XV.

Antiochus kóngur sonur Demetrii skrifaði og einnin úr eyjunum til Símonar og til Gyðingafólks með þessum hætti: [

„Antiochus kóngur sendir þeim hæðsta kennimanni Símoni og Gyðingafólki sína kveðju.

Með því að nokkrir styrjaldarmenn hafa tekið frá mér mitt erfðarríki þá berst eg fyrir að ná því aftur og að koma því aftur undir rétta arfa. Og þess vegna hefi eg tekið til mín framandi stríðsfólk og látið smíða skip og vil reisa inn í ríkið so að eg straffi þá styrjaldarmenn sem mikinn skaða gjöra mínu ríki og margar borgir eyðilagt hafa. Þar fyrir leyfi eg þér að bíhalda öllu því sem þeir fyrri kóngar hafa þér veitt. Og vér gefum þér magt til að láta slá eigin mynt í þínu landi og Jerúsalem og helgidómurinn skal vera frí. Þú skalt og halda öllum þeim köstulum sem þú hefur uppbyggt og þú hefur hingað til haft og öllum stríðsvopnum sem þú hefur gjört. Og eg gef þig kvittan fyrir öllu því sem menn eru kónginum skyldugir eða kónginum kann til að heyra, frá þessu og ætíð hér eftir. Og ef vér vinnum aftur vort ríki þá viljum vér enn meira heiður veita þér og þínu fólki og musterinu so að þér skuluð prísaðir verða í öllu ríkinu.“

Á því hundraðasta sjötugasta og fjórða ári kom Antiochus aftur í sitt erfðaland og allt stríðsfólkið féll frá Trýfon og til hans og mjög fátt lið varð eftir hjá Trýfon. [ Þá Antiochus kóngur reisti nú eftir honum þá flýði hann til Dora við hafið því að hann sá að það var útgjört með sér og stríðsfólkið féll frá honum. En Antiochus reisti eftir honum til Dora með hundrað og tuttugu þúsundir fótgönguliðs og átta þúsundir riddara og settist um borgina til lands og sjávar so að enginn komst þar hverki út né inn.

Um þennan tíma kom frá Róm Numenius og þeir aðrir sem með honum sendir voru og höfðu bréf til kónganna og landsherranna, so látandi: [

„Lucius konsúl í Róm sendir Ptolomeo kóngi sína kveðju.

Símon hæðsti kennimaður og Gyðingafólk hafa sent menn til vor að endurnýja þá vináttu og sáttmál vor á milli og hafa þar með sent oss einn gulllegan skjöld, þúsund pund þungan. Þar fyrir tilskrifum vér kóngunum og öðrum landsherrum að þeir gjöri ekkert í móti Gyðingum og falli ekki yfir þá, þeirra land og borgir, og að þeir efli öngvan að styrk þeim í móti því að vér höfum þennan skjöld af þeim meðtekið. Ef að nokkrir óhlýðugirt flýja úr þeirra landi til yðar þá sendið þá inu sömu þeim hæðsta kennimanni Símoni so að hann straffi þá eftir sínu lögmáli. Með sama hætti höfum vér og einnin skrifað til Demetrium konungs, til Attalum, til Aretam, til Arsacen og til allra landa, einnin Sampsaci og þeim í Sparta og til Delo, Myndo, Sýkíon, Caria, Samos, Pamphilia, Lycia, Halicarnasso, Rhodes, Faselis, Co, Side, Gortyna, Cnido, Cypro og Cyrene. Og útskrift þessara bréfa höfum vér sent þeim yppasta kennimanni og Gyðingafólki.“

Þess í milli flutti Antiochus enn meira lið fyrir Dora að þrengja enn harðara að staðnum og gjörði vígvélar þar fyrir stormaði fastlega upp á borgina svo að Trýfon var þar innibyrgður og kunni hverki að komast út né inn. Og Símon sendi Antiocho til hjálpar tvö þúsund manns með einvalalið og mikið gull og silfur og vopn. En Antiochus tók eigi við þessu og hélt ekkert af því sem hann hafði áður talað og sneri sér öldungis frá Símoni.

Og hann sendi til hans einn sinn vin, sá hét Atenóbíus, að hann skyldi höndla við hann og segja svo: [ „Þér hafið tekið til yðar Joppe og Gasa og kastalann í Jerúsalem hvað allt mínu ríki tilheyrir og hafið eytt landið umhverfis og gjört mikinn skaða í mínu ríki og tekið frá mér mitt erfðaland. Þar fyrir kref eg af yður aftur þessara staða sem þér hafið frá mér tekið og alls þess skattgjalds af þeim stöðum sem þér hafið, fráteknu landi Júda. En ef þér viljið ekki leggja mér það aftur þá gefið mér fyrir þær borgir fimm hundruð centener silfurs og fyrir staðinn og skattgjaldið önnur fimm hundruð centener. En ef þér hugsið ei að gjöra þetta þá skulum vér yfirfalla yður.“

Þá Atenóbíus kóngs vinur kom nú til Jerúsalem og sá dýrð Símonar og hans skraut með gulli og silfri og hans viðurbúnað þá undraðist hann það mjög og sagði honum kóngsins orð. Þar upp á gaf Símon honum slíkt andsvar: „Það land sem að vér höfum unnið aftur er vorra feðra erfðaland og heyrir öngvum öðrum til. En vorir óvinir héldu því um stund með valdi og ofríki. Þar fyrir höfum vér nú undir oss tekið aftur það sem vér áttum en ekkert haft frá öðrum. En þar þú klagar að vér höfum inntekið Joppe og Gasa það skeði af því að þeir úr þeim stöðum gjörðu mikinn skaða voru landi og voru fólki. Þó viljum vér þar fyrir bitala hundrað centener.“ Hér til gaf Atenóbíus ekkert andsvar heldur reiddist og fór í burt þaðan aftur til kóngsins og sagði honum andsvar Simonis og af hans dýrð og hvað hann hafði séð. Þá varð kóngurinn mjög reiður.

En Trýfon tók sig upp til sjóar og flýði til Ortasia. [ Þá gjörði kóngurinn Kendebeus að höfuðsmanni yfir þeim löndum við hafið liggja og lét eftir hjá honum stríðsfólkið, bæði fótgöngulið og riddara, og skipaði honum að hann skyldi setja sínar herbúðir við landamerki Gyðingalands og skyldi efla staðinn Kedron og uppbyggja einn kastala á fjöllunum og skyldi innfalla í landið Júda. [ En kóngurinn sótti eftir Trýfon að ná honum. Þá Kendebeus kom nú til Jamnia féll hann yfir Gyðinga, foreyddi þeirra land og lét drepa fjölda fólks og hertók margt manna og flutti í burtu. Og hann uppbyggði staðinn Kedron og setti þar inn stríðsfólk að það skyldi útfalla þaðan í landamerkin og eyðileggja þjóðbrautirnar so sem kóngurinn hafði skipað.