V.

Og þú, mannsins son, tak þú eitt sverð það sem er so hvasst sem einn hárhnífur og drag það yfir þitt höfuð og hökuskegg og tak síðan eina metaskál og í sundur skiptu því svo þar með. Þann einn þriðjunginn skalt uppbrenna með eldi mitt í staðnum nær eð þeir umsátursdagarnir eru úti. Tak þann annan þriðjunginn og slá þú hann allt um kring með sverðinu. Þann seinasta þriðjunginn skaltu útdreifa í vindinn so það eg skuli rykkja út sverðinu eftir þeim. En þú, tak nokkuð lítið út af því og bitt það í kápublað þitt og tak þú síðan nokkuð af því og kasta því út á eldinn og uppbrenn það með eldi þar út af skal koma einn eldur yfir allt Ísraels hús.

Svo segir Drottinn: [ Það er Jerúsalem sem eg hefi sett á meðal heiðingjanna og það landið allt um kring hana. En hún umsneri mínu lögmáli í óguðlega lærdóma meir en heiðingjarnir og mínum réttindum meir en þau löndin sem þar liggja allt um kring hana., Því að þeir forleggja mitt lögmál og vilja ekki lifa eftir mínum réttindum. Þar fyrir segir Drottinn Drottinn svo: Fyrst að þér gjörið það frekara en heiðingjarnir sem eru í kringum yður og lifið ekki eftir mínum boðorðum og gjörið ekki eftir mínum réttindum heldur breyti þér eftir siðvenju heiðingjanna þeirra sem eru í kringum yður, þar fyrir segir Drottinn Drottinn svo:

Sjá þú, eg vil til við þig, eg vil og láta ganga réttinn yfir þig svo að heiðingjarnir skulu sjá upp á það. Og eg vil svo höndla við þig sem eg enn aldreigi gjörði og ekki héðan í frá gjöra mun fyrir allra þinna svívirðinga sakir. Svo að í þér skulu foreldrarnir eta sín eigin börn og börnin sína foreldra og eg vil láta svoddan réttarfar ganga yfir þig að allir þeir sem eftir blífa af þér þá skulu útdreifast í allar áttir vindanna. Þar fyrir, so sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn Drottinn, af því að þú hefur saurgað minn helgidóm með allsháttuðum svívirðingum og afguðum, fyrir það vil eg og í sundurslíta þig og mitt auga skal ekki vægja þér og ekki sjá aumur á þér. Þriðjungurinn út af þér skal deyja í drepsótt og af hungri að öngu verða og sá annar þriðjungur skal falla fyrir sverði allt í kringum þig og þann hinn síðasta þriðjunginn vil eg í sundur dreifa út í allar áttir vindanna og sverðinu útrykkja eftir þeim.

Svo skal mín reiði fullkomnast og mín heiftargrimmd framkvæmast yfir þeim að eg kunni so að hefna minnar svívirðingar. Og þeir skulu fornema það að eg, Drottinn, hefi talað þetta í minni vandlætingu nær að eg hefi útgjört mína grimmd viður þá. Eg vil setja þig til eins eyðibóls og til forsmánar fyrir þeim heiðingjunum sem eru í kringum þig fyrir allra þeirra augsýn sem þar ganga hjá. Og þú skalt verða ein háðung, forsmán, eftirdæmi, býsn og forundran fyrir öllum þeim heiðnjum þjóðum sem að eru í kringum þig þá nær að eg læt réttinn ganga yfir þig með ákefð, heift og hefndarreiði. Eg, Drottinn, segi það. Og nær að eg skýt þeim hungursins meinsemdar skeytum til þeirra sem skaðsamleg munu vera og eg skýt þeim út yður til fordjörfunar og læt so það hungrið allt jafnt magnast yfir yður og í burt svipti þeirri nægtinni brauðsins. Já, eg vil senda hungur og grimm villudýr á meðal yðar þau eð yður skulu gjöra barnlausa og þar skal geisa drepsótt og blóð á meðal þín og eg vil leiða sverðið yfir þig. Eg, Drottinn, hefi þetta talað.