VIII.

Hvert kallar spekin ekki og lætur viskan ekki til sín heyra? Augljóslega á veginum og á strætunum stendur hún, í borgarhliðunum þar sem menn innganga hrópar hún: Heyri, þér menn, eg kalla til yðar og hrópa til sonu mannanna. Þér ófróðir, skilji þér viskuna og þér heimskufullir, gefi þér gaum að. Heyrið mér því að eg vil tala það sem [ höfðinglegt er og kenna það sem rétt er. Því að munnur minn skal sannindi tala og mínar varir skulu hata það sem óguðlegt er. Réttferðugar eru ræður míns munns, þar er ei neitt rangsnúið út í né falskt. Allar eru þær sannar þeim sem þær skilja og réttar þeim sem þær vilja meðtaka.

Meðtakið mína ögun heldur en silfur og metið meira lærdóm en kostulegt gull. Því að viskan er gimsteinum betri og allt hvað æskja má kann ekki við hana að samjafnast. Eg, viskan, bý hjá hyggindunum og kann að gefa góð ráð. Ótti Drottins hatar það illa, dramblæti, hofmóð og rangan veg og eg er óvin rangsnúnum munni.

Eg kann að ráðleggja og framkvæma, eg hefi hyggindi og magt. Fyrir mig stjórna kóngarnir og setja ráðsherrarnir lögmálsréttinn. Fyrir mig ríkja höfðingjarnir og allir valdsmenn á jörðu. Eg elska þá sem mig elska og þeir sem árla leita mín finna mig. Auðæfi og dýrð eru með mér, sannarlegt góss og réttlæti. Betri er minn ávöxtur en gull og það besta gull og mín inntekt er betri en útvalið silfur. Eg geng á réttum vegi og á miðjum stígum réttarins so að eg vel ráðstafi mínum elskulegum og fylli þeirra fésjóðu.

Drottinn hefur haft mig í upphafi sinna vega, fyrr en hann nokkuð gjörði var eg þar. [ Eg er eilíflega tilskikkuð frá upphafi, fyrr en jarðríkið var, þá undirdjúpin voru enn ekki var eg algjörð, þá eð vatsbrunnarnir enn ekki uppspruttu, áður en fjöllin voru niðursett og fyrr en hálsarnir var eg tilreidd. Hann hafði þá ekki enn skapað jörðina og það á henni er, ei heldur undirstöður jarðarinnar. Þegar hann tilreiddi himnana var eg nálæg, þá hann höndlaði undirdjúpið með sinni mæling, þá hann festi þar upp yfir skýin og undirdjúpin víkkandi, þá hann setti sjónum sín takmörk og vötnunum að þau yfirgengi ekki sína bífalning, þá hann lagði jarðarinnar grundvöll var eg meistari hjá honum og hafði daglega mína lyst og lék fyrir honum alltíð. Eg lék á hans jarðarhnetti og mín lyst er hjá mannanna sonum.

Þar fyrir hlýðið mér nú, synir mínir. Sælir eru þeir sem mína vegu varðveita. Heyrið umvöndunina og verið hyggnir og hirðið ekki hana að forleggja. Sæll er sá maður sem mér hlýðir og vakir daglega við mínar dyr og heldur vörð við mína dyrastafi. Hver mig finnur sá finnur lífið og mun góðvild öðlast af Drottni en hver hann syndgast við mig sá særir sál sína. Allir þeir sem hata mig elska dauðann.“