Þú skalt og gjöra eitt altari af trjám setím, fimm álna langt og breitt, jafnt á fjóra vegu, og þriggja álna hátt. [ Þú skalt og gjöra hörn upp af þeim öllum fjórum hyrningum altarisins og slá hornin með kopar utan. Gjör og katla að láta í öskuna, sleifar, munlaugar, matkróka, eldpönnur, öll þessi verkfæri skalt þú gjöra af kopar. Þú skalt og gjöra kopargrind þar fyrir so sem eitt net og gjör fjóra koparhringa í þau fjögur horn þar á. Og þú skalt gjöra hana neðan um kring á altarinu að grindurnar taki mitt uppí altarið. Og þú skalt gjöra stengur til altarisins af trjám setím og slá þær utan um með messing. Og þú skalt stinga stöngunum í hringana so að stengurnar megi vera á báðar síður við altarið að bera það með. Þú skalt og gjöra það af fjölum so það sé holt innan so sem þér var áður sagt á fjallinu.

Þú skalt og gjöra eirn garð um tjaldbúðina. [ Það skulu vera langtjöld af hvítu tvinnuðu silki, hundrað álna langt á þá syðri síðu, og tuttugu stólpa skalt þú gjöra á tuttugu koparfótum og þeirra knappa með laufverk af silfri. Þar skal og vera eitt langtjald á nyrðri síðu, hundrað álna langt, tuttugu sólpar á tuttugu koparfótum og þeirra hnappar með laufverki af silfri. En á þeirri vestri síðu skal garðsins lengd vera fimmtygu álnir, með tíu stólpum og tíu fótum. En á þá austursíðu skal garðurinn vera fimmtygir álna langur, so að langtjöldin hafi fimmtyi álnir á þá eina síðu, þar til þrjá stólpa á þrimur fótum, og líka fimmtán álna á þá aðra síðu, þar til þrjá stólpa á þrimur fótum.

Í inngöngu tjaldbúðargarðsins skal vera eirn dúkur tuttugu álna langur, saumaður með gulu silki, skarlati og purpura og hvítu tvinnuðu silki, og þar til fjórir stólpar á sínum fjórum fótum. Allir stólparnir í kringum tjaldbúðargarðinn skulu hafa silfurhringa og silfurhnappa og koparfætur. Og tjaldbúðargarðurinn skal vera hundrað álna langur og fimmtygu álna breiður og fimm álna hár, af hvítu tvinnuðu silki. Og fæturnir skulu vera af kopar. Öll tjaldbúðarinnar verkfæri til allsháttaðar þjónustugjörðar og allir hennar naglar og allir tjdlabúðargarðsins hælar skulu vera af kopar.

Bjóð Íraelissonum að þeir beri þér það allra skærasta og klárasta viðsmjör sem þeir fá kunna af viðsmjörviðartrjám sem er vel skekið til að láta í lampana á ljósastikunni alltíð í vinisburðartjaldbúðinni, fyrir framan tjaldið það sem hangir fyrir vitnisburðinum. [

Og Aron og hans synir skulu tilreiða þá fyrir Drottni bæði morna og kvöld. Og það skal vera ein eilíf skikkan hjá yður og yðar eftirkomendum á meðal Ísraelssona.