C.

Einn þakklætissálmur.

Syngið hátt lof Drottni, öll veröldin, þjónið Drottni með fögnuði,

komið fyri hans ásján með glaðværi.

Meðkenni það Drottinn er Guð, hann hefur gjört oss og ekki sjálfir vér, sér til fólks og til sauða sinnar hjarðar.

Gangið inn um hans borgarhlið með þakkargjörð og um hans fordyri með lofsöngvum, þakkið honum, lofið hans nafn,

þvði að Drottinn hann er ljúfur og hans miskunnsemi varir eilíflegana og hans sannleikur um aldur og ævi.