Þessi eru þau sáttmálans orð sem Drottinn bauð Móse að gjöra við Ísraels börn í Moabitis landi í annað sinn eftir það hann gjörði þann sama við þá í Hóreb. Og Móses kallaði allan Ísraelslýð til samans og sagði til þeirra: „Þér hafið séð allt það sem Drottinn gjörði í Egyptalandi fyrir yðar augum, bæði við faraó og alla hans þénara og við allt hans land, þær hinar miklu freistingar sem þín augu hafa séð að þar skeðu stórmerki og hræðileg undur. Og Drottinn hann hefur enn nú ekki allt til þessa dags gefið yður eitt skilningsfullt hjarta eður augu að sjá eður eyrun að heyra með. [

Fjörutígi ár hefur hann látið yður ganga í eyðimörkinni. Yðar klæði þau hafa ekki slitist á yður og þínir skór hafa ekki slitist á þínum fótum. [ Þér hafið ekki etið brauð og eigi heldur drukkið vín né nokkurn áfengan drykk so að þú skyldir vita að eg er Drottinn yðar Guð.

Og þá þér komuð í þennan stað dró út Síhon kóngurinn af Hesbon og Óg kóngurinn af Basan til að berjast við oss. Og vér höfum slegið þá og eignast þeirra land og gefið það Rúben og Gað og þeirri hálfri kynkvísl Manasses til arftöku. [ So haldið nú þessi sáttmálans orð og gjörið þar eftir so að þér séuð forsjálir í öllu því sem þér gjörið.

Þér standið í dag allir saman fyrir Drottni Guði yðar, hinir æðstu menn yðra kynkvísla, yðrir öldungar, yðrir embættismenn, hver einn maður í Ísrael, yðar börn, yðar húsfreyjur, þínir framandi sem eru í þínum landtjöldum, bæði hann sá er þinn viðhöggur og hinn sá eð þitt vatn dregur, so að þú skulir ganga í sáttmála Drottins Guðs þíns og í þeim svardaga sem Drottinn Guð þinn gjörir við yður í dag, að hann megi so uppreisa þig í dag sér til eins fólks og hann skuli vera þinn Guð, so sem hann hefur til sagt þér og so sem hann hefur svarið þínum forfeðrum Abraham, Ísak og Jakob. [

Því að ég gjöri ekki þennan sáttmála og þennan svardaga alleinasta við yður heldur bæði við yður sem hér eruð í dag og standið með offur fyrir Drottni Guði vorum og við þá sem hér eru ekki í dag með oss. Því að þér vitið hvernin að vér bjuggum í Egyptalandi og fóru mitt um þann heiðindóminn sem þér dróguð í gegnum og sáuð þeirra svívirðingar og þeirra afguði, stokka og steina, silfur og gull, sem voru hjá þeim.

So að þar sé ekki (má vera nokkur) sá karl eður kvinna eður þjónustufólk eður einhver sú kynkvísl á meðal yðar hvers hjarta að hafi í burt snúið sér í dag frá Drottni Guði vorum til að ganga í burt og þjóna guðunum þessa fólks og kann vera að so verði ein sú rót á meðal yðar sem ber gall og beiskar jurtir. Og þó að hann heyri orðin þessarar bölvanar þá velsignir hann sig þó líka samt í sínu hjarta og segir: „Þar vegnar mér vel á meðan ég geng sem að mínu hjarta vel þóknast“ so það hinir fordrukknu skulu og í burt fara ásamt með þeim sem að þyrstir eru. [

Þó vill Drottinn og ekki vera þeim miskunnsamur heldur mun sú hin mikla hefnd og reiði Drottins rjúka yfir þeim manni svo að allar þessar bölvanir sem hér standa skrifaðar í þessari bók þá skulu leggjast á hann. Og Drottinn mun afmá hans nafn undir himninum og hann mun í burt skilja hann frá allri Ísrael til ólukku eftir öllum þessa sáttmálans bölvanarorðum sem skrifuð standa í þessari lögmálsbók. [

So munu þá segja þeir eftirkomendur yðvara barna, þeir sem upp munu koma eftir yður, og hinir útlensku sem koma úr fjarlægum löndum, nær eð þeir sjá þær hefndarplágur sem ganga yfir þetta land og þau krankdæmi sem Drottinn slær þá með, að hann uppbrennir allt þeirra land með brennisteini og salti so að þar verður ekki sáð og eigi heldur kann þar nokkuð upp að vaxa né neinar jurtir upp að spretta, heldur eru þeir sem um koll kastaðir, líka sem Sódóma og Gómorra, Adama og Sebóím, hverjum að Drottinn umturnaði í sinni reiði og hefndarbræði. [

Þá munu og allar þjóðir segja: „Hvar fyrir hefur Drottinn gjört so við þetta land? Hvað er þetta fyrir so mikla reiði?“ [ Þá munu menn segja: „Þar fyrir að þeir hafa yfirgefið sáttmálann Drottins Guðs feðra þeirra sem hann gjörði við þá þann tíð hann útleiddi þá af Egyptalandi. Og þeir gengu í burt og þjónuðu annarlegum guðum og tilbáðu þá, svoddan guði þó sem þeir báru öngva kennslu á og ekki neitt höfðu veitt þeim. Þar fyrir hefur so reiði Drottins orðið svo bráðheit við þetta land að hann hefur látið allar þær bölvanir koma yfir þá sem skrifaðar standa í þessari bók. Og Drottinn hefur útrekið þá af þeirra landi í mikilli reiði, grimmd og hefndarbræði og í burtfleygt þeim í eitt annarlegt land so sem að það tilstendur þennan dag. [

Drottinn Guðs vors leyndir dómar eru yfir oss og vorum börnum opinberaðir eilíflegana, svo að vér skulum gjöra öll þessi lögmálsins orð.