III.

Og Drottinn sagði til mín á dögum kóngsins Jósía: [ Hefur þú og séð hvað sú hin fráhorfna Ísrael gjörði? Hún gekk í burt upp á allar hinar hæðstu hæðir og undir öll blómguð tré og drýgði þar hóranir. Og eg sagða, þá eð hún hafði gjört allt þetta: „Snú þér til mín“ en hún sneri sér ekki.

Og þótt að hennar hin forharðnaða systir Júda sæi hvörsu að eg straffaði þær hóranir hinnar fráhorfnu Ísrael og það eg forlét hana og gaf henni skilnaðarskrá þó hræddist hennar hin forharðnaða systir Júda það ekki að heldur heldur gekk hún í burt og drýgði einnin líka hóranir. Og út af hennar hórunarháhljóðan er landið saurgað því að hún drýgði hóranir við stokka og steina. Og í öllu þessu þá sneri sér ekki hennar hin forharðnaða systir Júda til mín af öllu hjarta heldur voru það ekki utan læti hennar, segir Drottinn.

Og Drottinn sagði til mín: Hin fráhorfna Ísrael er betri en sú hin forharðnaða Júda. Far burt og prédika í mót norðrinu og seg so: Snú þér, þú hin fráhorfna Ísrael, segir Drottinn, þá vil eg ekki láta mína reiði koma yfir yður því að eg em miskunnsamur, segir Drottinn, og vil ekki reiðast ævinlega. Viðurkenn þú aðeins þinn misgjörning að þú hafir syndgast á móti Drottni Guði þínum og hlaupið hingað og þangað til annarlegra afguða, undir öll blómguð tré, og þú hefur ekki viljað heyra mína raust, segir Drottinn.

Þér hin fráhorfnu börn, snúið yður, segir Drottinn, því að eg vil trúlofa mig yður og eg vil sækja yður so að einn skal leiða heilan stað og tveir eitt gjörvallt land og eg vil innleiða yður til Síon. [ Og eg vil gefa yður hirðara eftir mínu hjarta sem yður skulu fæða með kenningum og vísdómi. Og það skal ske þá nær eð þér eruð uppvaxnir og margir vorðnir í landinu þá skal í þann tíma (segir Drottinn) ekki meir sagt vera af sáttmálsörkinni Drottins og menn munu hana ekki meir hugleiða né þar af prédika né hennar vitja og ekki lengur þar fórnir færa heldur í þann sama tíma þá skal Jerúsalem kallast tignarsætið Drottins og allar heiðnar þjóðir skulu samansafna sér þangað til Jerúsalem fyrir sakir þess nafnsins Drottins. Og þeir munu ekki lengur ganga eftir þeirra sjálfs vondum hjartans hugrenningum.

Á þeim tíma mun húsið Júda ganga til hússins Ísrael og munu so koma hvert með öðru af norðrinu inn í það landið sem eg gaf yðar forfeðrum til arftöku. Og eg tilsegi þér hvernin vil eg gefa þér svo mörg börn og það góða landið, þá fögru arfleifðina sem er sá fjöldinn heiðingjanna, og eg tilsegi þér að þú skalt þá kalla mig ljúfan föður og í burt víkja ekki frá mér.

En það húsið Ísrael skeytir mér ekki, líka sem sú kvinna sem ekki sætir sínum ástmanni lengur, segir Drottinn. Þar fyrir munu menn heyra aumlega kveinan og sáran grát Ísraelessona á þeim upphæðunum fyrir það að þeir gjörðu so illa og forgleymdu Drottni Guði sínum. So snúist nú aftur, þér hin fráhorfnu börn, þá vil eg og lækna yður út af yðvarri óhlýðni.

„Sjá þú, vér komum til þín því að þú ert Drottinn Guð vor. Sannarlega, það er ekki utan svikræði með þær hæðirnar og með þau öll háfjöllin. Sannarlega þá hefur Ísrael öngva hjálp utan alleinasta af Drottni vorum Guði og það [ erfiðið feðra vorra það vér höfum haldið í frá barndómi vorum það hlýtur með vanvirðu af að leggjast ásamt meður þeirra sauðum, nautum, sonum og dætrum. Því að það hvað vér vonuðum upp á það er oss nú til skammarinnar einnrar og á því hverju vér höfðum vort traust þess hljótum vér nú að skammast vor. Því að vér syndguðust þar með á móti Drottni Guði vorum, bæði vér og vorir forfeður, í frá barndómi vorum allt inn til þessa dags og hlýddum ekki raustinni Drottins Guðs vors.“