VII.

En Eliseus sagði: „Heyrið orð Drottins: Svo segir Drottinn: Á morgun um þennan tíma skal einn mælir similiumjöls seljast fyrir einn sekel og tveir mælir byggs fyrir einn sekel í borgarhliði Samaria.“ Þá svaraði einn af höfðingjum við hvers hönd að kóngurinn studdi sig og sagði til guðsmanns: „Þó að Drottinn gjöri glugga á himninum hvernin má þetta verða?“ Hann sagði: „Þú skalt það sjá með þínum augum og ekki eta þar af.“

Og þar voru fjórir líkþráir menn úti fyrir borgarhliði. Þeir talast við sín á milli og segja svo: „Því viljum vér hér heljar bíða? Þó vær viljum fara í borgina þá er þar hallæri og hungur so vér munum deyja þar. Ef bíðum vér hér þá munum vér og so deyja. Förum vér til herbúða þeirra sýrlenskra. Ef þeir láta oss lifa þá lifum vér en slái þeir oss í hel þá erum vér dauðir.“ Þeir stóðu upp nær dögun og fóru að herbúðum sýrlenskra. Og sem þeir komu að þeim fremstu herbúðum, sjá, þá var þar enginn maður.

Því að Drottinn hafði látið þá Syros heyra hestahneggjan, vagnagný og ókyrrleik óflýjanda hers so að hver sagði til annars: [ „Sjáið, Ísraelskóngur hefur leigt (sér til liðs) í móti oss Hethiters kóng og kóngana af Egyptalandi og eru þeir nú komnir yfir oss.“ Og þeir hlupu upp og flúðu í dögunina frá sínum tjaldbúðum, hestum, ösnum og öllu því sem í herbúðum var að bjarga lífinu.

Nú sem þeir líkþráu menn komu í þær herbúðir er næst voru þá gengu þeir í eina tjaldbúðina, átu og drukku og tóku þar silfur, gull og klæðnað, gengu í burt og geymdu það. En sem þeir komu aftur gengu þeir í aðra tjaldbúð og báru þaðan slíkt og gengu burt og geymdu.

Að síðustu töluðu þeir með sér: „Ei gjörum vér rétt. Þessi dagur er mikillra fagnaðartíðinda. Ef vér bíðum og þegjum allt til bjarts dags á morgun þá finnst vor misgjörningur. Fyrir því förum aftur, komum og kunngjörum þetta í kóngsins húsi.“ Og sem þeir komu að porti borgarinnar kölluðu þeir á hliðvörslumenn borgarinnar og sögðu: „Vér komum í herbúðir þeirra Syris og sjá, þar var enginn maður og einskis manns málæ heyrðu vér þar. En hestar og asnar voru bundnir og tjaldbúðirnar sem þær stóðu.“

Þá kölluðu hliðverðir borgarinnar og kunngjörðu þetta inn í kóngsins höll. Sem kóngurinn heyrði þetta stóð hann upp um nóttina og sagði til sinna þénara: „Eg kann segja yður hvað þeir Syri hafa gjört oss. Þeir vita að vér erum mjög að þrotum komnir af hungri. Því eru þeir farnir frá herbúðum og leynast í mörkum úti og hugsa að þá er vér göngum út af staðnum þá ætla þeir að höndla oss lifandi og komast so í borgina.“

Þá svaraði einn af hans þénurum og sagði: „Tökum vér þá fimm hesta sem afgangs eru hjá oss, hverjir að eftir eru (sjá, þeir eru eftir orðnir af öllum þeim fjölda í Ísrael var, hinir eru í burt) og sendum þá á njósn þangað.“ Síðan tóku þeir tvo vagna og hesta og sendu til sýrlenskra herbúða og sögðu: „Farið og skoðið.“ Og sem þeir fóru af stað komu þeir á þeirra för allt til Jórdanar og sjá, um alla vegu lágu ker og klæði er Syri höfðu kastað frá sér í flóttanum. [ En sem sendimenn komu aftur undirvísuðu þeir þetta kónginum. Gekk þá fólkið út og rænti herbúðir þeirra Syris. Og á þessum sama degi gekk mælir similumjöls fyrir einn sekel silfurs og tveir mælir byggs fyrir einn sekel eftir orðum Drottins.

En kóngurinn tilsetti þann hertuga að vera í borgarhliði við hvers hönd kóngur hafði stutt sig og fólkið fóttrað hann til bana í borgarhliðinu svo sem guðsmaður hafði sagt þá kóngurinn gekk ofan til hans. Og það skeði sem guðsmaður sagði til kóngsins þá hann svo sagði: „Á morgun um þennan tíma skulu tveir mælir byggs kaupast fyrir einn syclum og einn mælir similiumjöls skal og gilda einn syclum í Samaria borgarhliði.“ En þessi hertugi hafði svarað guðsmanni og sagt: „Sjá, þó að Drottinn gjörði glugga á himninum, hvernin má þvílíkt ske?“ Hann svaraði: „Sjá, þú skalt með þínum augum horfa á það en ekki eta þar af.“ Og það skeði so það hann varð fóttroðinn af fólkinu í borgarhliðinu og hann lét lífið.