Og Jósef bauð sínum þénörum, læknörum, að smyrja sinn föður. Og læknararnir smurðu Ísrael í fjörutigu daga, því að so lengi stóðu yfir smurningsdagarnir. Og egypskir menn grétu hann í fjörutígi daga.

En sem sorgardagarnir voru nú endaðir þá talaði Jósef við pharaonis þénara og sagði: „Hafi eg nú fundið náð hjá yður þá talið við pharaonem og segið: Minn faðir tók einn eið af mér og sagði: Sjá, eg andast. Jarða þú mig í minni eigin gröf, hverja eg lét grafa mér í landi Kanaan. Nú bið eg að eg mætti fara upp og greftra minn föður og koma aftur.“ Faraó svaraði: „Far þar upp og jarða þú þinn föður svo sem þú hefur svarið honum.“

So fór Jósef upp að greftra sinn föður og allir pharaonis þénarar og allir inu elstu af hans húsi og allir enu elstu af Egyptalandi fóru með honum. Þar að auk allir af Jósefs húsi og hans bræður, hans föðurs fólk, þeirra börn, hjörð og fénað létu þeir aðeins eftir verða í landi Gósen. Þar voru og í ferð með honum vagnar og reiðmenn, svo að þetta varð einn stórmikill her.

En er þeir komu nú til þeirrar kornhlöðu Atad, sem liggur hinumegin Jórdanar, þar höfðu þeir einn mjög stóran og bitran harm. Og hann sorgaði yfir sínum föður þar í sjö daga. Og sem fólkið landsins þeir Kananei sáu þann grát hjá þeirri hlöðu Atad þá sögðu þeir: „Þeir egypskir hafa þar stóran harm.“ Þar fyrir kallast sá sami staður sem liggur hinumegin Jórdanar „Egypskra harmur“.

Og hans synir gjörðu so sem hann hafði boðið þeim og fluttu hann í land Kanaan og jörðuðu hann í þeim tvefalda hellir þess akurs sem Abraham hafði keypt með þeim akri til greftrunar arfs af Efron Hetíter, þvert yfir frá Mamre. [ Og sem þeir höfðu nú jarðað hann þá fór Jósef til baka aftur í Egyptaland með sínum bræðrum og með öllum þeim sem voru farnir upp með honum til að jarða hans föður.

En Jósefs bræður voru hræddir þá þeirra faðir var andaður og sögðu: „Ske má að Jósef sé reiður við oss og endurgjaldi oss allt það illt sem vér höfum gjört honum.“ Þar fyrir létu þeir segja honum so: „Þinn faðir bauð oss áður en hann andaðist og sagði: So skulu þér segja til Jósefs: Fyrirlát þú þínum bræðrum þeirra misgjörning og þeirra synd, að þeir hafa gjört þér so illt. Nú biðjum vér að þú fyrirgefir oss, þíns föðurs Guðs þénurum, þann misgjörning.“ [ Þá grét Jósef er þeir töluðu þetta við hann. Og hans bræður gengu til hans og féllu niður fyrir honum og sögðu: „Sjá, vér erum þínir þjónar.“ Jósef sagði til þeirra: „Hræðist ekki, því eg er undir Guði. Þér hugsuðuð að gjöra mér illt en Guð sneri því um til góðs í því hann gjörði so sem nú klárlega má sjá, að halda mörgu fólki við lífið. So verið nú óhræddir. Eg vil fæða yður og yðar börn.“ Og hann huggaði þá og talaði blíðlega til þeirra.

Og Jósef bjó í Egyptalandi með öllu síns föðurs húsi. Og hann lifði hundrað og tíu ár og sá Efraíms börn allt til þriðju ættar. [ Og synir Makír, sonar Manasses, fæddust í Jósefs skaut.

Og Jósef sagði til sinna bræðra: „Eg andast og Guð mun vitja yðar og færa yður af þessu landi inn í það land sem hann hefur svarið Abraham, Ísak og Jakob.“ Þar fyrir tók hann einn eið af Ísraels sonum og sagði: „Þegar Guð vitjar yðar þá berið mín bein í burtu héðan.“ [ Og Jósef andaðist þá hann var hundrað og tíu ára gamall. Og þeir smurðu hann og lögðu hann í eina kistu í Egyptalandi.

Endir þeirrar fyrstu Móses bókar