CXXXIII.

Sálmur Davíðs í hákornum.

Sjá þú, hversu ágætt og elskulegt er það að bræðurnir [ búa hver við annan í góðu samþykki,

líka sem það dýrðarlega balsamum er, hvert eð af höfði Arons ofan rennur allt í hans skegg, það sem ofan þaðan flýtur á hans klæði,

svo sem að náttdöggin sú eð af Hermon fellur á fjallið Síon því að þar í þeim stað fyrirheitir Drottinn blessuninni og lífinu um aldur og að eilífu.