XXVI.

Þeir af Síf komu til Saul í Gíbea og sögðu: [ „Mun Davíð ekki leynast á Hakílahæðum gagnvart eyðimörku?“ Sem Saul heyrði þetta brá hann strax við og fór þangað og þrjár þúsundir ungra manna af Ísrael með honum að leita eftir Davíð í eyðimörku Síf og hann setti herbúðir á Hakílahæðum sem að liggur gegnt eyðimörkinni hjá veginum. En Davíð var í eyðimörkinni. Og er hann sá að Saul kom eftir honum í eyðimörkina útsendi hann njósnarmenn. Hann frétti þá að Saul var vissulega kominn.

Og Davíð tók sig upp og kom að þeim stað sem Saul hafði sett sínar tjaldbúðir og sá hvar Saul lá og hans hershöfðingi Abner son Ner því Saul lá í vagnborg undir berum himni og stríðsfólkið í kringum hann. Þá svaraði Davíð og sagði til Ahímelek Hetiter og til Abísaí sonar Serúja, bróðir Jóab: „Hver vill fara með mér ofan að herbúðum Saul?“ Abísaí svaraði: „Eg vil fara með þér ofan þangað.“

So kom Davíð og Abísaí til fólksins um nóttina. Og sjá, Saul lá og svaf í einni vagnborg og hans spjót stóð í jörðu við hans höfuð en Abner og herinn lá í kringum hann.

Þá sagði Abísaí til Davíðs: „Nú hefur Guð á þessum degi gefið þinn óvin í þína hönd. Því vil eg nú leggja í gegnum hann spjótinu einu sinni svo að hann skal ekki þurfa meira.“ Davíð sagði til Abísaí: „Drep þú hann ekki því hver vill leggja hendur á þann smurða Drottins og vera óhegndur?“ [ Og enn mælti Davíð: „Svo sannarlega sem Drottin lifir: Ef sjálfur Drottinn slær hann ekki elligar hans tími kemur að hann skal deyja eða hann drægi í stríð og fellur þar þá forði Drottinn mér því að eg leggi mína hönd á Krist Drottins. Svo tak nú spjótið það sem stendur að höfði honum og vatnkerið og förum burt.“ Svo tók Davíð spjótið og vatnkerið það sem stóð að höfði Saul og gekk í burt og þar var enginn sem þetta sá eður yrði var við né vaknaði heldur sváfu þeir allir. Því að fastur svefn af Drottni var yfir þá alla fallinn.

Og sem Davíð var nú kominn yfir um á hina síðu gekk hann langt burt á hæð nokkra so að þar var langt á millum þeirra. Þá kallaði Davíð til fólksins og til Abner sonar Ner og sagði: „Heyrir þú ekki, Abner?“ Abner svaraði og sagði: „Hver ert þú að þú ónáðar kónginn?“ Davíð svaraði Abner: „Ert þú ekki maður? Og hver er þinn jafningi í Ísrael? Því hefur þú ekki betur geymt þíns herra kóngs? Því þar gekk inn einn af fólkinu að drepa þinn herra og kóng. Nú hefur þú víst ei vel gjört. Svo sannlega sem Drottinn lifir: Þér eruð dauðans synir að þér hafið ekki varðveitt yðarn herra þann smurða Drottins. Sjá þú nú, hér er kóngsins spjót og það vatnker sem var hjá hans höfði.“

Þá kenndi Saul Davíðs rödd og sagði: „Davíð, minn son, er það ekki þín rödd?“ Davíð sagði: „Það er mín rödd, minn herra kóngur.“ Og hann talaði enn framar: „Fyrir hverja skuld ofsækir þú so þinn þénara? Hvað hefi eg gjört og hvað er vont í mínum höndum? So heyr nú, minn herra kóngur, orð þíns þénara. Ef Drottinn hvetur þig í mót mér þá lát upptendra eitt matoffur. En ef það gjöra mannasynir þá sé þeir bölvaðir af Drottni að þeir vilja útreka mig á þessum degi að eg má ekki búa í erfð Drottins og þeir segja: [ Far burt og þjóna þú öðrum guðum. Svo falli nú ei mitt blóð á jörð fyrir augliti Drottins því að Ísraels kóngur er útdreginn að leita eftir einni fló eða so sem þá veiðimenn elta rjúpu á fjöllum.“

Þá svaraði Saul: [ „Eg hefi misgjört. Kom aftur til mín, minn son Davíð, héðan í frá vil eg ekki illt gjöra þér af því að nú í dag var mitt líf dýrlegt í þínu augliti. Sjá, eg hefi gjört fávíslega og mjög óforsjálega.“ Davíð svaraði og sagði: „Sjáið, hér er kóngsins spjót, fari einn af smásveinum yfir hingað að sækja það. En Drottinn mun bitala sérhverjum eftir sinni réttvísi og sinni trú. Því Drottinn gaf þig í dag í mínar hendur en eg vilda ekki leggja mína hönd á Krist Drottins. Og svo sem þitt líf var miklað í dag fyrir mínum augum svo sé og mín sál mikluð í augliti Drottins og frelsi hann mig af öllum mótgangi.“ Saul sagði til Davíðs: „Blessaður sértu, minn son Davíð, þú munt það gjöra og fullkomna það.“ Eftir þetta gekk Davíð sína leið en Saul sneri aftur í sinn stað.