XXVI.

Í upphafi ríkisstjórnar Jóakíms sonar Jósía konungsins Júda skeði þetta orð af Drottni og sagði: So segir Drottinn: Gakk þú í fordyrnar á húsi Drottins og prédika fyrir öllum stöðunum Júda sem þar innganga að tilbiðja í húsi Drottins öll þau orð sem eg hefi boðið þér að segja þeim og tak ekki neitt undan, ef svo verða mætti að þeir vildu það heyra og snúa sér, hver og einn í burt frá sínu vondu athæfi so að mig mtæti og einnin angra þær meinsemdir sem eg þenki þeim að gjöra fyrir þeirra vondslegs athæfis sakir. Og seg þú til þeirra: So segir Drottinn: Ef þér viljið ekki mér hlýða svo að þér gangið í mínu lögmáli, því sem eg hefi lagt yður fyrir, og að þér heyrið orðin minna þénara prophetanna, þá sem eg hefi alla tíma til yðar sent og þér vilduð þó ekki heyra, því vil eg so gjöra við þetta hús so sem við Síló og gjöra þennan stað öllum heiðingjum á jörðu til bölvanar.

Þá eð nú prestarnir, prophetarnir og allt fólkið heyrðu Jeremiam þá hann talaði soddan orð í húsi Drottins og er Jeremias hafði endað allt hvað Drottinn hafði boðið honum að segja öllu fólki þá gripu prestarnir og prophetarnir hann og allt fólkið og sögðu: „Þú hlýtur að deyja. Hvar fyrir dirfist þú að spá í nafni Drottins og segja: Það skal ganga þessu húsi so sem Síló og þessi borg skal foreydd verða so að enginn skal þar inni búa?“ Og allt fólkið safnaðist til samans í húsi Drottins í gegn Jeremia.

Þá eð höfðingjarnir Júda heyrðu þetta gengu þeir út af konungsins húsi upp í hús Drottins og settu sig niður fyrir þeim nýju dyrunum Drottins. Og prestarnir og prophetarnir sögðu fyrir höfðingjunum og öllu fólki: „Þessi er dauðaverður það hann hefur spáð móti þessum stað sem þér hafið heyrt með yðar eyrum.“

En Jeremias sagði til allra höfðingjanna og til alls fólksins: „Drottinn hefur sent mig að eg skylda spá á móti þessu húsi og móti þessum stað allt það sem þér heyrðuð. Þar fyrir þá forbetrið yðar athæfi og breytni og hlýði raustinni Drottins Guðs yðars, so mun og Drottinn iðrast þeirrar meinsemdarinnar sem hann hefur talað á móti yður. Sjá þú, eg er í yðar höndum, þér megið gjöra til við mig hvað yður líkar. [ Þó skulu þér vita: Ef þér líflátið mig þá munu þér úthella saklausu blóði yfir yður sjálfa, yfir þennan stað og hans innbyggjara. Því að sannarlega hefur Drottinn sent mig til yðar að eg skyldi tala þetta allt fyrir yðar eyrum.“

Þá sögðu höfðingjarnir og allt fólkið til prestanna og prophetanna: „Þessi er ekki dauða verður því hann hefur talað til vor í nafni Drottins Guðs vors.“

Og nokkrir af öldungum landsins stóðu upp og sögðu til alls mannfjöldans: [ „Á dögum Ezechia konungsins Júda var hér sá propheti Míkeas af Maresa og hann sagði til alls fólksins Júda: So segir Drottinn Sebaót: Síon skal plægjast sem annar akur og Jerúsalem skal vera sem önnur grjóthrúga og það fjallið sem húsið Drottins er á skal verða að eyðiskógi. En þó lét Ezechias konungur og allt Júda ekki þar fyrir að heldur lífláta hann. Já, þeir óttuðust miklu framar Drottin og tilbáðu fyrir Drottni. Þá iðraðist einnin Drottin þess hins vonda sem hann hafði talað á móti þeim. Þar fyrir gjörum vér mjög illa á móti vorum sálum.“

Þar var og enn annar sem spáði í nafni Drottins, Úría Semjason af Kirjat Jearím. [ Hann spáði í gegn þessum stað og gegn þessu landi líka sem Jeremias. En þá eð konungurinn Jóakím og allir hans magtarmenn og höfðingjar heyrðu hans orð þá vildi konungurinn láta drepa hann. Og er Úría spurði það hræddist hann og flýði undan, fór burt í Egyptaland. En kóngurinn Jóakím sendi menn eftir honum til Egyptalands, Elnatan Akbórsson og aðra fleiri með hönum, þeir fluttu hann af Egyptalandi og færðu hann kónginum Jóakím en hann lét aflífa hann með sverði og lét síðan jarða hans líkama í hjá alþýðufólki.

Svo var hönd Ahíkam Safanssonar með Jeremia so að hann kom ei í fólksins hendur að það í hel slægi hann. [