X.

Vei þeim lögvitringum sem rangsnúin lög samsetja og þeim eð ranga úrskurði skrifa svo að þeir niðurþrykki málefnum fátækra og yfirgang veiti í lagasóknum lítilmagnanum á meðal míns fólks, so það ekkjunar hljóta þeirra ránfé og föðurleysingjarnir þeirra herfang að vera. Hvað vilji þér til gjöra á þeim degi vitjunarinnar og ólukkunnar sem úr fjarlægð kemur? Til hvers vilji þér flýja hjálpar að leita og hvar vilji þér yðar vegsemd láta so að hún verði ekki niðurbeygð meðal hinna herteknu og falli meðal þeirra sem ero í hel slegnir? Í öllu þessu lætur hans reiði enn ei af, hans hönd útbreiðir sig enn nú.

Ó vei Assúr, sem er vöndur minnar reiði og hans hönd er stafur minar bræði! Eg vil útsenda hann í móti einni hræsnisþjóð og skipta honum í móti því fólki minnar reiði so að hann ræni það og útskipti því sem herfangi og undir fótum troði það so sem annan gatnasaur. Þó að hann þenki það ekki svo og hans hjarta hugleiði það ekki á þann veg heldur er hans hjarta reiðubúið til að afmá og foreyða eigi allfáu fólki. Því að hann segir: „Hvort eru mínir höfðingjar ekki allir kóngar? Er ekki Calno sem Karkemis? hvert er Hamat ekki so sem Arpad? Er ekki Samaría líka so sem Damaskus? Líka so sem það mín hönd hefur fundið kóngaríkin afguðanna, hverra afguðir þó öflugri voru en þeir sem í Jerúsalem og Samaria voru, hvort skyldi eg ekki gjöra við Jerúsalem og hennar afguði líka sem það eg hefi gjört við Samaria og hennar afguði?“

En nær eð Drottinn hefir fullgjört öll sín verk á fjallino Síon og til Jerúsalem þá mun eg vitja ávaxtarins hins drambsama kóngsins til Assyria og prýðinnar hans dramblátra augna. [ Þar fyrir að hann segir: „Eg hefi þetta framkvæmt fyrir kraft minna handa og með mínum vísdómi það eg em hygginn. Eg hefi löndunum á annan veg í sundurskipt og þeirra aftektum ræng og líka sem einn voldugur maður innbyggjarann undirlagt. Og mín hönd hefir fundið fólkið líka sem annað fuglshreiður so það eg hefi öll lönd til samans lesið líka sem þá eg uppleast þau eð glötuð ero og þar var enginn sá sem hrærði eina fjöður eða geispaði eða andaði á móti.“

Hvort fær öxin nokkuð hrósað sér í móti þeim sem með henni höggur, sögin forhafið sig í móti þeim sem með henni sagar? Líka sem eð sá má hrósa sem stafinn bæði [ ber og upphefur og ber hann so léttlega sem væri hann ekkert tré. Þar fyrir mun Drottinn Drottinn Sabaót senda megurðarsótt á meðal hans feitingja og hans vegsemd mun hann upptendra so það hún mun brenna líka sem eldur. Og [ Ljósið í Ísrael mun vera einn eldur og hans Hinn heilagi mun einn eldslogi vera og mun hans klungurþyrnar og illgresi uppbrenna og foreyða á einum degi. Og sú fegurðin hans skógar og víðlendis skal að öngu verða í frá sálunni allt upp á holdið og mun so foreyðast og burt hverfa að þau trén hans skógar sem eftir eru megi talin verða og eitt barn megi þau upp skrifa.

Á þeim dögum munu þeir sem eftir blífa í Ísrael og þeir sem undan komast af húsi Jakobs treysta ekki lengur upp á þann sem á þá leggur heldur munu þeir treysta upp á Drottin þann heilaga í Ísrael í sannleika. Hinir sem yfirblífa munu snúast, já, þeir sem yfirblífa í Jakob til Guðs hins öfluga. Því þó þitt fólk, ó Ísrael, sé líka sem sjávarsandur þá skulu þó þeir einir umvendir verða sem afgangs eru af því hino sama. Því að þegar fordjörfunin er stillt þá mun yfirfljótanlegt réttlæti koma. Því að Drottinn Drottinn Sebaót skal eina fordjörfung ganga láta en hann stillir hana þó í öllu landino.

Þar fyrir segir Drottinn Drottinn Sabaót: [ Óttast þú ekki, mitt fólk, þeim sem til Síon byggir, fyrir Assúr. Hann mun þig með stafnum slá og sinn staf upphefja í móti þér líka sem skeði á Egyptalandi því að það er nú um eina mjög stutta stund að gjöra. Þá mun mín þykkja og mín reiði yfir þeirra misgjörðum einn enda hafa og Drottinn Sabaót mun uppvekja yfir hann einn hrísvönd, líka sem í slaginu Madían á bjarginu Óreb og hann mun sinn staf (þann eð hann í hafinu hafði) upphefja líka sem á Egyptalandi. [ Á þeim tíma mun hans byrði af þínum herðum í burt tekin verða og hans ánauðarok af þínum hálsi, það það sama okið mun af feiti í sundurmorkna.

Hann kemur (lát sem það so sé) til Ajot, hann dregur í gegnum Mígron, hann útvelur sitt herfólk til Mikmas, þeir draga framhjá vorum herbúðum í Geba. [ Rama hún skelfist við, Gíbeat Sauls í burt flýr, þú dóttir Gallím, æptu hátt, hygg að, Laísa, þú hin fátæka Anatót, Mademena flýr undan, þeir innbyggjarar til Gebín efla styrk. Kann vera að þeir blífi einn dag til Nób, þá mun hann hræra hönd sína í móti fjallino dætranna Síon og í móti Jerúsalemshæð. En sjá þú, það Drottinn Drottinn Sebaót mun greinirnar með valdi afsníða og það hvað hátt uppstendur stytta so að það sem hátt er mun niðurlægt verða og sá hinn þykkvi skógurinn mun meður járni um koll höggvinn verða og Líbanon mun falla fyrir þann Hinn megtuga.