III.

En þó hinn réttláti deyi ofsnemma þá er hann þó í hvíld (því að ellin er heiðarleg, ei sú sem lengi lifir eður árafjöldinn hefur. Vísdómur á meðal mannanna er sú rétta elli og óflekkað líferni er sá rétti aldurdómur) því hann þóknaðist Guði vel og er honum kær. [ Og hann verður burt tekinn frá þessu lífi á meðal þeirra syndugu og honum er í burt svipt so að ranglætið skal ekki umsnúa hans skilningi og eigi heldur falslærdómur hans sál svíkja. Því að vond eftirdæmi villa og fordjarfa það góða og sú kitlandi lysting umsnýr hjörtum saklausra. [ Hann varð snart algjörður og hafði fyllt mörg ár því að hans andi þóknast Guði. Þar fyrir tók hann hann so snart frá þessu vonda lífi.

En þeir menn sem það sjá hyggja þar ekki að og taka sér það ekki til hjarta, sem er að Guðs heilagir eru undir náð og miskunnsemi og að hann hafi umsjón fyrir sínum útvöldum. Því að sá hinn framliðni réttláti hann fordæmir þann óguðlega lifanda og sá hinn ungi sem snarlega verður fullkominn langan aldur hins óguðlega. Þeir sjá að sönnu afgang hins vísa en þeir merkja ekki hvað Drottinn hugsar um hann og hvar fyrir hann varðveiti hann. Þeir sjá það vel og gæta þar ekki að því Drottinn hæðir að þeim og þeir munu þar eftir á skemmilega falla og vera eitt brígsli á meðal þeirra framliðnu eilíflega. Og hann mun fella þá óforvarandis og upprykkja þeim með rótum so að þeir verði öldungis að öngvu. Og þeir munu líða angist og þeirra minning skal foreyðast. En þeir munu koma efasamir með samvisku sinna synda og þeirra eigin syndir skulu straffa þá undir augun.