II.

Það skeði á degi nokkrum þá eð Guðs börn komu og stóðu fyrir Drottni, þá kom Satan á meðal þeirra og gekk fram fyrir Drottin. Þá sagði Drottinn til Satan: „Hvaðan komst þú?“ Satan svaraði Drottni og sagði: „Eg hefi gengið í kringum jörðina og farið um hana.“ Drottinn sagði til Satan: „Hefur þú ekki gefið gætur að mínum þénara Job? Því að hans líki er ekki á jörðu, einfaldur, réttlátur, guðhræddur og forðast hið vonda, haldandi enn fast guðrækni sinni. En þú hefur komið mér til að eg hef fordjarfað hann fyrir sakleysi.“

Satan svaraði Drottni og sagði: [ „Húð fyrir húð og allt hvað maðurinn hefur til, þá gefur hann fyrir líf sitt. En réttu þína hönd út og hrær hans hold og bein, þá munt þú sjá að hann mun velsigna þig undir augun.“ Drottinn sagði til Satans: „Sjá þú, hann er í þinni hendi. En þú skalt þó þyrma hans lífi.“

Þá gekk Satan út frá augliti Drottins og sló Job með þeim vestu sárum, frá hans hvirfli og allt til ilja. Og hann tók eina skel og skóf sig með, sitjandi í ösku. Og hans húsfreyja sagði til hans: „Ert þú enn staðfastur við þína guðrækni? [ Blessa þú Guð og far að deyja.“ Og hann sagði til hennar: „Þú talar sem hinar fávísu kvinnur. Fyrst vér höfum meðtekið hið góða af Drottni, hvar fyrir skulum vér þá og ekki einnin líka meðtaka hið vonda?“ Í öllu þessu þá syndgaði ekki Job með sínum vörum.

En þá þeir þrír vinir Jobs heyrðu alla þá hluti sem yfir hann höfðu komið komu þeir hver af sínum stað, Elífas af Teman, Bildad af Súa og Sófar af Naema, því að þeir höfðu sammælt með sér að þeir vildu koma og sampínast honum og að hugga hann. [ Og þá þeir upplyftu sínum augum álengdar þekktu þeir hann ekki. Og þeir hófu upp hljóð og tóku að gráta og hver þeirra sundurreif sín klæði og jós í loftið moldu yfir höfuð sér. Og þeir sátu á jörðu með honum sjö daga og sjö nætur og þeir töluðu ekki neitt við hann því að þeir sáu að hans hörmung var harla mikil.