XI.

Láttu þitt brauð [ fara yfir vatnið, svo muntu finna það löngu seinna. Skipt því út á meðal sjö og á meðal átta því þú veist ei hver óhamingja koma kann á jörðina. Nær skýin eru full þá gefa þau regn yfir jörðina og nær eð eikin fellur í suður eða norður og í hverja átt hún fellur, þar liggur hún. Hver hann gætir að veðrinu hann sáir ekki og hver eð aktar skýin hann uppsker ekki. Líka sem þú veist ei veg vindarins og hvernin beinin samtengjast í móðurlífinu svo kanntu ekki heldur vita Guðs gjörninga, hverja hann verkar í öllum hlutum. Sáðu þínu sæði árla og hætti þín hönd ekki að kveldinu því þú veist ekki hvert lukkast mun það eða annað og ef hverttveggja lukkast er það þess betra. Ljósið er sætt og það er augunum unaðarsamt að sjá sólina.

Nær einn maður lifir lengi og er glaður í öllum hlutum þá þenkir hann alleina á þá hrellingardaga að þeir svo margir eru. Því allt það hann hendir það er hégómi.