XVI.

Fagna ei yfir því þó þú hafir mörg ófyrirlátsöm börn og stær þig ei af því að þú hefur mörg börn þegar þau óttast ekki Guð. [ Forlát þig eigi upp á þau og treyst eigi upp á þeirra megn. Því að eitt gott barn er betra en þúsund óguðrækin og betra er að deyja barnlaus en að hafa óguðrækin börn.

Einn góður maður kann einni borg við að hjálpa en þó að margir sé óguðræknir verður hún þó í eyði lögð. Slíkt hefi eg um mína daga margt séð og þó miklu fleira heyrt.

Eldurinn brenndi allan hóp ómildra manna og reiðin gekk yfir hina vantrúuðu. [ Hann hlífði eigi þeim hinum gömlu risum hverjir með sínu afli fyrirfórust. Hann þyrmdi og einnin ekki þeim með hverjum Lot var framandi heldur fyrirdæmdi þá alla fyrir þeirra drambsemi og fordjarfaði allt landið fyrir utan alla miskunn, þeir eð of mikið höfðu haft við að syndga. So hefur hann fyrirfarið vel sex hundruðum þúsunda þar fyrir að þeir voru óhlýðnir. Hversu skyldi þá nokkur óhlýðinn óhegndur að vera? [ Því að hann er að vísu miskunnsamur, so og einnin reiðinn. Hann lætur blíðka sig enda hefnir hann ógurlega. Svo mikil sem er hans miskunn so mikil er hans reiði og hefnd og dæmir sérhvern eftir sinni verðskuldan.

Óguðrækinn maður mun eigi undan hlaupa með sínu ranglæti og góðs manns von mun eigi úti deyja.

Öll velgjörð mun sér stað finna og sérhverjum mun launað verða eftir því sem hann hefur forþénað.

Seg ekki: „Drottinn sér ekki til mín. Hver hirðir um mig á himnum? Á meðal svoddan fólksfjölda hugsar hann eigi tilm ín. Hvað er eg hjá þvílíkri víðri veröld?“

Því að sjá þú, að himinninn á alla vegu, sjórinn og jörðin bifast, fjöll og dalir skjálfa þá hann vitjar. Skyldi hann þá ekki sjá í þitt hjarta? En hvað hann vill gjöra það sér enginn og það óveður sem er fyrir höndum það merkir enginn maður og hann kann það margt að gjöra sem öngvan varir og hver kann út að mæla eða umbera þá hann dæmir? En svoddan hótan er langt frá augunum og þegar nokkur hirðulaus maður heyrir hana heldur hann samt á sinni villu og heimsku.