V.

Naaman hershöfðingi kóngsins í Syria, hann var mikill maður og máttugur og heiðarlegur haldinn fyrir sínum herra. [ Því Drottinn gaf farsæld í Syria fyrir hann og hann var mikill hermaður en þó var hann líkþrár.

Og víkingar af Syria höfðu herjað og höfðu hertekið eina unga mey af Ísraelslandi hver að þjónaði Naamans kvinnu. Hún talar so fyrir sinni frú: „Guð gæfi að væri minn herra hjá þeim spámanni sem er í Samaria, þá mundi hann lækna hann af sinni líkþrá.“ Þá gekk (Naaman) inn fyrir sinn herra og sagði honum: „Ein mær af Ísraelslandi hefur svo og svo talað.“ Kóngurinn svaraði: „Svo far þú þangað, eg vil skrifa bréf til Ísraelskóngs.“

Og hann ferðaðist af stað og tók með sér tíu centener silfurs og sex þúsund gyllini og tíu hátíðadagsklæði og færði bréfið Ísraelskóngi. Þar stóð þetta á: „Þá þetta bréf kemur til þín, sjá, þá skalt þú vita að eg hefi sent minn þénara Naaman til þín so að þú gjörir hann heilan af sinni líkþrá.“ En sem Ísraelskóngur hafði lesið bréfið þá reif hann sín klæði og sagði: „Er eg þá Guð svo eg megi deyða og lífga að hann sendir til mín að eg skuli gjöra þann mann heilan af sinni líkþrá? Hugleiðið og skoðið hverra tilefna hann leitar í móti mér.“

Þegar Eliseus guðsmaður heyrði þetta að Ísraelskóngur hafði í sundur rifið sín klæði þá sendi hann til hans og lét segja honum: „Því reifst þú í sundur þín klæði? Lát hann koma til mín svo hann megi vita að hér er einn spámaður í Ísrael.“ Svo kom Naaman með sínum hestum og vögnum og stóð fyrir Elisei húsdyrum. Þá sendi Eliseus til hans og lét segja honum: „Far þú og þvo þig sjö sinnum í ánni Jórdan. Svo skal þitt hold verða heilt og muntu hreinsast.“ Naaman varð við þetta reiður, sneri í burt og sagði: „Eg hugði að hann mundi ganga út til mín og fara og ákalla nafn Drottins síns Guðs og hafa hendur á mínum líkama og lækna so líkþrána. Eru ekki þau vötn Abana og Parpar í Damasco betri en öll vötn í Ísrael svo eg hefði mátt þvo mig í þeim og verða hreinn?“ Og hann snerist til burtferðar með reiði.

Þá gengu að honum hans sveinar, töluðu við hann og sögðu: [ „Kæri faðir, þó að spámaðurinn hafi boðið þér eitthvað torvelt þá hæfði þér að gjöra það. Hvað miklu framar nú það hann sagði til þín: Þvo þér og munt þú verða hreinn?“ So fór hann ofan og þvoði sig sjö sinnum í Jórdan svo sem guðsmaður hafði sagt og hans líkami varð skær líka sem eitt barnshold og hann varð hreinn.

Og hann hvarf aftur til guðsmanns með öllu sínu föruneyti. Og sem hann kom in þá gekk hann fram fyrir og sagði: „Sjá, eg veit sannlega að þar er enginn Guð í öllum löndum utan í Ísrael. Svo þigg nú þessa blessan af þínum þénara.“ Hann svaraði: „So sannlega sem Drottinn lifir fyrir hverjum eg stend, eg þigg það ekki.“ Og hann neyddi honum þar til en guðsmaður vildi þess síður. Þá sagði Naaman: „Leyfist ekki þínum þénara að taka af þessari jörðu so mikið sem tveir múlar mætti bera? Því að þinn þénari skal héðan í frá ekki færa fórnir eða brennifórnir annarlegum guðum heldur Drottni. En það fyrirláti Drottin mér að eg tilbið hann í Rimmons húsi þá minn herra gengur inn í Rimmons hús að biðjast þar fyrir og hann styður sig við mína hönd.“ Hann svaraði honum: „Far þú í friði.“

Og sem hann var farinn frá honum eina mílu vegar þá sagði Gíesí þénari Elisei guðsmanns: „Sjá, minn herra vægði þessum sýrlenska Naeman og hann vildi ekki þiggja neitt af honum það hann færði hönum. Svo sannarlega sem Drottinn lifir, eg vil fara eftir honum og fá nokkuð af honum.“ Síðan rann Gíesí eftir Naeman. En sem Naeman sá sér eftirför veitta þá stökk hann úr kerunni í móti honum og mælti: „Haga eg mér ei sem eg skylda?“ Hann svaraði: „Já. Minn herar sendi mig til þín að eg skyldi segja þér: Sjá, nú strax komu tveir sveinar af spámannanna sonum til mín frá Efraímsfjalli. Gef þeim eitt centener silfurs og tvenn helgradagaklæði.“ Naeman svaraði: „Tak þú heldur tvö centener.“ Og hann neyddi hann til að hann tók tvö centener silfurs í tveimur sekkjum og tvenn hátíðaklæði og skipaði til tvo af sínum sveinum, þeir báru það fyrir honum. Og sem hann kom til Ófel þá tók hann það af þeirra höndum og lagði afsíðis í húsið en lét mennina fara aftur. En sem þeir voru í burtu þá gekk hann inn fyrir sinn herra.

Og Eliseus sagði til hans: [ „Hvaðan komst þú Gíesí?“ Hann sagði: „Þinn þénari hefur hvergi farið.“ Hann svaraði: „Mundi mitt hjarta ekki [ fara þá maðurinn spratt úr kerunni og rann í móti þér? Var nú tími að taka silfur og klæðnað að kaupa þér með garða viðsmjörs og víns, sauði, naut, þræla og ambáttir? En Naemans líkþrá skal festast við þig og þitt afkvæmi ævinlega.“ Og han gekk út frá honum snjóhvítur af líkþrá.