LI.

Svo segir Drottinn: Sjá þú, eg vil uppvekja hvassan vind á móti Babýlon og á móti hennar innbyggjurum, þeim sem þig hafa sett á móti mér. [ Eg vil senda út þá eð vinsa til Babýlon sem hana skulu vinsa og hennar landi í burt sópa, þeir eð allavegana skulu vera í kringum hana á degi hennar ólukku. Því að hennar skyttur skulu ei skotið geta og hennar brynjaðir bardagamenn skulu eigi kunna að verja sig. So sparið nú ekki hennar yngismenn og drepið niður allt hennar herlið so að hinir í hel slegnu liggi drepnir í Chaldeislandi og þeir hinir í gegnum lögðu á hennar strætu. Því að Ísrael og Júda skulu eigi ekkjur látnir vera af þeirra Guði Drottni Sebaót því það landið þeirra annarra hefur mjög þunglega syndgast á móti Hinum heilaga í Ísrael. Flýið úr Babýlon so að hver bjargi sinni sálu so að þér fortapist ekki í hennar misgjörningi því að þetta er sá hefndartíminn Drottins, hann sem er endurgjaldarinn og hann vill endurgjalda henni.

Sá gullkaleikurinn í Babýlon sem alla veröldina hefur gjört drukkna, hann er í hendi Drottins, af hennar víni hafa drukkið allar heiðnar þjóðir, þar fyrir þá hafa allar þjóðir vorðið so galdar. [ Hversu skyndilegana það Babýlon er fallin og niðurbrotin! Æpið hátt yfir henni, takið einnin smyrsl til hennar sára ef að so kynni að ske að hún mætti enn læknuð verða. „Vér læknum Babýlon en hún vill ekki heilbrigð verða. Þar fyrir látum oss yfirgefa hana og förum hver til síns lands það hennar refsing tekur upp í himininn og nemur undir skýin. Drottinn hefur framflutt vora réttlæting, komið, látum oss upptelja þau dásemdarverkin Drottins Guðs vors til Síon.“

Já fægið skeytin og tilbúið skjölduna. Drottinn hefur upphvatt huginn þeirra konunganna af Meden því að hans hugsanir standa á móti Babýlon það hann vilji fordjarfa hana því að þetta er hefndin Drottins, hefndin hans musteris. Já setjið nú upp merkin á múrveggjunum í Babýlon, takið inn varðhödlin, setjið til vökumenn, tilbúið njósnina það Drottinn hugsar nokkuð og hann vill einnin framkvæma það sama sem hann hefur talað á móti þeim innbyggjurunum í Babýlon. Þú sem býr í hjá því hinu mikla vatninu og hefur stórar féhirslur, þín ending er komin og þín ágirnd er úti. Drottinn Sebaót hefur svarið so við sína sál: Eg vil fylla þig upp með menn líka sem að væri það [ kefer, þeir skulu kveða þér vísu.

Hann sem gjört hefur jörðina fyrir sinn kraft og tilbúið þá jarðarkringluna með sínum vísdómi og hann sem himininn hefur tilreitt so skikkanlega.

Nær eð hann lýstur reiðarþrumunni þá er þar nóglegt vatn undir himninum, hann uppdregur þokuna í frá jarðarinnar enda.

Hann gjörir eldingarnar í regninu og lætur vindinn koma úr leynilegum áttum.

Allir menn eru þussar í sinni [ visku og allir gullsmiðir standa skammaðir með sínar líkneskjur það þeirra afguðir eru svikræði og hafa ekki líf.

Það er ekki neitt utan hégómi og sviksamlegt verk, þeir skulu og fyrirfarast nær eð þeirra verður vitjað.

En hann er ei so sá sem Jakobs fésjóður er heldur er hann sá sem alla hluti skapar og Ísrael er sá stafurinn hans arfleifðar, hann heitir Drottinn Sebaót.

