II. Paralipomenon

Sú aunnur Kroníkubókin

I.

Og Salómon son Davíðs styrktist í sínu ríki og Drottinn hans Guð var með honum og miklaði hann meir og meir. [ Þá talaði Salómon við allan Ísrael og við höfuðsmennina yfir þúsund og hundrað, við dómendur og alla höfðingja í Ísrael og þá æðstu feður að þeir færi af stað, Salómon og allur mannsöfnuðurinn með honum, til þeirra hæðar sem var í Gíbeon. Því þar var Guðs vitnisburðartjaldbúð hverja Móses Guðs þénari hafði gjört í eyðimörku. [ Því Davíð hafði flutt Guðs örk upp frá Kirjat Jearím þangað sem hann hafði búið um hana því hann hafði uppreist eina tjaldbúð til hennar í Jerúsalem. En það koparaltari sem Besaleel son Úrí, sonar Húr, gjört hafði, það var þar fyrir tjaldbúð Drottins. Og Salómon og allur söfnuðurinn plagaði að sækja þangað. Og Salómon offraði yfir það koparaltari fyri Drottni sem stóð fyrir sáttmálstjaldbúðinni þúsund brennifórnum.

Á þeirri sömu nótt birtist Guð Salómoni og sagði til hans: [ „Bið þú mig þess sem þú vilt að eg gefi þér.“ Salómon svaraði Guði: „Þú hefur veitt mikla miskunnsemi mínum föður Davíð og þú hefur sett mig til kóngs í hans stað. Svo lát nú, Drottinn Guð, þín orð verða að sannindum sem þú sagðir til míns föðurs Davíðs. Því að þú hefur sett mig til kóngs yfir þitt fólk sem so margt er sem duft á jörðu. Gef mér nú þar fyrir visku og skilning so eg kunni að ganga út og inn fyrir þessu fólki. Því hver kann að dæma þetta þitt hið mikla fólk?“

Þá sagði Guð til Salómon: [ „Sökum þess að þú hefur þetta í sinni og baðst ei um ríkdóm, eigi heldur um auðæfi eður dýrð eður um líf þinna óvina eður um langa lífdaga heldur baðst þú um visku og skilning svo þú megir dæma mitt fólk yfir hvert eg hefi sett þig til eins kóngs, svo sé nú þér gefin viska og skilningur. Þar til með vil eg gefa þér ríkdóm, auðæfi og dýrð að þinn líki skal eigi verið hafa á meðal kónganna fyrir þig og eigi heldur mun vera eftir þig.“ [ Eftir það kom Salómon frá þeirri hæð sem var í Gíbeon til Jerúsalem, frá sáttmálans tjaldbúð, og ríkti yfir Ísrael.

Og Salómon safnaði sér vögnum og riddörum so að hann fékk þúsund og fjögur hundruð vagna og tólf þúsund riddara og lét þá vera í vagnastöðunum og hjá kónginum í Jerúsalem. [ Og Salómon gjörði það að svo var mikið gull og silfur í Jerúsalem sem steinar og sedrusviður svo sem mórbertré á mörkunum. Og Salómon kóngi fluttust hestar af Egyptalandi og allsháttuð vara. Og kóngsins kaupmenn keyptu þessa vöru og fluttu hana út af Egyptalandi, já einn vagn fyrir sex hundruð silfurpeninga, einn hest fyrir hundrað og fimmtígi. So færðu þeir og til allra Hethiters kónga og til kónganna í Syria.