XLI.

Það eyjarnar fyrir mér þegja og fólkið styrki sig. Lát þá ganga hér fram og tala nú og höfum dóm til samans. Hver hefur hinn [ réttferðuga í frá uppgöngu sólarinnar uppvakið? Hver kallaði hann það hann gengi? Hver yfirgaf heiðnar þjóðir og kónga fyrir honum so að hann varð þeim yfirmáttugur og gaf þá hans sverði líka sem jarðarduft og hans boga sem í burtfeykt grasstrá, so það hann veitti þeim eftirför og dró þar í gegnum með friði og hann mæddist aldrei á þeim vegi? Hver verkar þetta? Hver gjörir það og kallar alla menn, hvern eftir öðrum, í frá fyrsta upphafi? Eg, Drottinn, eg em hann, bæði hinn fyrsti og síðasti.

Þá eð eyjarnar sáu það hræddust þær og endimörkin jarðarinnar skelfdust við það. [ Þeir nálægðu sig og komu hingað, hver einn hjálpaði öðrum og sagði til síns náunga: Vert með góðu geði. Timburmaðurinn tók gullsmiðinn til sín og gjörði með hamrinum pjátrið slétt á steðjanum og sagði: Það skal fara vel, og þeir festu það með nöglum so að það skyldi ekki skeika.

En þú, Ísrael, minn þjón, Jakob þann eg hefi útvalið, þú sæðið Abrahams míns hins elskulega, eg sem þig hefi styrkt allt frá veraldarinnar endimörku og hefi kallað þig í burt frá hennar [ voldugum og sagði til þín: [ Þú skalt minn þjón vera það eg útvel þig og forlegg þig ekki: Óttast ekki, eg em með þér. [ Víktu ekki því að eg em þinn Guð. Eg styrki þig, eg hjálpa þér einnin, eg held þér við fyrir þá hægri höndina míns réttlætis. Sjá þú, þeir skulu til háðungar og til skammar verða, allir þeir sem þér eru reiðir, þeir skulu að öngu verða. Og þeir menn sem deila á móti þér skulu fyrirfarast so að þú megir spyrja eftir þeim og muntu ekki þá finna. Þeir menn sem þræta við þig skulu verða sem ekki neitt parið og þeir sem stríða á móti þér skulu hafa einn enda. Því að eg em Drottinn Guð þinn sem styrkir þína hægri hönd og til þín segir: Óttast ekki, eg hjálpa þér.

Vert ei hræddur, þú maðkurinn Jakob, þú fátækur flokkur Ísrael! [ Eg hjálpa þér, segir Drottinn, og þinn frelsari sá heilagi Ísrael. Sjá þú að eg hefi gjört þig að hvössum nýjum þreskivagni sem agnúa hefur so að þú skalt fjöllin í sundurþreskja og í smátt mola og hæðirnar gjöra sem agnir. Þú skalt í sundurdreifa þeim so að vindurinn blási þeim í burt og hvirfilvindurinn feyki þeim héðan. En þú munt glaðvær vera í Drottni og munt hrósa þér Hins heilaga í Ísrael.

Fátækir og volaðir leita að vatni og þar er ekki neitt, þeirra tunga þornar upp af þorsta. En eg, Drottinn, vil bænheyra þá, eg Guð Ísraels vil ekki yfirgefa þá heldur vil eg vatnsrásir opna á hæðum uppi og vatnsbrunna á miðju sléttlendinu. Eg mun gjöra eyðimörkina að stöðuvötnum og þurrlendið að uppsprettubrunnum, eg mun gefa í óbyggðinni sedrusvið, furu, myrru og olíutré, eg mun gefa á sléttlendinu grenitrén, beykiviðinn og bosbumi hvert með öðru so að þeir til líka sjái, viti, formerki og skilji það að hönd Drottins hafi þvílíkt gjört og sá Hinn heilagi í Ísrael hafi skapað slíkt. [

So látið yðvar málefni hingað koma, segir Drottinn. Hafið það hingað hvar þér stnadið upp á, segir sá kóngurinn í Jakob. Látið þá hér fram ganga og kunngjöra það fyrir oss hvað eftirkomandi er, kunngjörið oss og spáið eitthvað fyrir. Látið oss með vorum hjörtum hafa þar vakt upp á og formerkja hvernin það skal hér seinna meir til ganga eður látið oss heyra hvað eftirkomandi er. Kunngjörið oss það hvað hér eftir á koma mun, þá viljum vér formerkja það að þér eruð guðir. Gjörið annað hvort gott eður skaðsemi, þá viljum vér segja þar út af og sjá til samans ypp á það. Sjáið, þér eruð út af öngu og yðvar gjörningur er og af öngu og að útvelja yður er andstyggilegt.

En eg uppvek einn út af norðrinu og kemur af uppgöngu sólarinnar. Hann mun í mínu nafni prédika og hann mun ganga yfir hina voldugu sem yfir annan jarðarleir og hann mun niðurtroða þann saurinn líka sem annar leirkerasmiður. Hver kann nokkuð að kunngjöra út af upphafinu, þá viljum vér skilja það, eður spá fyrir fram, þá viljum vér segja: Þú segir rétt. En þar er sá enginn eð kunngjörir og eigi sá neinn sem nökkuð lætur heyra. Eg em fyrstur sem til Síon segir: Sjá þú, það sama er það, og eg gef Jerúsalem prédikara. En eg lít þangað og þar er enginn og eg sá á meðal þeirra en þar er enginn ráðgjafari. Eg að spyr þeirra gjörningum en þeir andsvara öngu. Sjá þú, það er allt saman ekki utan armæði og öngu neytt með þeirra gjörningum, þeirra afguðir eru vindur og hégómi.