VII.

Þá sagði kennimannahöfðinginn: „Eru þessu so vart?“ En hann sagði: [ „Þér menn, góðir bræður og feður, heyrið til:

Guð dýrðarinnar birtist föður vorum Abraham þá hann var enn í Mesopotamia áður fyrr en hann bjó í Haram og sagði til hans: Far þú út af þinni jörðu og í frá ættleifð þinni og far til þeirrar jarðar sem eg mun sýna þér. Þá gekk hann út af Chaldealandi og byggði til Haram. Og eftir á þá hans faðir var látinn flutti hann hingað yfir á þetta land í hverju þér byggið nú og gaf honum öngva arftöku þar inni og ekkert fótspor en hét þó að gefa honum það til eignar og hans sæði eftir hann þá hann hafði þó öngvan son. [

En so talaði Guð að hans sæði mundi útlægt verða á annarlegri jörðu og það þeir mundu þjá það í þrældómi og þvinga það illa í fjögur hundruð ára. [ Og þá þjóð sem þeir munu þjóna skal eg dæma, sagði Guð. Og eftir það munu þeir ganga út þaðan og þjóna mér í þessum stað, og gaf honum sáttmálann umskurðarins. Og hann gaf honum Ísaak og umskar hann á áttunda degi. En Ísaak gat Jakob en Jakob þá tólf forfeður.

Og forfeðurnir, hrærðir af öfund, seldu Jósef í Egyptaland. En Guð var með honum og frelsaði hann úr öllum hans harmkvælum og gaf honum náð og vísdóm í augliti faraó, konungsins af Egyptalandi. Og hann setti hann höfuðsmann yfir Egyptaland og yfir allt sitt hús.

Þar kom hungur og harmkvæli mikið yfir allt Egyptaland og Kanaansjörð og vorir feður fundu öngva fæðslu. [ En er Jakob heyrði að korn var á Egyptalandi sendi hann út í fyrstu feður vora. Og er hann sendi þá út í annað sinn varð Jósef þekktur af sínum bræðrum. Og pharaoni gjörðist kunnigt Jósefs slekti. En Jósef sendi út og lét sækja föður sinn Jakob og alla sína ættkvísl, fimm og sjötígir sálna. [ Jakob fór ofan til Egyptalands og er andaður, hann og feður vorir, og eru fluttir yfir um til Sichim og lagður í þá gröf sem Abraham keypti meður silfri af sonum Emor, sonar Sichim. [

En þá nálgast tók fyrirheitsins tími sá er Guð hafði svarið Abraham og sem fólkið upp og tók að aukast á Egyptalandi, allt þangað til að annar konungur kom sá er eigi vissi út af Jósef. Hann niðraði voru kyni og þjáði feður vora að þeir bæri út börn sín so þau lifðu eigi. Á þeim tíma fæddist Moyses og var Guði þekkur og var þrjá mánuði fóstraður í síns föðurs húsi. En er hann var útborinn tók hann upp dóttir pharaonis og ól sér upp fyrir son. Og Moyses varð menntur í allri speki egypskra manna og var voldugur í orðum sínum og verkum.

En þá hann var fjörutígir ára gamall sló honum í hjarta að finna bræður sína, Ísraelssonu. [ Og hann leit þann er órétt þoldi, stóð hann hjá honum og hefndi hans sem órétt þoldi og vó þann hinn egypska mann. En hann meinti að sínir bræður skyldu undirstanda það Guð mundi gefa þeim heill fyrir hans hönd. En þeir undirstóðu það ekki.

Og enn annars dags eftir kom hann til þeirra þar þeir voru að þrátta sín á milli og tók að semja frið meður þeim og sagði: [ Þér góðir menn eruð bræður. Fyrir hví gjörir hver yðar öðrum órétt? En sá er sínum náunga gjörði órétt skakaði honum frá sér og sagði: Hver setti þig höfðingja eður dómara yfir oss? Eða viltu drepa mig so sem þú drapst í gær hinn egypska mann? En Moyses flýði fyrir þeirri ræðu og gjörði sig útlendan á jörðu Madian hvar eð hann ól tvo sonu.

Og að fullkomnuðum fjörutígir árum birtist honum í eyðimörkinni á fjallinu Sínaí engill Drottins í eldsloga í rjóðrinu. En er Moyses sá það undraðist hann sýnina. Og er hann gekk til og vildi hyggja að kom rödd Drottins að honum og sagði: Eg em Guð feðra þinna, Guð Abrahams, Guð Ísaaks, Guð Jakobs. En Moyses varð óttasleginn og þorði eigi að að hyggja. En Drottinn sagði til hans: Leys þú af þér skóklæði fóta þinna því að sá staður þú stendur á er heilög jörð. Algjörlega hefi eg séð harmkvæli míns lýðs þess sem að er á Egyptalandi og þeirra kveinan hefi eg heyrt og eg em ofankominn þá að frelsa. Far nú hingað og mun eg senda þig til Egyptalands.

