XXXIX.

Og þú mannsins son, spáðu móti Góg og segðu: [ So segir Drottinn Drottinn: Sjá þú, eg vil til við þig, Góg, þú sem ert hinn æðsti höfðingi í Mesek og Túbal. Sjá þú, eg vil um kring snúa þér og lokka og eg vil útflytja þig í frá þeim endimörkunum mót norðrinu og láta þig koma upp á Ísraelsfjöll. Og eg vil slá bogann úr þinni vinstri hendi og í burt fleygja skeytunum af þinni hægri hendi. Þú skalt á Ísraelsfjöllum niður við velli lagður verða, þú með öllu þínu herliði og með þínu fólki sem er með þér. Og eg vil gefa þig fuglunum hvaðan sem þeir koma fljúgandi og þeim dýrunum á mörkinni til að uppsvelgja þig. Þú skalt við velli niður lagður liggja því að eg, Drottinn Drottinn, hefi sagt þetta.

Og eg vil útausa eldi yfir Magóg og yfir þá sem ugglausir búa í eyjunum og þeir skulu formerkja að eg er Drottinn. Því að eg vil kunnigt gjöra mitt hið heilaga nafn á meðal míns fólks Ísraels og eg vil ekki lengur láta mitt hið heilaga nafn vanvirt vera heldur skulu hinir heiðnu formerkja að eg sé sá Hinn heilagi í Ísrael. Sjá þú, þetta er þegar komið og skeð, segir Drottinn Drottinn, þetta er sá dagurinn um hvern eg hefi talað.

Og þeir innnbyggjararnir í stöðunum Ísraels skulu ganga út og kynda eld og brenna upp vopnin, skjölduna, buklarana, bogana, örvarnar, stríðshamrana og þau löngu spjótin og í sjö ár skulu þeir þar af hafa nógan eldivið so að þeir skulu ekki þurfa að sækja sér viðinn á merkurnar eður höggva hann í skógunum heldur skulu þeir kynda eldana með vopnunum. Og þeir skulu ræna þá af hverjum þeir voru ræntir og taka af þeim sem í frá þeim höfðu tekið, segir Drottinn Drottinn.

Og það skal ske á þeim tíma þá vil eg gefa Góg einn legstað í Ísrael sem er sá dalurinn þar gengið er til sjávarins mót austrinu svo að þeir sem þar ganga fram skulu [ forðast þann staðinn, þar fyrir að þeir hafa þar jarðað Góg með sínum mannfjölda og það skal því kallast [ Gógsmúgadalur. En Ísraels hús skal jarða þá um sjö mánaði svo að landið megi hreinsað verða. Já allt fólkið í landinu skal nóg hafa að gjöra að jarða þá og þeir munu nafnfrægir verða fyrir það að eg auglýsti á þeim degi mína dýrð, segir Drottinn Drottinn.

Og þeir munu kjósa þar menn til sem með jafnaði skulu fara um kring í landinu og þeir sem grafa hina dauðu meður þeim til að jarða þá sem eftir eru orðnir í landinu svo að það verði hreinsað aftur, eftir sjö mánaði skulu þeir rannsaka. Og þeir hinir sem fara um kring í landinu og fái þeir að sjá í nokkrum stað eitthvert mannsbein þá munu þeir setja þar eitt merki upp hjá þangað til að þeir sem jarða hina dauðu grafa það einnin í Gógsmúgadal. Síðan skal sá staður kallast [ Hamóna. Þannin munu þeir hreinsa landið.

Nú þú mannsins son, so segir Drottinn Drottinn: Seg þú öllum fuglunum hvaðan sem þeir fljúga og öllum dýrunum á mörkinni: Safnið yður til samans og komið hingað! Rennið alla vegana að og komið til samans, til míns slátrunaroffurs sem eg slátra yður, eitt mikið slátrunaroffur á Ísraelsfjöllum, og etið kjötið og drekkið blóðið! Þér skuluð eta kjötið hinna öflugu og þér skuluð drekka blóðið höfðingjanna á jörðunni, hrútanna, lambanna og hafranna, uxanna, sem allir saman eru feitir og vel aldir. Og þér skuluð eta það hið feita so að þér skuluð saddir verða og drekka blóðið so að þér skuluð verða drukknir af því slátrunaröffrinu sem eg slátra yður. Mettið yður nú við mitt borð af hestum og ríðandi mönnum, af þeim öflugu og allsháttuðu stríðsfólki, segir Drottinn Drottinn.

Og eg vil koma minni dýrð á meðal heiðinna þjóða so að allir heiðingjarnir skulu sjá minn dóm sem eg hefi látið ganga og mína hönd sem eg hefi lagt á þá, og so einnin skal Ísraels hús formerkja að eg er Drottinn þeirra Guð í frá þeim degi og æ síðan framleiðis. Og heiðingjarnir skulu formerkja hvernin það Ísraels hús er í burt flutt fyrir sinna illgjörða sakir og það eð þeir hafa syndgast á móti mér. Þar fyri hefi eg byrgt mitt auglit fyrir þeim og hefi gefið þá í hendur sinna mótstöðumanna svo að þeir allir saman skulu falla fyrir sverði. Eg gjörða við þá líka so sem þeirra syndir og illgjörðir höfðu verðskuldað og byrgði mitt auglit fyrir þeim.

Þar fyrir segir Drottinn Drottinn so: Nú vil eg snúa herleiðingunni Jakobs og líknsamur vera öllu Ísraels húsi og vandlæta um mitt hið heilaga nafn. En þeir munu bera sína forsmán og allar sínar syndir með hverjum þeir hafa syndgast á móti mér nær eð þeir búa ugglausir í sínu landi að enginn muni skelfa þá. Og nær eð eg hefi sótt þá aftur í frá því fólkinu og samansafnað þeim igen af sinna óvina landi og nær að eg verð helgaður af þeim fyrir augsýn margra heiðinna þjóða þá skulu þeir það formerkja að eg er Drottinn þeirra Guð sem lét í burt flytja þá á meðal heiðinna þjóða og hefi samansafnað þeim aftur í þeirra land og látið ekki einn af þeim þar eftir verða. Og eg vil ekki meir byrgja mitt andlit fyrir þeim því að eg hefi úthellt mínum anda yfir Ísraels hús, segir Drottinn Drottinn.