XXIX.

Á því tíunda árinu, þann tíunda daginn þess tólfta mánaðar, skeði orð Drottins til mín og sagði: [ Þú mannsins son, set þitt auglit á móti faraó kónginum í Egyptalandi og spáðu á móti hönum og í móti öllu Egyptalandi. [ Prédika og seg þú: Svo segir Drottinn Drottinn: Sjá, eg vil koma yfir þig, faraó kóngur Egyptalands, þú hinn mikli dreki sem liggur í þínu vatni og segir: [ „Vatsstraumurinn er minn og eg hefi gjört mér hann.“ En eg vil leggja þér einn bitil í munn og láta þá fiskana í þínu vatni loða á þínu hreistri og eg vil draga þig út af þínum vatsstraum með öllum þeim fiskunum í þínu vatni sem loða á þínu hreistri. Eg vil útkasta þér með þínum fiskum úr þínu vatni burt í eyðimörkina, á landi skaltu falla og ekki upp aftur lesinn né samansafnaður verða heldur skaltu verða dýrunum í landinu og fuglunum loftsins að tafni og allir þeir sem í Egyptalandi búa skulu formerkja að eg er Drottinn, fyrir það að þeir hafa verið Ísraels húsi einn reyrstafur hver eð brotnaði nær eð þeir héldu honum í hendinni og stakk þá í gegnum síðuna en nær eð þeir studdu sig þar við þá brast hann í sundur og stakk þá í mjaðmirnar.

Þar fyrir segir Drottinn Drottin so: Sjá þú, eg vil láta sverðið koma yfir þig og í burt svipta bæði mönnum og fénaði í þér. Og Egyptaland skal verða að einni eyðimörku og öræfum og þeir skulu formerkja að eg er Drottinn. Fyrir það að hann segir: „Vatsstraumurinn er minn og eg er sá sem hann gjörir.“ Þar fyrir sjá þú, eg vil til við þig og við þína vatsstrauma og eg vil gjöra Egyptaland að eyðimörku og óbyggðum, frá turninum til Síenne inn til landamerkjanna Blálands svo að þar skal hverki menn né fénaður inni ganga eða þar inni búa í fjörutígi ár. Því að eg vil gjöra Egyptaland í eyði og láta þess endimörk óbyggð vera og þá staðina í eyði liggja um fjörutígi ár svo sem aðra eyðistaði og eg vil útskúfa þeim egypskum á meðal þjóðanna og eg vil í burt tvístra þeim um löndin.

Þó segir Drottinn Drottinn so: [ Nær eð þau fjörutíu árin eru umliðin þá vil eg safna þeim egypskum til samans í burt frá þeim þjóðunum á meðal hverra þeir skulu útdreifðir verða og eg vil snúa herleiðingu þeirra egypskra og flytja þá inn aftur í landið Patrós hvert að er þeirra fósturland og þar skulu þeir vera eitt lítið kóngsríki. [ Þvi að þeir skulu vera litlir hjá öðrum kóngaríkjum og ekki meir drottna yfir heiðnum þjóðum. Og eg vil gjöra þá lítilsháttar so að þeir skulu ekki drottna yfir þjóðunum. So það Ísraels hús skal ekki meir treysta upp á þá og syndgast so þar með nær eð þeir halda með þeim. Og þeir skulu formerkja að eg er Drottinn Drottinn.

Og það bar svo til á því tuttugasta og sjöunda árinu, á þeim fyrsta deginum þess fyrsta mánaðarins að orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, Nabogodonosor kóngurinn af Babýlon hefur flutt sitt herlið fyrir Tyrus með mikilli armæðu so að allra höfuð eru hárlaus orðin og allra síður þreyttar og hans erfiðismunir fyrir Tyrus eru hverki honum né hans stríðsfólki launað.

Þar fyrir segir Drottinn Drottinn so: Sjá þú, eg vil gefa Nabogodonosor konunginum af Babýlon Egyptaland að hann skal í burt taka allt þeirra góss, ræna það og rupla, svo að hann launi þar með sínu herliði. En honum sjálfum vil eg gefa Egyptaland fyrir sína erfiðismuni sem hann hefur haft þar fyrir því að þeir hafa þjónað mér, segir Drottinn Drottinn.

Á þeim sama tíma vil eg láta það hornið hússins Ísrael vaxa og eg vil upplúka þínum munni á meðal þeirra og þeir skulu formerkja að eg er Drottinn.