Þú ert minn hamar, mín hervopn. Fyrir þig hefi eg í sundurbrotið heiðnar þjóðir og kóngaríkin í eyðilagt. Eg vil í sundur slá þína víghesta og ríðandi menn, eg vil sundurbrjóta þína vagna og keyrisveina. Eg vil í sundur lemja þína karlmenn og konur, eg vil í sundur lemja þína öldunga og ungmenni. Eg vil í sundur lemja þína yngismenn og meyjar, eg vil í sundur lemja þína hirðara og hjörðina. Eg vil í sundur lemja þína kotkarla og þeirra ok, eg vil í sundur lemja þína höfðingja og herramenn. Því að eg vil endurgjalda Babýlon og öllum innbyggjurum þeirra Chaldeis alla þá þeirra illsku sem þeir hafa gjört í móti Síon fyrir yðar augsýn, segir Drottinn.

Sjá þú, eg vil til við þig, þú hið skaðsamlega fjall, þú sem fordjarfaðir alla veröldina, segir Drottinn. Eg vil útrétta mína hönd yfir þig og velta þér svo ofan af bjarginu og eg vil gjöra eitt uppbrennt bjarg af þér svo að þeir skulu ekki geta tekið einn hyrningarstein eður grundvallarstein út af þér heldur þá skaltu vera ein eilífleg eyðimörk, segir Drottinn.

Setjið upp merkin í landinu, blásið í herlúðrana á meðal heiðinna þjóða. Helgið hina heiðnu á móti henni, kallið á móti henni þau kóngaríkin, Ararat, Mení og Askenas. Tilsetjið höfuðsmenn á móti henni, hafið hestana upp hingað sem húrrandi kefer. Helgið hina heiðnu á móti henni, sem er konungana af Meden með sínum höfðingjum og herramönnum og öllum herrastéttunum þeirra landskapar so að landið skal bifa og skelfast við. Því að þær hugsanir Drottins skulu fullkomnaðar verða á móti Babýlon so að hann mun gjöra það landið Babýlonar að eyðimörku so að enginn skal þar inni búa.

Þær hetjurnar í Babýlon skulu ekki þora að draga út á vígvöllinn heldur munu þeir halda sig inni í sínum köstulum, þeirra hreysti er útgjörð og þeir eru vorðnir sem [ konur, þeirra bústaður er uppbrenndur og þeirra slagbrandar í sundurbrotnir. Hér hleypur einn, þar annar, hver móti öðrum og einn sendiboðinn mætir hér og þar hver öðrum að þeir kunngjöri það konunginum af Babýlon það hans staðir sé yfirunnir allt til enda og hafnirnar innteknar og sjávardíkin uppbrennd og bardagamennirnir duglausir vorðnir.

Því að so segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Dótturin Babýlon hún er líka sem eitt kornhlöðugólf nær eð þeir þreskja þar á, hennar kornskera skal snarlega koma. Nabogodonosor konungurinn í Babýlon hefur uppetið og fyrirkomið mér, hann hefur gjört eitt tómt ker af mér, hann uppsvelgdi mig sem einn dreki, hann uppfylldi sinn kvið af mínu besta, hann hefur útrekið mig. En nú mun koma yfir Babýlon þau óréttindin sem Babýlon gjörði mér og mínu holdi, segir hún sem byggir í Síon, og mitt blóð yfir þá innbyggjarana í Chaldeis, segir Jerúsalem.

Þar fyrir segir Drottinn so: Sjá þú, eg vil framfylgja þínu málefni og hefna þín. Eg vil uppþurrka hennar sjó og láta hennar vatsbrunna uppþorna. Og Babýlon skal verða að einnri grjóthrúgu og að drekabæli, að forundran og að blístran so að enginn skal búa þar inni. Allir skulu þeir grenja sem león og rymja hátt sem ung león. Eg vil setja þá í hjá með sinn drykk og vil gjöra þá [ drukkna so að þeir skulu glaðir vera og sofna eilíflegum svefni af hverjum þeir skulu aldreigi vakna, segir Drottinn. Eg vil leiða þá hér ofan af líka sem lömb til blóðtrogsins, so sem hrúta með kjarnhöfrum.

Hvernin er Sesak yfirunnin og þeir hinir frægustu í allri veröldunni eru so höndlaðir! [ Hvernin er Babýlon vorðin so til forundrunar meðal heiðinna þjóða! Sjávarhafið er gengið yfir Babýlon og hún er hulin af þeim fjöldanum bylgnanna þess hins sama. Hennar staðir eru í eyði lagðir og vorðnir að hrjóstri og óbyggðum, að því landi sem enginn býr inni og þar eð enginn maður gengur inni. Því að eg hefi vitjað þess Beels í Babýlon og dregið það út af hans kverkum sem hann hafði innsvelgt og þeir hinir heiðnu skulu ekki meir hlaupa til hans. Því að múrveggirnir í Babýlon eru einnin niðurfallnir.

