IIII.

Og þú, mannsins son, tak þú einn tígulstein og legg hann fram fyrir þig og mála þar upp á borgina Jerúsalem. Og gjör þar herbúðir utan um kring og gjör þar eitt hervirki í kringum og bygg einn kastala þar utan um og graf þar einn virkisvegg í kringum og skipa þar fylkingum utan um kring og set þar vígvélar alla vegana í kringum hana. En þú, tak þér eina járnpönnu og lát það vara einn járnmúr á millum þín og borgarinnar og hef þitt andlit upp á móti henni og sit um hana. Það sama skal vera eitt teikn Ísraels húsi.

Þú skalt og leggja þig á þína hinu vinstri hlið og leggja þar upp á misgjörningana hússins Ísraels. So marga daga sem þú liggur á hinni sömu hlið so lengi þá skaltu bera þeirra misgjörðir. En eg vil gjöra þér þau árin þeirra misgjörninga að daga tölu, einkum sem eru þrjú hundruð og níutígir dagar, so lengi þá skaltu bera þær misgjörðirnar hússins Ísraels. Og nær eð þú hefur það fullkomnað þá skaltu leggja þig á þína hægri hlið og þú skalt bera misgjörðirnar hússins Júda í fjörutígi daga, það eg gef þér hér og einnin einn dag fyrir eitt ár.

Og vernda þínu andliti og þínum berum armlegg í gegn þeirri umsetinni Jerúsalem og spáðu á móti henni. Og sjá þú, eg vil leggja bönd á þig svo að þú skalt ekki kunna að snúa þér frá einni hliðinni til annarrar allt þangað til að þú hefur fullkomnað þína umsátursdaga. So tak nú til þín hveiti, bygg, baunir, grjón, hrísgrjón og rúgmjöl og legg þetta allt saman út í eitt ker og gjör þér svo mörg brauð þar út af sem þú skalt liggja dagana til á þína hlið svo að þú hafir til fæðu af þeim í þrjú hundruð og níutígi daga so að þinn matur skal vera tuttugu secel að þyngd sem þú skalt hvern dag eta. So mikils skaltu neyta í frá þeim einum tímanum til annars. Þú skalt og drekka vatn eftir skammti, sem að er hin sétta part út af hín, og það skaltu og einnin drekka frá einum tímanum til annars. Byggköku skaltu eta þá sem þú skalt steikja fyrir þeirra augum við mannaþrekk.“ Og Drottinn sagði: „Líka so skulu Ísraelsbörn eta sitt saurugt brauð á meðal heiðingjanna til hverra að eg hefi í burt rekið þá.“ En eg sagði: „Ó Drottinn Drottinn! Sjá þú, mín sála er nú enn ekki saurug orðin því að í frá barndómi mínum allt til þessa dags þá hefi eg enn ekki neitt hræ eður dýraslitur etið og aldreigi þá hefur þar enn neitt saurugt slátur komið í minn munn.“ Þá sagði hann til mín: „Sjá þú, eg vil leyfa þér að þú takir nautatað fyrir mannaþrekk og baka þitt brauð þar við.“ Og hann sagði til mín: „Þú mannsins son, sjá þú, eg vil í burt taka nægtina brauðsins í Jerúsalem svo að þeir skulu eta brauðið eftir vigt og með eymdarneyð og drekka vatnið af skammti og með eymdarneyð af því að þar skal þrjóta bæði brauð og vatn og hver skal harma með öðrum og vanmegnast svo í sínum misgjörningum.