IIII.

Þegar nú sem Tóbías hugsaði að sín bæn væri heyrð, í svo máta að hann mundi deyja, kallar hann til sín son sinn, so til hans talandi: „Son minn elskulegur, heyr þú mín orð og hirð þau sem skrifuð í hjarta þínu. [

„Þegar Guð tekur í burt mína önd þá graf þú minn líkama. Og heiðra móður þína alla þína lífdaga. Hugsa þar upp á í þvílíkum háska hún stóð þá hún bar þig fyrir brjósti sér. og þegar hún er önduð grafðu hana hjá mér.

Og haf Guð fyrir augum þér alla þín lífdaga. Forðast þú að þú sért nokkurn tíma samþykkur í nokkri synd og gjörir á móti Guðs boði.

Af fjárhlutum þínum gjör þú ölmösur, hverf þér ekki frá nokkrum fátækum manni, so mun Guð miskunnsamlega aftur til þín líta. [ Sem þú mátt þá veittu hjálp nauðstöddum. Hafir þú mikið so veittu nóglega en ef þú hefur lítið so veittu þó af því litlu með trúu hjarta. Því að þú munt safna þér góðri aumbun í neyðinni. Því að ölmösur frelsa menn frá allri synd og dauða og lætur hann ekki í neyðinni. Ölmösan er traust mikið fyrir hinum hæðsta Guði.

Forðast þú, son minn, allra handa saurlífi og halt þig til öngrar annarrar utan alleina við þína húsfrú. [

Drambsemi láttu aldrei drottna, hvorki í þínu hjarta né í þínum orðum, því að hún er upphaf allrar glötunar.

Ef maður starfar eður vinnur fyrir þig gjald þeim skjótlega verðkaup og haltu ekki fyrir neinum manni verðskulduðum launum. Hvað þú vilt menn gjöri þér gjörðu það og öðrum.

Skiptu brauði þínu með hungruðum og hyl þá nöktu með klæðum þínum. [ Gef þú ölmösu af þínu brauði og víni yfir greftri réttlátra manna. Hirtu ekki að eta né drekka með syndugum. Leita alltíð ráða hjá hyggnum mönnum.

Og gjör alltíð þakkir Guði og bið hann að hann stýri þér og að þú eftir fylgir hans orði í öllu þínu uppsátri.

So og skaltu vita, son minn, að þá þú vart barn að aldri lánaði eg tíu pund silfurs einum manni þeim er Gabel heitir í borg Medorum Rages og hans handskrift hefi eg hjá mér. [ Og þar fyrir hugsaðu að finna hann og krefja slíks fjár og fá honum aftur sína handskrift.

Óttast ekki, son minn. Við erum fátækir en við munum mikið gott hafa ef við erum guðhræddir, forðunst syndir og gjörum gott.“