Dragið út, mitt fólk, og bjargi hver sinni sálu frá þeirri grimmdarreiðinni Drottins. Yðart hjarta mætti annars blygðast við það og hræðslufullt verða af því herópinu sem þeir munu heyra í landinu. Því að á því árinu skal þar útganga eitt heróp og eftir það hið sama á því öðru árinu einnin ein hástynjan yfir ofríki í landinu og hver höfðinginn mun vera í móti öðrum.

Þar fyrir sjá þú, sá tími kemur að eg vil vitja afguðanna í Babýlon og allt hennar land skal verða til skammar og hennar í hel slegnu skulu liggja þar inni. Himinn og jörð og allt hvað þar er út í skal gleðja sig yfir Babýlon það hennar foreyðslumaður er kominn af norðrinu, segir Drottinn. Og líka sem Babýlon felldi þá hina í hel slegnu í Ísrael so skulu þeir hinir í hel slegnu felldir verða í Babýlon út í öllu landinu.

So farið nú burt, þér sem flúið hafið fyrir sverðinu, og tefjið ekki lengi, hugsið til Drottins í fjarlægu landi og látið Jerúsalem vera í yðru hjarta. Vér vorum skammaðir þá vér hlutum að heyra þá forsmán og skömmin huldi vort andlit þá eð hinir annarlegu komu yfir helgidóminn í húsi Drottins. Þar fyrir sjá þú, sá tími kemur, segir Drottinn, það eg vil vitja hennar afguða og þeir sem banvænir eru af sárum skulu stynja í öllu landinu. Og þó að Babýlon stígi upp í himininn og gjörði sér þar kastala í hæðunum þá skyldi þó foreyðslumaðurinn koma frá mér yfir hana, segir Drottinn.

Menn heyra hrópað í Babýlon og stóra eymd í Chaldeislandi það Drottinn foreyðir Babýlon, hann fordjarfar hana með so stóru herópi og háreysti það hennar bylgjur þær dynja so sem mikilla vatna. Því að foreyðslumaðurinn er kominn yfir Babýlon, hennar hreystimenn skulu herteknir verða, hennar bogar í sundur brotnir, það Guð Drottinn hefndarinnar endurgeldur henni. Eg vil gjöra hennar höfðingja og vísdómsmenn, yfirvaldsherra, höfuðsmenn og stríðsmenn drukkna so að þeir skulu sofna eilíflegum svefni af þeim þeir skulu aldreigi uppvakna, segir sá konungurinn sem heitir Drottinn Sebaót.

So segir Drottinn Sebaót: Þeir múrveggirnir hinnar miklu Babýlon skulu neðan til grafnir verða og hennar hin hávu port skulu með eldi upptendruð verða svo það erfiðið heiðinna þjóða skal til forgefins vera og það skal brennt verða sem fólkið uppbyggði með erfiðismunum.

Þetta eru þau orð sem Jeremias propheti bauð Seraja syni Nería sonar Maesea þá eð hann fór til Babiloniam með Zedechiam konunginum Júda á því fjórða árinu hans ríkisstjórnar. [ Og Seraja var einn friðsamlegur höfðingi. Og Jeremias hann skrifaði alla þessa ógæfu í eina bók sem koma skyldi yfir Babýlon, einkum sem eru þau orðin hver að skrifuð eru á móti Babýlon. Og Jeremisas sagði til Seraja: „Nær þú kemur til Babýlon þá sjá svo til að þú lesir öll þessi orð og seg þú so: Drottinn, þú hefur talað í gegn þessum stað að þú vildir afmá hann so að enginn skal búa þar inni, hverki menn né fénaður, heldur skal hann í eyði verða eilíflegana. Og nær eð þú hefur útlesið bókina þá bitt einn stein við hana og kasta henni so út í Euphrates og segðu so: Líka so skal Babýlon niðursökkt verða og ekki upp aftur koma frá þeirri ógæfunni sem eg vil leiða yfir hana heldur þá skal hún forganga.“ So langt hefur Jeremias talað.