XVI.

Þá söng Júdít lofsöng þennan Drottni og sagði:

Leikið fyrir Drottni með bumbum og hljóðið fyrir honum með hljóðfærum. [ Syngið honum eina nýja vísu, verið glaðir og ákallið hans nafn.

Drottinn er sá sem hjálpa kann í bardaganum, Drottinn heitir hans nafn.

Hann berst fyrir sitt fólk so að hann frelsi oss frá öllum vorum óvinum.

Assúr kom af fjöllunum úr norðri með stórri magt, hans fjöldi huldi vatnið og hans hestar huldu landið.

Hann heitaðist við að uppbrenna mitt land og að slá í hel mitt kallmannalið, að burtflytja börn og jómfrúr.

En Drottinn sá almáttugi Guð hefur straffað hann og gaf hann í eins kvennmanns hendur.

Því að enginn karlmaður né stríðsmaður í hel sló hann og enginn risi kom við hann heldur Júdít Merarídóttir, hún felldi hann með sínum fríðleik.

Því að hún frá sér lagði sinn ekkjubúnað og ífærði sig í sín fegurðarklæði Ísraelsbörnum til gleði.

Hún smurði sig með forkostulegu vatni og sléttaði sín hár til að svíkja hann.

Hennar fögru skór forblinduðu hann, hennar vænleiki veiddi hans hjarta, en hún hjó af honum höfuðið.

So að þeim Persis og Medis ógnaði slíkt dirfskuverk og herlið þeirra Assyriis æpti þá mínir vesalingar komu fram sem voru þreyttir af þorsta.

Smásveinarnir í gegnum lögðu þá Assyriis og ráku þá á flótta so sem börn, þeir eru afmáðir af herliði Drottins Guðs míns.

Látum oss syngja einn nýjan söng Drottni vorum Guði.

Drottinn Guð, þú ert sá máttugi Guð sem stórverk verkar og enginn fær þér í móti staðið.

Allir hlutir skulu þjóna þér því hvað þú segir það hlýtur að ske og þá þú gefur nokkrum hughreysti það fær framgang og þínum orðum kann enginn mótstöðu að veita.

Fjöllin munu bifast og björgin bráðna so sem vax fyrir þér.

En þeim sem þig óttast þeim sýnir þú stóra náð. Því að allar fórnir og þeirra feiti eru mjög lítilsvert fyrir þér en að óttast Drottin, það er mikið.

Vei þeim heiðingjum sem ofsækja mitt fólk! Því að sá almáttugi Drottinn hefnir á þeim og vitjar þeirra á hefndartímanum.

Hann mun plága þeirra líkami með eldi og ormum og þeir munu brenna og gráta að eilífu.

Eftir þennan sigur sór allt fólk frá Betulia til Jerúsalem að tilbiðja Drottin og þeir hreinsuðu sig og offruðu brennioffrum og hvað þeir höfðu heitið. Og Júdít upphengdi í musterið öll vopn Holofernis og það sparlak sem hún hafði tekið af hans sæng að það skyldi vera bölvað fyrir Drottni eilíflega. Og lýðurinn var glaður í Jerúsalem hjá helgidóminum með Júdít þrjá mánuði í samt og héldu hátíð þessa sigurs. Þar eftir fór hver maður heim til sinna heimkynna.

Og Júdít kom aftur til Betulia og var mjög heiðruð í öllu Ísraelslandi. Og ei tók hún nokkurn mann eftir dauða síns fyrsta manns Manasses. Og hún varð mjög öldruð og var í síns manns húsi þangað til hún var hundrað og fimm ára gömul. Og sinni ambátt Abra gaf hún frelsi. Þar eftir andaðist hún í Betulia og var grafin hjá sínum manni Manasse. Og fólkið grét hana í sjö daga. Og öllum sínum fjárhlutum útskipti hún með ættmönnum síns bónda. Og á meðan hún lifði og langa tíma eftir það þorði enginn að reisa sig í móti Ísrael. Og þessarar sigurvinningar dagur verður hjá þeim Ebreis haldinn fyrir eina stóra hátíð og þeir halda hann helgan ævinlega.

Ending Júdítsbókar