Þennan Moysen, hverjum þeir afneituðu og sögðu: [ Hver setti þig yfirmann og dómara? þann sama sendi Guð þeim til höfðingja og frelsara fyrir hönd engilsins þess er honum birtist í rjóðrinu. Þessi leiddi þá út gjörandi tákn og stórmerki á Egyptalandi og í Hafinu rauða, og so á eyðimörkinni í fjörutígir ár. Þessi er og sá Moyses sem sagði til Ísraelssona: [ Spámann mun Guð uppvekja yður af bræðrum yðar líkan mér. Honum skulu þér heyra.

Þessi er sá sem var á eyðimörku í samkundunni með englinum hver eð talaði við hann á fjallinu Sínaí og við feður vora. [ Þessi meðtók lífsins orð so að hann gæfi oss það hverjum að eigi vildu hlýða yðrir feður heldur skúfuðu þeir honum í frá sér og snerust í sínum hjörtum til Egyptalands, segjandi til Aarons: [ Gjör þú oss guði þá fyrir oss skulu ganga. Því að vér vitum eigi hvað út af þeim Moyses er orðið sem oss leiddi út af Egyptalandi, og gjörðu sér á þeim dögum kálf og offruðu honum skúrgoðafórnir og tóku að gleðjast af sínum handaverkum.

En Guð sneri sér frá þeim og gaf þá ofur so að þeir dýrkuðu himinsins herskap eftir því sem skrifað er í spámannabókinni: [ Hafi þér nokkurn tíma af Ísraels húsi í þau fjörutígir ára á eyðimörkunni offrað mér offri eður fórnum? Og þér meðtókuð tjaldbúð Móloks og himinteikn guðs yðars Remphan, þær myndir sem þér gjörðuð yður til á að kalla. Og eg mun útskúfa yður allt út yfir Babýlon.

Vorir feður höfðu vitnisburðarins tjaldbúð á eyðimörkinni so sem Guð hafði þeim fyrirskipað þá hann sagði til Moysen að hann skyldi hana gjöra eftir þeirri mynd er hann hafði séð. [ Hverja eð vorir forfeður meðtóku og fluttu hana meður Jósúa í það land er heiðingjar héldu, hverjum Guð útskúfaði af augsýn feðra vorra, allt til daga Davíðs her eð fann náð hjá Guði og bað að hann mætti tjaldbúð finna Guði Jakob. En Salómon byggði honum upp hús.

En sá Hinn hæðsti byggir eigi í þeim musterum er með höndum eru gjörð svo sem hann segir fyrir spámanninn: [ Himinninn er minn stóll en jörðin er skör minna fóta. Hvaða húsi vilji þér uppbyggja mér? segir Drottinn. Eður hver er staður minnar hvíldar? Hefur eigi mín hönd gjört allt þetta?

Þér harðsvíraðir og óumskornir í hjörtum og eyrum, þér standið jafnan í móti heilögum anda! [ So sem feður yðrir, líka einnin þér. Hvern spámanna hafa yðrir feður ei ofsótt og þá í hel slegið sem fyrirfram boðuðu tilkomu Ins réttláta? Hvers svikarar og morðingjar þér eruð nú orðnir. Þér sem hafið meðtekið lögmálið fyrir englanna tilskikkan og haldið eigi.“ Sem þeir heyrðu þetta skárust þeir í sínum hjörtum og nístu tönnum yfir honum. [ En með því hann var fullur af heilögum anda hóf hann upp sín augu til himins og sá Guðs dýrð og Jesúm standa til hægri handar Guði og sagði: [ „Sjáið, eg sé himnana opna og Mannsins son standa til Guðs hægri handar.“ En þeir kölluðu upp hárri röddu og samanluku sín eyru og gjörðu honum árás með einum samdrætti, hnepptu hann út af borginni og grýttu hann. [ En vottarnir lögðu sín klæði til fóta þess ungmennis er Saul hét og lömdu Stephanum grjóti. Hann kallaði upp og sagði:„Drottinn Jesús, meðtak þú minn anda.“ En hann kraup niður og kallaði hárri röddu: [„Drottinn, legg ei þeim til þessa synd!“ Og sem hann hafði það sagt sofnaði hann.