XI.

Og þar mun einn vöndur upprenna af kyni Jesse og einn kvistur af hans rót mun ávöxt færa, yfir hverjum það hvíla mun andi Drottins, andi viskunnar og skilningsins, andi ráðsins og styrkleiksins, andi viðurkenningarinnar og ótta Drottins og hans reykelsisoffur mun verða í ótta Drottins. [ Hann mun ekki dæma eftir áliti augnanna og ekki straffa eftir því sem hans eyru heyra til heldur mun hann meður réttvísi dæma hjá fátæku og meður dómi hirta þá aumu í landino. Og hann mun slá jörðina meður vendi síns munns og meður anda sinna vara í hel slá hina ómildu. Réttlætið mun vera belti hans lenda og trúan lindinn hans nýrna.

Úlfarnir munu byggja hjá lömbunum og úlfaldarnir munu liggja hjá höfrunum, eitt smábarn mun kálfa og leónahvelpa og annað alifé til samans reka. [ Kýr og birnur munu í einum grashaga ganga og so þeirra ungar hvílist hvorir hjá öðrum og leónið mun hey éta sem naut. Og eitt brjóstbarn mun leika sér yfir smugu nöðrunnar og það barn af brjósti er vanið mun stinga sinni hendi í bælið flugormsins. Og enginn mun skaða né fordjörfun gjöra á mínu heilögu fjalli. Því að landið er fullt af viðurkenning Drottins líka sem að væri það hulið með vötnum sjóvarins.

Og það mun ske á þeim dögum það rótin Jesse sem stendur fólkinu til sigurmerkis að eftir honum spyrja heiðnar þjóðir og hans hvíld mun vera dýrðleg. [ Og á þeim dögum mun Drottinn í annað sinn sína hönd útbreiða so að hann fái þeim sem afgangs er síns fólks og það eftir er vorðið frá þeim í Assyria, egypskum, Patros, Blálandi, Elamiten, Sineas, Hamat og frá eyjunum sjóvarins. Og hann mun eitt sigurmerki uppsetja meðal heiðinna þjóða og samansafna þeim útreknu af Ísrael og hina í sundurdreifðu af Júda til samans leiða úr þeim fjórum áttum jarðarinnar. Og sá óvinskapurinn við Efraím mun enda taka og þeir óvinir Júda munu afmáðir verða so það Efraím hati ekki Júda og Júda sé ekki í móti Efraím.

En þeim Philisteis við vestrino munu þeir á háls leggjast og ræna þá alla sem í móti austrinu búa. Edóm og Móab munu útbreiða sínar hendur á móti þeim, synir Ammón munu hlýðugir vera og Drottinn mun fyrirmæla strömum sjávarins í Egyptalandi og hann mun sína hönd láta yfir ganga vatnið með sínum serkum vindi og slá þá sjö vatsströmana so að menn megi þar þurrum fótum í gegnum ganga og hann mun vegurinn vera þeim sem eftir ero af hans fólki, það eftir er orðið af þeim Assyrios, líka sem það skeði Ísrael á þeim tíma eð þeir útgengu af Egyptalandi. [