XLVIII.

Þessi eru þau nöfnin kynkvíslanna í frá norðuráttinni, frá Hetlón mót Hemat, Hasar Enón og frá Damasco mót Hemat. Það skal Dan hafa sitt hlutskipti í frá austrinu inn til vestursins.

Asser skal hafa í sitt hlutskipti hið næsta hjá Dan, í frá austrinu inn til vestursins.

Neftalí skal hafa sitt hlutskipti næst hjá Asser, í frá austrinu inn til vestursins.

Manasse skal hafa sitt hlutskipti í hjá Neftalí, í frá austrinu inn til vestursins.

Efraím skal hafa sitt hlutskipti næst hjá Manasse, í frá austrinu inn til vestursins.

Rúben skal hafa sitt hlutskipti næst hjá Efraím, í frá austrinu inn til vestursins.

Júda skal hafa sitt hlutskipti næst hjá Rúben, í frá austrinu inn til vestursins.

En þér skuluð fráskilja eitt takmark næst hjá Júda, frá austrinu inn til vestursins, sem vera skal fimm og tuttugu þúsundir mælisköft að breidd og lengd, ein deildin af því hlutskiptinu sem tekur í frá austrinu inn til vestursins. Þar inni skal helgidómurinn standa.

Og þar út af skulu þér fráskilja Drottni eina hlutdeild, fimm og tuttugu þúsundir mælisköft að lengd og tíu þúsundir mælisköft að breidd. Og sú hin heilaga hlutdeildin þá skal heyra prestunum til, sem er fimm og tuttugu M mælisköft að lengd mót norðrinu og mót suðrinu og tíu þúsundir að breidd, móti austrinu og vestrinu. Og helgidómurinn Drottins skal standa þar mitt í. Það skal helgað vera til prestanna sem eru af Sadóksonum, hverjir að héldu mínar siðvenjur og eru ei af fallnir með Ísraelssonum so sem það Levítarnir eru af fallnir. Og þessi hin fráskilda hlutdeildin skal vera þeirra eign af landinu í hverju það hið allra heilagasta er hjá Levítanna landamerkjum.

En Levítarnir skulu hafa í hjá prestanna landamerkjum fimm og tuttugu þúsundir mælisköft að lengd og tíu þúsundir að breidd líka sem hinir aðrir. Því að öll lengdin skal hafa fimm og tuttugu þúsundir mælisköft og breiddin tíu þúsundir mælisköft. Og þeir skulu ei neitt selja þar út af eður í burt fá so að ekki neitt skuli í burt fargast af hinum fyrsta landsins ávexti því að það er Drottni helgað.

En þau fimm þúsund mælisköft sem eftir eru vorðin á breiddina á móts við þau fimm og tuttugu þúsund mælisköft á lengdina, þau skulu til staðarins almennileg vera til að búa þar inni og so til forstaðanna. Og staðurinn skal standa þar mitt innan í og það skal vera hans skammtur, fjórar þúsundir og fimm hundruð mælisköft mót norðrinu og suðrinu. Líka so einnin fjórar þúsundir og fimm hundruð mælisköft á móti austrinu og vestrinu.

En forstaðurinn tvö hundruð og fimmtíu mælisköft móti norðrinu og móti suðrinu, so einnin líka tvö hundruð og fimmtíu mælisköft í móti austrinu og móti vestrinu.

En það eftir er vorðið af þeirri sömu lengdinni frá því hinu fráskilda og helgaða sem eru tíu þúsund mælisköft móti austrinu og móti vestrinu það skal heyra til þeirra uppheldis sem þjóna í staðnum. Og þeir sem arfiða eiga í staðnum þá skulu þeir allir vera af Ísraels slekti.

So að sú gjörvöll aðskilningin sem hefur fimm og tuttugu þúsund mælisköft og er ferköntuð, hún skal vera eitt heilagt takmark til staðarins eigindóms.

En hvað sem þar er enn nú eftir beggjamegin hjá þeirri aðskildri heilagri hlutdeildinni og hjá staðarins hlutdeild, sem er fimm og tuttugu þúsundir mælisköft móti austrinu og móti vestrinu, það skal allt saman vera höfðingjans. En sú hin aðskilda hlutdeildin og musterið helgidómsins skal vera þar mitt innan í en hvað sem á milli liggur á millum hlutskiptisins Levítanna og á millum staðarins hlutskiptis og á millum landamerkjanna Júda og Benjamínslandamerkja, það skal vera höfðingjans. Þar eftir á skulu vera hinar aðrar kynkvíslirnar. Benjamín skal hafa sitt hlutskipti frá austrinu inn til vestursins. En Símeon skal hafa sitt hlutskipti næst Benjamíns landamerkjum, frá austrinu inn til vestursins. Ísakar skal hafa sitt hlutskipti hjá Simeonis landamerkjum, frá austrinu inn til vestursins. Sabúlon skal hafa sitt hlutskipti hjá Ísakars landamerkjum, frá austrinu inn til vestursins. Gað skal hafa sitt hlutskipti hjá Sabúlons landamerkjum, frá austrinu inn til vestursins. En næst Gað er landamerkið mót suðrinu, frá Tamar inn til Þrætuvatsins í Kades og í mót því Vatsfallinu hjá því Mikla hafinu. So skal landið útskiptast til arfleifðar á meðal Ísraels kynkvísla og það skal vera þeirra arfleifð, segir Drottinn Drottinn. Og staðurinn skal vera so víður: Fjórar þúsundir og fimm hundruð mælisköft mót norðrinu og portin staðarins skulu kallast eftir nöfnum Ísraels kynkvísla. Þrjú portin móti norðrinu: Hið fyrsta portið er Rúben, hið annað Júda, hið þriðja Leví. Og so í móti austrinu fjórar þúsundir og fimm hundruð mælisköft og þrjú portin, sem er: Hið fyrsta portið Jósef, hið annað Benjamín, hið þriðja Dan. Mót suðrinu einnin líka fjórar þúsundir og fimm hundruð mælisköft og þrjú portin: Hið fyrsta Simeonis, hið annað Ísakar, hið þriðja Sebúlon. Og líka svo móti vestrinu fjórar þúsundir og fimm hundruð mælisköft og þrjú portin: Hið fyrsta portið Gað, hið annað Aser, hið þriðja Neftalí. So skal hann hafa átján þúsundir mælisköft allt um kring. Og þá skal staðurinn kallast: „Hér er Drottinn.“

Ending prophetans Ezechielis