Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú til Arons og hans sona og allra Ísraelsbarna og seg þú til þeirra: Þetta er það sem Drottinn hefur boðið. Hvör af Ísraels húsi sem slátrar einum uxa eða lambi eða geitsauð í herbúðunum eða fyrir utan herbúðirnar og ber það ekki fram fyrir vitnisburðarins tjaldbúðardyr að það sé borið Drottni til offurs fyrir tjaldbúð Drottins, hann skal vera [ blóðsekur, svo sem sá að úthellt hefur blóði, og slíkur maður skal afmáður verða frá sínu fólki.

Þar fyrir skulu Ísraelssynir færa sínar fórnir þær sem þeir vilja færa úti á víðum völlum fram fyrir Drottin fyrir vitnisburðar búðardyrnar til prestsins og þar skulu þeir offra Drottni þakkoffur. Og presturinn skal stökkva blóðinu á altari Drottins fyrir utan vitnisburðar tjaldbúðarinnar dyr og upptendra það feita Drottni til eins sæts ilms. Og þeir skulu í öngvan máta héðan af færa djöflinum þeirra fórnir, með hvörjum þeir hafa framið sínar hóranir. Þetta skal vera þeim ein eilíf skikkan hjá þeirra eftirkomendum. Þar fyrir skaltu segja til þeirra: Hvör maður af Ísraels húsi eða útlendingur á meðal yðar sem færir fórn eða brennioffur og ber það ekki fram fyrir vitnisburðartjaldbúðina til að gjöra það Drottni, hann skal upprætast frá sínu fólki.

Og hvör maður sem nokkuð blóð etur, hvort heldur hann er af Ísraels húsi eða er eirn framandi á meðal yðar, í gegn honum vil ég setja mitt andlit og fyrirkoma honum frá sínu fólki. [ Því að lífið líkamans er í blóðinu og ég hef gefið yður það til altaris, að yðar sálir skulu þar með forlíkast. Því að blóðið er forlíkunin fyrir lífið. Þar fyrir hefi ég sagt til Ísraelssona: Engin sál skal eta blóð á meðal yðar og eigi heldur nokkur framandi maður sem býr á meðal yðar.

Og hvör sá maður sem veiðir eitt dýr eða eirn fugl sem mann má eta, hvort heldur hann er af Ísraels húsi eða framandi á meðal yðar, þá skal hann úthella blóðinu af því og hylja það með jörðu. [ Því líf líkamans er blóðið so lengi sem hann lifir. Og ég hefi sagt til Ísraelssona: Þér skuluð ekki eta blóðið af því sem hefur líf, það lífið líkamans er í hans blóði. Hvör það etur, hann skal upprykkjast. Og hvör sál sem etur nokkuð hræ eða það sem slitið er af dýrum, hvort hann er heldur innbyggjari eða framandi, hann skal þvo sín klæði og baða sig í vatni og vera óhreinn til kvelds, þá verður hann hreinn. Þvoi hann ekki sín klæði og baðar sig ekki þá skal hann vera sakaður í sínum misgjörningi.“