XXII.

Eftir dauða Jóram tóku þeir í Jerúsalem Ahasía hans yngsta son til kóngs í hans stað. [ Því að þeir víkingar sem komu af Arabia þeir höfðu í hel slegið alla hans eldri bræður og því varð Ahasía son Jóram kóngur í Júda. Og Ahasía hafði tvo um fertugt þá hann varð kóngur og hann ríkti eitt ár í Jerúsalem. Hans móðir hét Atalía dóttir Amrí. [ Hann gekk og á vegum Akabs húss því hans móðir hélt honum þar til að hann varð óguðlegur og því gjörði hann það sem Drottni illa líkaði, líka sem hús Akabs. Því þeir voru hans ráðuneyti eftir hans föðurs dauða, honum til fordjörfunar, en hann gekk eftir þeirra ráðum.

Og hann fór með Jóram syni Akab Ísraelskóngi í bardaga til Ramót í Gíleað á móti Hasael kóngi af Syria. [ En þeir af Syria særðu Jóram sárum so hann sneri aftur að láta græða sig í Jesreel því han hafði sár það hann fékk í Rama þá hann barðist með Hasael kóng af Syria. Og Ahasía son Jóram kóngur Júda fór ofan til fundar við Jóram son Akab til Jesreel sem sjúkur lá. Því Guð vildi að Ahasía skyldi verða það til ólukku að hann kom til Jóram og dró so út með Jóram mót Jehú syni Nimsí hvern Drottinn hafði smurt til þess að eyðileggja Akabs hús.

En sem Jehú var að eyða húsi Akab þá fann hann nokkra höfðingja af Júda og af Ahasía bræðrasonum, þeir eð þjónuðu Ahasía, og hann sló þá í hel. [ En hann leitaði eftir Ahasía og fann hann þar hann hafði falið sig í Samaria. Og þeir færðu hann til Jehú, hann sló hann í hel og var síðan jarðaður. Því þeir sögðu: „Hann er son Jósafat sem leitaði eftir Drottni af öllu sínu hjarta.“ Og þar voru öngvir fleiri til eftir af Ahasía húsi sem kóngar yrði.

En sem Atalía móðir Ahasías sá að hennar son var dauður þá tók hún sig upp og drap allt konunglegt slekti í Júda húsi. [ En Jósabeat kóngsins systir tók Jóas son Ahasía og stal honum í burt frá kóngsins sonum sem í hel voru slegnir og faldi hann með fóstru sinni í einu svefnherbergi. [ Svo fal Jósabeat hann hver eð var dóttir Jóram kóngs og kvinna Jójada kennimanns að hann varð eigi sleginn í hel af Atalía. Og hann var geymdur með þeim í Drottins húsi sex ár, so lengi sem Atalía var drottning í landinu.