IIII.

Heyrið Drottins orð, þér Ísraelsbörn, því að Drottinn hefur yrkisefni til að ávíta landsins innbyggjara. [ Því að þar er engin trú, enginn kærleiki, ekkert [ Guðs orð í landinu heldur guðlastan, lygar, morð, þjófnaður og hórdómur hafa yfirmagt fengið og ein blóðskuld kemur eftir aðra. Því skal landið standa aumlega og þess innbyggjurum skal öllum illa vegna því dýrin á mörkinni og fuglarnir í loftinu og fiskarnir í hafinu skulu burt teknir verða.

Þó þora menn hverki að ávíta né nokkurn að straffa. Því að þitt fólk er svo sem þeir eð straffa prestana. Því skaltu falla á deginum og spámaðurinn skal falla á nóttinni hjá þér. Svo vil eg dæma þína móður héðan.

Mitt fólk er í burt sökum þess það vill ekki læra. Og fyrst þú burt kastaðir Guðs orði þar fyrir vil eg og burt kasta þér að þú skalt ekki vera minn prestur. Þú forgleymir Guðs þíns lögmáli, þar fyrir vil eg og forgleyma þínum börnum. Þess fleiri þau verða þess meir syndgast þau í móti mér. Þar fyrir vil eg og gjöra þeirra æru til skammar. Þau upp eta syndoffur míns fólks og hafa girnd til þeirra synda. Þar fyrir skal það ganga fólkinu líka sem prestunum því eg vil heimvitja þeirra gjörninga og launa þeim sem þeir forþéna. Þeir skulu eta og ekki verða mettir, þeir fremja hórdóma og það skal ekki lukkast þeim því þeir forlétu Drottin og sinntu honum ekki.

Hórdómar, vín og drykkur gjörir menn galda. Mitt fólk gengur til spurninga við sitt tré og þess stafur skal prédika fyrir því. Því að hórunarandi villir þá að þeir fremja hór í móti sínum Guði. Þeir fórnfæra upp á fjöllunum og gjöra reykelsi á hæðunum undir eikinni, lindinni og beykitrénu það þau hafa fínan skugga. Þar fyrir skulu og so yðar dætur vera hórur og yðrar brúðir hórkonur. Og eg vil ekki afstýra því á yðar dætur og brúðir eru skammaðar og að hórum orðnar fyrst þér uppsetjið aðra guðsþjónkan með hórum og offur með skækjum. Því þetta heimska fólk vill vera slegið.

En viltu, Ísrael, hórdóm drýgja þá syndga ekki þú Júda. Gangið ei burt til Gilgal og komið ekki upp til Bet Aven og sverjið ekki „Svo sannarlega sem Drottinn lifir“. Því Ísrael hleypur sem galin kýr, so skal og Drottinn láta hana fóðrast sem eitt lamb það villt hleypur. Því Efraím hefur gefið sig til afguðanna, so lát hann fara í burt. Þeir hafa gefið sig til ofneyslu og hóruskapar og þeirra herrar hafa þar lyst til að þeir uppreisa skammir. Vindurinn skal í burt dreifa þeim bundnum með sínum vængjum og þeir skulu verða til skammar með þeirra offri.