hvar fyrir fordrífur þú, Guð, oss svo með öllu og ert svo geysilega reiður á sauði þíns haglendis?

Minnstu á þína samkundu þá eð þú hefur þegar í frá upphafi endurleyst, á fjallið Síon á hverju þú byggir.

Trottu þá undir fótum og steyp þeim með öllu niður í grunn því sá óvinurinn hefur alla hluti fordjarfað í helgidóminum.

Þínir mótstöðumenn grenja í þínu [ húsi og setja sín skúrgoð þar inn.

Menn sjá það gjáir á auxarnar þar uppi yfir svo sem að í skógi væri höggvið

og í sundurhöggva svo allar þess bríkur með handbílum og snaröxum.

Þinn helgidóm brenna þeir upp, í bygging þíns nafns saurga þeir niður að grunni.

Þeir segja í sínu hjarta: „Látum oss foreyða þeim!“ Þeir uppbrenna öll Guðs hús í landinu.

Vor sigurmerki sjáum vér ekki og enginn propheti prédikar nú meir og eigi sá neinn lærifaðir sem oss læri lengur.

Ó Guð, hversu lengi þá skal sá mótstandarinn brígsla og sá óvinurinn svívirðir þitt nafn so með öllu?

Hvar fyrir snýr þú þinni hendi hér frá og þinni hægri hendi svo með öllu í burt frá þínu [ skauti?

En Guð er minn konungur þegar frá öndverðu, hann sá sem alla hjálp gjörir þa sem á jörðu sker.

Þú í sundurskiptir hafinu fyrir þinn kraft og þú í sundurslær höfuðin [ drekanna í vatninu.

Þú í sundurslær höfuð hvalfiskanna og gefur þá til fæðu fólki eyðimerkurinnar.

Þú lést [ uppspretta læki og vatsrásir, þú lést uppþorna hin stríðu vatsföllin.

Dagurinn og nóttin þau eru þín, þú veldur því það bæði sólin og stjörnurnar hafa sinn vissan gang.

Þú setur sérhverju landi sín endimörk, sumar og vetur gjörir þú.

Svo minnst þú á það að óvinurinn svívirðir svo Drottin og það fávíslegt fólk lastar þitt nafn.

Gef þú ekki hrækvikindum sálir þinna turtildúfna og forgleym ekki þínum fátækum kindum svo með öllu.

Minnstu á sáttmálann því að landið er allavegana aumlega foreytt og húsin niðurbrotin.

Lát þú ekki hinn fáráða með hneisu þar frá ganga því að hinir fátæku og voluðu lofa þitt nafn.

Rís upp, þú Guð, og legg dóm á mitt mál, hugleið þú þá forsmán sem þér af þeim fávísu daglega veitist.

Forgleym ekki hrópinu óvina þinna því að ofsinn þinna mótstöðumanna hann geisar einatt meir og meir.