VI.

Og sem örk Drottins hafði verið sjö mánuði í landi Philisteis þá kölluðu Philistei saman presta sína og spásagnarmenn og sögðu: „Hvað skulum vér gjöra af örk Drottins? [ Segið oss hvar með vér skulum senda hana í sinn stað?“ Þeir svöruðu: „Ef þér viljið senda Israelis Guðs örk í burt þá sendið hana ekki tóma heim heldur skulu þér bitala henni skuld yðvarra synda. Svo verði þér heilir og munu þér fá að vita hvar fyrir hans hönd líður ekki frá yður.“

En þeir svöruðu: „Hvað skuldoffur er það sem vér skulum gefa henni?“ Þeir sögðu: „Það eru fimm bakhlutir af gulli gjörðir og fimm mýs af gulli eftir töllu fimm Philisteis höfðingjal Því það hefur verið eins plága yfir yður öllum og svo yðar höfðingjum. Og þessi ker skulu svo að mynd gjörð vera sem yðar gumpar og so sem yðar mýs sem fordjarfað hafa yðart land, so þér gefið Israelis Guði dýrðina. Ske má að hans hönd létti af yður og yðar guði og svo af yðru landi. Því forherði þér yðar hjörtu sem þeir í Egyptalandi og faraó forhertu sín hjörtu? Skeði það ekki þá hann plágaði þá þá gáfu þeir fólkinu burtfararleyfi? Og það fór í burt. [

Svo farið nú til og gjörið einn nýjan vagn og takið tvær nýbærar kýr þær sem aldregi hafa undir ok komið og beitið þær fyrir vagninum en látið þeirra kálfa vera heima. Takið síðan Drottins örk og setjið hana á vagninn og þau ker af gulli sem þér gefið henni til skuldoffurs þa leggið í einn kistil þar hjá og sendið hana af stað og látið hana fara. Og hyggið að: Ef hún fer á þann veg sinna landamerkja til Bet Semes þá hefur hann gjört oss allt þetta hið vonda. En ef ekki sker svo þá skulu vér vita að hans hönd hefur ekki snortið oss heldur hefur oss þvílíkt skeð með öðrum atburð.“

Og fólkið gjörði svo og þeir tóku tvær ungar nýbærar kýr og beittu þeim fyrir vagninn en héldu þeirra kálfum eftir heima. Og þeir settu örk Drottins í vagninn og so kistilinn í hverjum að voru gullmýsnar og so myndirnar þeirra bakhluta. Og kýrnar gengu réttan veg til Bet Semes rakleiðis og þær gengu baulandi og þær viku ekki af hverki til hægri né til vinstri síðu. Og höfðingjar þeirra Philisteis gengu eftir þeim allt til Bet Semes landamerkja.

Þeir Bethsamite voru að hveitikornskurði í einum dal á þeim tíma og þeir upplyftu sínum augum og sáu örkina og þeir glöddust er þeir sáu hana. [ Og vagninn kom að Jósúa Betsemites akri og nam þar staðar. Og þar var einn stór steinn og þeir klufu í sundur trén af vagninum og offruðu Drottni kúnum til brennioffurs. Og Levítarnir tóku Guðs örk af vagninum og so kistilinn sem þar var hjá í hverjum að þau gullker voru og settu örkina á þann stóra stein. En fólkið af Bet Semes færði Drottnim á þeim sama degi brennifórnir og svo aðrar fórnir.

Og sem þeir fimm Philistei höfðingjar sáu þetta sneru þeir aftur á þeim sama degi til Ekron. [ Þessir eru þeir gullbakhlutir sem Philistei gáfu Drottni til skuldoffurs: Asdód einn, Gasa einn, Asklón einn, Gat einn og Ekron einn og þær gullmýs eftir tölu borganna Philistinorum sem voru undir valdi þeirra fimm höfðingja, bæði af múruðum borgum og þorpum og til þess stóra Abel sem þeir settu Guðs örk upp á, allt til þessa dags, á Jósúa Bethsemiters akri.

Og það skeði að nokkrir af þeim Bethsemiter voru slegnir sökum þess að þeir sáu Guðs örk. [ Og hann sló af fólkinu fimmtígi þúsund manns og sjötígi. Þá grét fólkið að Drottinn hafði gjört so mikið mannfall í lýðnum. Og fólkið af Bet Semes sagði: „Hver kann að standast fyrir Drottni, svo heilögum Guði, og hvert skal hann fara frá oss?“ og þeir sendu boð til borgaranna í Kirjat Jearím og létu segja þeim: „Þeir Philistei hafa flutt aurk Drottins aftur. Komið ofan hingað og flytjið hana upp til yðar.“