CXXI.

Lofsöngur í hákornum.

Mín augu hef eg up til fjallanna hvaðan það mér kemur hjálpin.

Mitt fullting kemur af Drottni, þeim sem gjört hefur himin og jörð.

Þinn fót mun hann ei skeika láta og sá eð þig varðveitir hann sefur ekki.

Sjá þú, sá hver eð varðveitir Ísrael hann sefur ekki og ei syfjar hann.

Drottinn hann varðveitir þig, Drottinn er þinn skuggi yfir þinni hægri hendi

svo það sólin brenni þig ekki á daginn, eigi heldur tunglið á náttarþelinu.

Drottinn hann varðveiti þig í frá öllu illu, hann varðveiti þína sálu.

Drottinn hann varðveiti þína útgöngu og inngöngu nú héðan í frá og að eilífu.